Sunna lítur á björtu hliðarnar: „Koma samt dagar þar sem ég græt bara af vonleysi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. nóvember 2018 15:00 Í dag býr Sunna í sérútbúinni íbúð við Sléttuveg ásamt fjögurra ára gamalli dóttur sinni. Sunna Elvira Þorkelsdóttir hefur verið í kastljósi fjölmiðla allt frá því hún lamaðist eftir fall milli hæða í húsi sínu og fyrrverandi eiginmanns síns Sigurðar Kristinssonar á Spáni í janúar. Atburðarásin var um margt reifarakennd, en Sunna dvaldi á sjúkrahúsi syðra um nokkra hríð áður en hún var flutt hingað til lands í apríl. Í dag býr hún í sérútbúinni íbúð við Sléttuveg ásamt fjögurra ára gamalli dóttur sinni. Hún segir að nýr veruleiki sé að einhverju leyti enn að síast inn, en einn tiltekinn dagur suður í Sevilla er henni sérstaklega minnistæður. Sá spegilmyndina í glugganum „Ég fór með mömmu minni í göngutúr af spítalanum og hún rúllaði mér framhjá búðarglugga. Ég sé spegilmyndina mína í glugganum þegar við erum að fara framhjá og ég sé mig í hjólastólnum. Það var í rauninni eitt fyrsta skiptið sem ég sé mig í stólnum. Þá einhvern veginn rann upp fyrir mér, já, þetta er ég. Þetta er nýja ég, ég er stelpan í hjólastólnum.“Sunna með dóttur sinni.Sunna lauk endurhæfingu á Grensási í júní, en stundar enn styrktaræfingar og sund af fullum krafti. „Það er svona frelsistilfinning sem fylgir því að vera bara í lauginni og vera laus við stólinn í smá stund. Mér finnst ég hafa meira vald á líkamanum,“ segir Sunna.Búin að upplifa allan tilfinningaskalann Sunna kveðst fljótt hafa ákveðið að tækla nýjar aðstæður á jákvæðninni, enda ekkert sem hún gat gert til að breyta því sem gerst hafði. Hún viðurkennir þó að það sé misauðvelt að horfa á björtu hliðarnar. „Það auðvitað koma dagar þar sem ég er vonsvikin og leið. Ég er búin að upplifa allan tilfinningaskalann, en góðu dagarnir eru miklu fleiri en þeir slæmu. Það kemur alveg einn dagur inn á milli þar sem ég er döpur og jafnvel græt bara af vonleysi þegar eitthvað gengur ekki upp. En lífið er ekki alltaf dans á rósum,“ segir Sunna. Sunna Elvira var heimsótt í Íslandi í dag í gær og meðal annars spurð út í daglegt líf, framtíðaráætlanir, skilnaðinn og slysið á Spáni. Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Sunna Elvira Þorkelsdóttir hefur verið í kastljósi fjölmiðla allt frá því hún lamaðist eftir fall milli hæða í húsi sínu og fyrrverandi eiginmanns síns Sigurðar Kristinssonar á Spáni í janúar. Atburðarásin var um margt reifarakennd, en Sunna dvaldi á sjúkrahúsi syðra um nokkra hríð áður en hún var flutt hingað til lands í apríl. Í dag býr hún í sérútbúinni íbúð við Sléttuveg ásamt fjögurra ára gamalli dóttur sinni. Hún segir að nýr veruleiki sé að einhverju leyti enn að síast inn, en einn tiltekinn dagur suður í Sevilla er henni sérstaklega minnistæður. Sá spegilmyndina í glugganum „Ég fór með mömmu minni í göngutúr af spítalanum og hún rúllaði mér framhjá búðarglugga. Ég sé spegilmyndina mína í glugganum þegar við erum að fara framhjá og ég sé mig í hjólastólnum. Það var í rauninni eitt fyrsta skiptið sem ég sé mig í stólnum. Þá einhvern veginn rann upp fyrir mér, já, þetta er ég. Þetta er nýja ég, ég er stelpan í hjólastólnum.“Sunna með dóttur sinni.Sunna lauk endurhæfingu á Grensási í júní, en stundar enn styrktaræfingar og sund af fullum krafti. „Það er svona frelsistilfinning sem fylgir því að vera bara í lauginni og vera laus við stólinn í smá stund. Mér finnst ég hafa meira vald á líkamanum,“ segir Sunna.Búin að upplifa allan tilfinningaskalann Sunna kveðst fljótt hafa ákveðið að tækla nýjar aðstæður á jákvæðninni, enda ekkert sem hún gat gert til að breyta því sem gerst hafði. Hún viðurkennir þó að það sé misauðvelt að horfa á björtu hliðarnar. „Það auðvitað koma dagar þar sem ég er vonsvikin og leið. Ég er búin að upplifa allan tilfinningaskalann, en góðu dagarnir eru miklu fleiri en þeir slæmu. Það kemur alveg einn dagur inn á milli þar sem ég er döpur og jafnvel græt bara af vonleysi þegar eitthvað gengur ekki upp. En lífið er ekki alltaf dans á rósum,“ segir Sunna. Sunna Elvira var heimsótt í Íslandi í dag í gær og meðal annars spurð út í daglegt líf, framtíðaráætlanir, skilnaðinn og slysið á Spáni.
Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Bíó og sjónvarp Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Fleiri fréttir Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”