Búið er að opna Sæbraut á ný eftir slysið. Upprunalegu fréttin af málinu má sjá hér að neðan.
Sæbraut hefur verið lokað í vesturátt frá Kringlumýrarbraut vegna alvarlegs umferðarslyss sem varð um klukkan 11:30 í dag.
Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðsins var ekið á gangandi vegfaranda við gatnamótin. Hann var fluttur á slysadeild í Fossvogi en ekki er nánar vitað um ástand hans.
Unnið er að rannsókn á vettvangi en ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu lengi lokunin mun vara.
Hér að neðan má sjá á korti hvaða gatnamót um ræðir.
