Sunna lítur á björtu hliðarnar: „Koma samt dagar þar sem ég græt bara af vonleysi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. nóvember 2018 15:00 Í dag býr Sunna í sérútbúinni íbúð við Sléttuveg ásamt fjögurra ára gamalli dóttur sinni. Sunna Elvira Þorkelsdóttir hefur verið í kastljósi fjölmiðla allt frá því hún lamaðist eftir fall milli hæða í húsi sínu og fyrrverandi eiginmanns síns Sigurðar Kristinssonar á Spáni í janúar. Atburðarásin var um margt reifarakennd, en Sunna dvaldi á sjúkrahúsi syðra um nokkra hríð áður en hún var flutt hingað til lands í apríl. Í dag býr hún í sérútbúinni íbúð við Sléttuveg ásamt fjögurra ára gamalli dóttur sinni. Hún segir að nýr veruleiki sé að einhverju leyti enn að síast inn, en einn tiltekinn dagur suður í Sevilla er henni sérstaklega minnistæður. Sá spegilmyndina í glugganum „Ég fór með mömmu minni í göngutúr af spítalanum og hún rúllaði mér framhjá búðarglugga. Ég sé spegilmyndina mína í glugganum þegar við erum að fara framhjá og ég sé mig í hjólastólnum. Það var í rauninni eitt fyrsta skiptið sem ég sé mig í stólnum. Þá einhvern veginn rann upp fyrir mér, já, þetta er ég. Þetta er nýja ég, ég er stelpan í hjólastólnum.“Sunna með dóttur sinni.Sunna lauk endurhæfingu á Grensási í júní, en stundar enn styrktaræfingar og sund af fullum krafti. „Það er svona frelsistilfinning sem fylgir því að vera bara í lauginni og vera laus við stólinn í smá stund. Mér finnst ég hafa meira vald á líkamanum,“ segir Sunna.Búin að upplifa allan tilfinningaskalann Sunna kveðst fljótt hafa ákveðið að tækla nýjar aðstæður á jákvæðninni, enda ekkert sem hún gat gert til að breyta því sem gerst hafði. Hún viðurkennir þó að það sé misauðvelt að horfa á björtu hliðarnar. „Það auðvitað koma dagar þar sem ég er vonsvikin og leið. Ég er búin að upplifa allan tilfinningaskalann, en góðu dagarnir eru miklu fleiri en þeir slæmu. Það kemur alveg einn dagur inn á milli þar sem ég er döpur og jafnvel græt bara af vonleysi þegar eitthvað gengur ekki upp. En lífið er ekki alltaf dans á rósum,“ segir Sunna. Sunna Elvira var heimsótt í Íslandi í dag í gær og meðal annars spurð út í daglegt líf, framtíðaráætlanir, skilnaðinn og slysið á Spáni. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sjá meira
Sunna Elvira Þorkelsdóttir hefur verið í kastljósi fjölmiðla allt frá því hún lamaðist eftir fall milli hæða í húsi sínu og fyrrverandi eiginmanns síns Sigurðar Kristinssonar á Spáni í janúar. Atburðarásin var um margt reifarakennd, en Sunna dvaldi á sjúkrahúsi syðra um nokkra hríð áður en hún var flutt hingað til lands í apríl. Í dag býr hún í sérútbúinni íbúð við Sléttuveg ásamt fjögurra ára gamalli dóttur sinni. Hún segir að nýr veruleiki sé að einhverju leyti enn að síast inn, en einn tiltekinn dagur suður í Sevilla er henni sérstaklega minnistæður. Sá spegilmyndina í glugganum „Ég fór með mömmu minni í göngutúr af spítalanum og hún rúllaði mér framhjá búðarglugga. Ég sé spegilmyndina mína í glugganum þegar við erum að fara framhjá og ég sé mig í hjólastólnum. Það var í rauninni eitt fyrsta skiptið sem ég sé mig í stólnum. Þá einhvern veginn rann upp fyrir mér, já, þetta er ég. Þetta er nýja ég, ég er stelpan í hjólastólnum.“Sunna með dóttur sinni.Sunna lauk endurhæfingu á Grensási í júní, en stundar enn styrktaræfingar og sund af fullum krafti. „Það er svona frelsistilfinning sem fylgir því að vera bara í lauginni og vera laus við stólinn í smá stund. Mér finnst ég hafa meira vald á líkamanum,“ segir Sunna.Búin að upplifa allan tilfinningaskalann Sunna kveðst fljótt hafa ákveðið að tækla nýjar aðstæður á jákvæðninni, enda ekkert sem hún gat gert til að breyta því sem gerst hafði. Hún viðurkennir þó að það sé misauðvelt að horfa á björtu hliðarnar. „Það auðvitað koma dagar þar sem ég er vonsvikin og leið. Ég er búin að upplifa allan tilfinningaskalann, en góðu dagarnir eru miklu fleiri en þeir slæmu. Það kemur alveg einn dagur inn á milli þar sem ég er döpur og jafnvel græt bara af vonleysi þegar eitthvað gengur ekki upp. En lífið er ekki alltaf dans á rósum,“ segir Sunna. Sunna Elvira var heimsótt í Íslandi í dag í gær og meðal annars spurð út í daglegt líf, framtíðaráætlanir, skilnaðinn og slysið á Spáni.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sjá meira