Segir löngu tímabært að setja lög um akstur í hringtorgum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. júlí 2018 20:15 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB Skjáskot úr frétt Óskráð venja að innri hringur tveggja akreina hringtorga hafi forgang á umferð á ytri hring. Í gildandi umferðarlögum eru engar reglur til um akstur í hringtorgum en einu lögin sem kveða á um hringtorg eru þess efnis að ekki megi leggja á þeim. Í drögum að nýjum umferðarlögum er stefnt að því að lögfesta þá venju að ökumaður í innri hring tveggja akreina hringtorgs eigi forgang á umferð á ytri hring.Óskráð venja að innri hringur tveggja akreina hringtorga hafi forgang.Skjáskot úr fréttFramkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir að betra væri ef reglur væru þær sömu og í nágrannalöndum okkar þar sem ytri hringur hefur forgang. „Víða í nágrannalöndum okkar eru aðrar reglur. Þá er hinn hægri réttur þannig að ytri hringurinn á réttinn gagnvart innri hring þegar farið er úr hringtorgi. Þetta er hluti af þeirri hugsun sem er í sambandi við hægri réttinn í umferð að forgangurinn sé hægra megin,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.Jón Hannes Kristjánsson, sérfræðingur í ökutækjatjónum hjá SjóváSkjáskot úr fréttSérfræðingur í ökutækjatjónum segir nauðsynlegt að lögfesta forgangsreglu þrátt fyrir að slys í hringtorgum séu óalgeng. Þá segir hann ekki skipta höfuðmáli hvort innri eða ytri hringur njóti forgangs. „Við erum ekki með skoðun á því hvort æskilegra sé að innri eða ytri hringur hringtorga njóti forgangs. Það er nauðsynlegt að setja lög um forganginn svo þetta valdi sem minnstum misskilning,“ segir Jón Hannes Kristjánsson, sérfræðingur í ökutækjatjónum hjá Sjóvá. Runólfur segir að í ljósi fjölgunar ferðamanna sé tími til kominn að samræma reglur því sem tíðkast erlendis. „Við verðum að athuga það að 20-30 prósent af aðilum í umferðinni á Íslandi eru erlendir ferðamenn og erlendir aðilar sem þekkja þessa hægri reglu í hringtorgum. Ég held að það væri til góðs að við myndum aðlagast þessum reglum nágrannalanda okkar. Ég treysti þjóðinni fullkomlega til þess, þar sem okkur tókst að skipta yfir í hægri umferð árið 1968. Við eigum að geta skipt um áherslur í hringtorgum með sama hætti, með réttum kynningum og áróðri,“ segir Runólfur. Samgöngur Tengdar fréttir Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Óskráð venja að innri hringur tveggja akreina hringtorga hafi forgang á umferð á ytri hring. Í gildandi umferðarlögum eru engar reglur til um akstur í hringtorgum en einu lögin sem kveða á um hringtorg eru þess efnis að ekki megi leggja á þeim. Í drögum að nýjum umferðarlögum er stefnt að því að lögfesta þá venju að ökumaður í innri hring tveggja akreina hringtorgs eigi forgang á umferð á ytri hring.Óskráð venja að innri hringur tveggja akreina hringtorga hafi forgang.Skjáskot úr fréttFramkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir að betra væri ef reglur væru þær sömu og í nágrannalöndum okkar þar sem ytri hringur hefur forgang. „Víða í nágrannalöndum okkar eru aðrar reglur. Þá er hinn hægri réttur þannig að ytri hringurinn á réttinn gagnvart innri hring þegar farið er úr hringtorgi. Þetta er hluti af þeirri hugsun sem er í sambandi við hægri réttinn í umferð að forgangurinn sé hægra megin,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda.Jón Hannes Kristjánsson, sérfræðingur í ökutækjatjónum hjá SjóváSkjáskot úr fréttSérfræðingur í ökutækjatjónum segir nauðsynlegt að lögfesta forgangsreglu þrátt fyrir að slys í hringtorgum séu óalgeng. Þá segir hann ekki skipta höfuðmáli hvort innri eða ytri hringur njóti forgangs. „Við erum ekki með skoðun á því hvort æskilegra sé að innri eða ytri hringur hringtorga njóti forgangs. Það er nauðsynlegt að setja lög um forganginn svo þetta valdi sem minnstum misskilning,“ segir Jón Hannes Kristjánsson, sérfræðingur í ökutækjatjónum hjá Sjóvá. Runólfur segir að í ljósi fjölgunar ferðamanna sé tími til kominn að samræma reglur því sem tíðkast erlendis. „Við verðum að athuga það að 20-30 prósent af aðilum í umferðinni á Íslandi eru erlendir ferðamenn og erlendir aðilar sem þekkja þessa hægri reglu í hringtorgum. Ég held að það væri til góðs að við myndum aðlagast þessum reglum nágrannalanda okkar. Ég treysti þjóðinni fullkomlega til þess, þar sem okkur tókst að skipta yfir í hægri umferð árið 1968. Við eigum að geta skipt um áherslur í hringtorgum með sama hætti, með réttum kynningum og áróðri,“ segir Runólfur.
Samgöngur Tengdar fréttir Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00