Setja ætti 18 ára aldurstakmark á notkun flugelda Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. janúar 2018 23:00 Sigurður Ásgrímsson yfirmaður séraðgerðasviðs og sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar segir að margt þurfi að varast þegar kemur að flugeldanotkun. Vísir/Vilhelm „Það er margt sem þarf að varast,“ segir Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerðasviðs og sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar um flugeldanotkun hér á landi. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði Sigurður að margar ástæður séu að baki flugeldaslysum. Nefndi hann sem dæmi áfengisneyslu, ekki sé farið nákvæmlega eftir leiðbeiningum, gallaðar vörur, rakaskemmdir á flugeldum og fleira. Einnig hafi orðið mjög alvarleg slys og dauðsföll þegar flugeldum er breytt á einhvern hátt áður en þeir eru sprengdir. „Það er hægt að búa til mjög öflugar sprengjur úr þeim efnum sem eru í þessu.“Hugsanlega gleymdist að taka hettu af kveiknumHann segir að hugsanlega hafi gleymst eitt mikilvægt skref þegar kveikt var í flugeldatertu sem sprakk á jörðu niðri í Vesturbænum um áramótin. Mikið mildi þykir að ekki hafi farið verr. „Ég hef ekki skoðað þessa köku en það sem menn geta flaskað á til dæmis er að ef það er hetta yfir kveiknum sem á að taka af áður en þú kveikir í, ef þú tekur hana ekki af þá brennur þessi kveikur margfalt hraðar heldur en ef hettan er tekin af.“Sjá einnig: Flugeldaterta sprakk á jörðu niðri í Vesturbænum Mildi þykir að ekki fór verr þegar flugeldaterta sprakk á jörðu niðri um áramótin.Samsett mynd„Svo er alltaf spurning hvort að setja eigi einhver aldurstakmörk,“ segir Sigurður en hann telur að miða eigi þá við 18 ára aldur þegar kemur að notkun flugelda. Yngri en það ættu þá „alls ekki“ að sprengja flugelda.Skrítið að aðilar láti ekki eyða útrunnum flugeldumFlugeldaslys verða hér á landi á hverju ári og leituðu fimm manns á bráðadeild Landspítalans vegna flugeldaslysa á Nýársnótt sem eru nokkuð færri tilfelli en á síðasta ári. Í gær slösuðust einnig ungmenni á Esjunni vegna flugelda. Sigurður segir að Landsbjörg sé eini söluaðili flugelda á Íslandi sem fái sprengjudeildina til að eyða fyrir sig útrunnum flugeldum. Hann vildi þó ekki halda því fram að aðrir aðilar væru að selja útrunnar vörur. „Ég get ekki staðfest það en kannski eyða þeir þessu sjálfir, ég veit það ekki en við höfum verið að ræða þetta okkar á milli. Okkur finnst þetta mjög skrítið.“ Flugeldar Tengdar fréttir Ungmenni slösuðust á Esjunni vegna flugelda Tilkynnt var um flugeldaslys í hlíðum Esjunnar á ellefta tímanum í kvöld. 2. janúar 2018 23:00 Helmarinn á baki eftir eina kúlu úr skottertu Teitur Guðmundsson læknir segir að maðurinn hafi sloppið furðu vel. 2. janúar 2018 15:21 Mengunin skaðlegri en í eldgosi Svifryk á höfuðborgarsvæðinu var meira skömmu eftir miðnætti á nýársdag en þegar Eyjafjallajökull gaus. Fimmtán manns hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna andþyngsla og súrefnislækkunar. 2. janúar 2018 08:00 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
„Það er margt sem þarf að varast,“ segir Sigurður Ásgrímsson, yfirmaður séraðgerðasviðs og sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar um flugeldanotkun hér á landi. Í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag sagði Sigurður að margar ástæður séu að baki flugeldaslysum. Nefndi hann sem dæmi áfengisneyslu, ekki sé farið nákvæmlega eftir leiðbeiningum, gallaðar vörur, rakaskemmdir á flugeldum og fleira. Einnig hafi orðið mjög alvarleg slys og dauðsföll þegar flugeldum er breytt á einhvern hátt áður en þeir eru sprengdir. „Það er hægt að búa til mjög öflugar sprengjur úr þeim efnum sem eru í þessu.“Hugsanlega gleymdist að taka hettu af kveiknumHann segir að hugsanlega hafi gleymst eitt mikilvægt skref þegar kveikt var í flugeldatertu sem sprakk á jörðu niðri í Vesturbænum um áramótin. Mikið mildi þykir að ekki hafi farið verr. „Ég hef ekki skoðað þessa köku en það sem menn geta flaskað á til dæmis er að ef það er hetta yfir kveiknum sem á að taka af áður en þú kveikir í, ef þú tekur hana ekki af þá brennur þessi kveikur margfalt hraðar heldur en ef hettan er tekin af.“Sjá einnig: Flugeldaterta sprakk á jörðu niðri í Vesturbænum Mildi þykir að ekki fór verr þegar flugeldaterta sprakk á jörðu niðri um áramótin.Samsett mynd„Svo er alltaf spurning hvort að setja eigi einhver aldurstakmörk,“ segir Sigurður en hann telur að miða eigi þá við 18 ára aldur þegar kemur að notkun flugelda. Yngri en það ættu þá „alls ekki“ að sprengja flugelda.Skrítið að aðilar láti ekki eyða útrunnum flugeldumFlugeldaslys verða hér á landi á hverju ári og leituðu fimm manns á bráðadeild Landspítalans vegna flugeldaslysa á Nýársnótt sem eru nokkuð færri tilfelli en á síðasta ári. Í gær slösuðust einnig ungmenni á Esjunni vegna flugelda. Sigurður segir að Landsbjörg sé eini söluaðili flugelda á Íslandi sem fái sprengjudeildina til að eyða fyrir sig útrunnum flugeldum. Hann vildi þó ekki halda því fram að aðrir aðilar væru að selja útrunnar vörur. „Ég get ekki staðfest það en kannski eyða þeir þessu sjálfir, ég veit það ekki en við höfum verið að ræða þetta okkar á milli. Okkur finnst þetta mjög skrítið.“
Flugeldar Tengdar fréttir Ungmenni slösuðust á Esjunni vegna flugelda Tilkynnt var um flugeldaslys í hlíðum Esjunnar á ellefta tímanum í kvöld. 2. janúar 2018 23:00 Helmarinn á baki eftir eina kúlu úr skottertu Teitur Guðmundsson læknir segir að maðurinn hafi sloppið furðu vel. 2. janúar 2018 15:21 Mengunin skaðlegri en í eldgosi Svifryk á höfuðborgarsvæðinu var meira skömmu eftir miðnætti á nýársdag en þegar Eyjafjallajökull gaus. Fimmtán manns hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna andþyngsla og súrefnislækkunar. 2. janúar 2018 08:00 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Ungmenni slösuðust á Esjunni vegna flugelda Tilkynnt var um flugeldaslys í hlíðum Esjunnar á ellefta tímanum í kvöld. 2. janúar 2018 23:00
Helmarinn á baki eftir eina kúlu úr skottertu Teitur Guðmundsson læknir segir að maðurinn hafi sloppið furðu vel. 2. janúar 2018 15:21
Mengunin skaðlegri en í eldgosi Svifryk á höfuðborgarsvæðinu var meira skömmu eftir miðnætti á nýársdag en þegar Eyjafjallajökull gaus. Fimmtán manns hafa leitað á bráðamóttöku Landspítalans vegna andþyngsla og súrefnislækkunar. 2. janúar 2018 08:00