Albert sló metið sem Ríkharður var búinn að eiga í 66 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2018 11:30 Albert Guðmundsson í leiknum á móti Indónesíu. Vísir/AFP 66 ár, 6 mánuðir og 16 dagar. Það var tíminn sem Ríkharður Jónsson átti metið yfir að vera yngsti íslenski fótboltamaðurinn til að skora þrennu í A-landsleik. Ríkharður átti metið allt þar til í gær að Albert Guðmundsson sló það með því að skora þrennu í 4-1 sigri á Indónesíu. Albert Guðmundsson er fæddur um miðjan júnímánuð 1997 og er því ekki enn búinn að halda upp á 21 árs afmælið sitt. Þetta var líka aðeins hans þriðji A-landsleikur. Albert var ekki í byrjunarliðinu en kom inná snemma leiks. Hann skoraði fyrsta markið sitt á lokasekúndu fyrri hálfleiks en í seinni hálfleik skoraði hann fyrst úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur og svo eftir mikinn og langan sprett inn í vítateiginn.Öll mörkin má sjá hér að neðan en leikurinn var sýndur á RÚV. Albert Guðmundsson jafnar fyrir Ísland á annarri mínútu viðbótartíma fyrri hálfleiks. 1-1 í hálfleik. Fyrsta A-landsliðsmark Alberts. #INDISL pic.twitter.com/KQ5ejt4A4Y — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 14, 2018 Albert bætti öðru marki sínu við úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur á 64. mínútu. #INDISL pic.twitter.com/WREuyTxYJm — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 14, 2018 Og Albert kominn með þrennuna gegn Indónesíu. 4-1 fyrir Ísland. #INDISL pic.twitter.com/wLbwxGlMFi — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 14, 2018 Albert lagði upp fjögur mörk íslenska liðsins í 6-0 sigrinum í fyrri leiknum en fór þá illa með nokkur góð færi. Hann var hinsvegar búinn að finna skotskóna sína í seinni leiknum. Ríkharður heitinn Jónsson skoraði 17 mörk í 33 landsleikjum á árunum 1947 til 1965. Hér fylgist hann með sínum mönnum á Skaganum.Vísir/PjeturRíkharður Jónsson var aðeins 21 árs gamall og sjö mánuðum betur þeagr hann skoraði fernu á móti Svíum sumarið 1951. Ríkharður á því enn metið yfir þann yngsta sem hefur skorað fernu í A-landsleik. Ríkharður hefur verið að missa markametin sín á síðustu árum en ætti að geta haldið því meti eitthvað lengur. Auk þess að bæta þetta met þá varð Albert ennfremur fyrsti varamaðurinn sem skorar þrennu fyrir íslenska landsliðið.Yngstu leikmenn til að skora þrennu í A-landsleik karla:20 ára og 7 mánaða Albert Guðmundsson - 3 mörk á móti Indónesíu 14. janúar 201821 árs, 7 mánaða og 17 daga Ríkharður Jónsson - 4 mörk á móti Svíþjóð 29. júní 195122 ára, 10 mánaða og 11 daga Jóhann Berg Guðmundsson - 3 mörk á móti Sviss 6. september 201322 ára, 10 mánaða og 26 daga Ragnar Margeirsson - 3 mörk á móti Færeyjum 10. júlí 198523 ára, 5 mánaða og 9 daga Teitur Þórðarson - 3 mörk á móti Færeyjum 23. júní 1975 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira
66 ár, 6 mánuðir og 16 dagar. Það var tíminn sem Ríkharður Jónsson átti metið yfir að vera yngsti íslenski fótboltamaðurinn til að skora þrennu í A-landsleik. Ríkharður átti metið allt þar til í gær að Albert Guðmundsson sló það með því að skora þrennu í 4-1 sigri á Indónesíu. Albert Guðmundsson er fæddur um miðjan júnímánuð 1997 og er því ekki enn búinn að halda upp á 21 árs afmælið sitt. Þetta var líka aðeins hans þriðji A-landsleikur. Albert var ekki í byrjunarliðinu en kom inná snemma leiks. Hann skoraði fyrsta markið sitt á lokasekúndu fyrri hálfleiks en í seinni hálfleik skoraði hann fyrst úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur og svo eftir mikinn og langan sprett inn í vítateiginn.Öll mörkin má sjá hér að neðan en leikurinn var sýndur á RÚV. Albert Guðmundsson jafnar fyrir Ísland á annarri mínútu viðbótartíma fyrri hálfleiks. 1-1 í hálfleik. Fyrsta A-landsliðsmark Alberts. #INDISL pic.twitter.com/KQ5ejt4A4Y — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 14, 2018 Albert bætti öðru marki sínu við úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur á 64. mínútu. #INDISL pic.twitter.com/WREuyTxYJm — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 14, 2018 Og Albert kominn með þrennuna gegn Indónesíu. 4-1 fyrir Ísland. #INDISL pic.twitter.com/wLbwxGlMFi — RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) January 14, 2018 Albert lagði upp fjögur mörk íslenska liðsins í 6-0 sigrinum í fyrri leiknum en fór þá illa með nokkur góð færi. Hann var hinsvegar búinn að finna skotskóna sína í seinni leiknum. Ríkharður heitinn Jónsson skoraði 17 mörk í 33 landsleikjum á árunum 1947 til 1965. Hér fylgist hann með sínum mönnum á Skaganum.Vísir/PjeturRíkharður Jónsson var aðeins 21 árs gamall og sjö mánuðum betur þeagr hann skoraði fernu á móti Svíum sumarið 1951. Ríkharður á því enn metið yfir þann yngsta sem hefur skorað fernu í A-landsleik. Ríkharður hefur verið að missa markametin sín á síðustu árum en ætti að geta haldið því meti eitthvað lengur. Auk þess að bæta þetta met þá varð Albert ennfremur fyrsti varamaðurinn sem skorar þrennu fyrir íslenska landsliðið.Yngstu leikmenn til að skora þrennu í A-landsleik karla:20 ára og 7 mánaða Albert Guðmundsson - 3 mörk á móti Indónesíu 14. janúar 201821 árs, 7 mánaða og 17 daga Ríkharður Jónsson - 4 mörk á móti Svíþjóð 29. júní 195122 ára, 10 mánaða og 11 daga Jóhann Berg Guðmundsson - 3 mörk á móti Sviss 6. september 201322 ára, 10 mánaða og 26 daga Ragnar Margeirsson - 3 mörk á móti Færeyjum 10. júlí 198523 ára, 5 mánaða og 9 daga Teitur Þórðarson - 3 mörk á móti Færeyjum 23. júní 1975
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Sjá meira