Baldur: Erum 30 árum á eftir KR og 10 árum á eftir FH Arnar Geir Halldórsson skrifar 16. september 2018 10:30 Baldur tekur við bikarnum Vísir/Daníel Baldur Sigurðsson var í lykilhlutverki hjá Stjörnunni þegar liðið tryggði sér Mjólkurbikartitilinn með sigri á Breiðabliki í vítaspyrnukeppni á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Baldur var að vonum sigurreifur þegar hann mætti í settið til Tómasar og félaga að leik loknum. „Þetta er frábært og í raun ólýsanlegt bara. Þetta er búinn að vera skrýtinn undirbúningur. Þetta var langur undirbúningur þar sem það var enginn leikur í tvær vikur á undan þessum. Pressan var á okkur og fyrsti bikartitill í sögu Stjörnunnar svo það eru miklar tilfinningar í gangi núna,“ sagði Baldur. Hann fékk þrjú góð færi í leiknum, eitt þeirra á lokamínútum framlengingarinnar en var ekkert smeykur við að fara á vítapunktinn í vítaspyrnukeppninni. „Ég var ekki stressaður, ótrúlegt en satt. Ég held að hin færin tvö hafi verið betri. Ég hefði verið algjör skúrkur ef ég hefði klúðrað vítinu líka,“ sagði Baldur. Þetta er fyrsti bikartitill Stjörnunnar frá upphafi og segir Baldur að Garðbæingar séu að læra að vera í fremstu röð á Íslandi. „Þetta er ástæðan fyrir því að ég kom í Stjörnuna. Þegar ég talaði við Rúnar (Pál) og stjórnarmenn þá fannst mér svolítið að við værum að læra að vera toppklúbbur. Við erum kannski 30 árum á eftir KR og 10 árum á eftir FH,“ sagði Baldur. Sjáðu allt viðtalið við Baldur í spilaranum hér fyrir neðan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Haraldur: Gleymdi að skoða vítaspyrnurnar þeirra Haraldur Björnsson markmaður Stjörnunnar var eins og við mátti búast ánægður eftir sigur gegn Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld. Haraldur varði eina spyrnu Blika í vítaspyrnukeppninni. 15. september 2018 22:52 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan 4-1 Breiðablik | Stjarnan bikarmeistari eftir vítaspyrnukeppni Stjarnan úr Garðabæ er Mjólkurbikarmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á Breiðablik í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta er fyrsti bikartitill Stjörnunnar í karlaflokki. 15. september 2018 23:30 Stjarnan Mjólkurbikarmeistari | Sjáðu vítaspyrnukeppnina Stjarnan vann Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn var fínasta skemmtun og úrslit réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni. 15. september 2018 23:13 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Sjá meira
Baldur Sigurðsson var í lykilhlutverki hjá Stjörnunni þegar liðið tryggði sér Mjólkurbikartitilinn með sigri á Breiðabliki í vítaspyrnukeppni á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Baldur var að vonum sigurreifur þegar hann mætti í settið til Tómasar og félaga að leik loknum. „Þetta er frábært og í raun ólýsanlegt bara. Þetta er búinn að vera skrýtinn undirbúningur. Þetta var langur undirbúningur þar sem það var enginn leikur í tvær vikur á undan þessum. Pressan var á okkur og fyrsti bikartitill í sögu Stjörnunnar svo það eru miklar tilfinningar í gangi núna,“ sagði Baldur. Hann fékk þrjú góð færi í leiknum, eitt þeirra á lokamínútum framlengingarinnar en var ekkert smeykur við að fara á vítapunktinn í vítaspyrnukeppninni. „Ég var ekki stressaður, ótrúlegt en satt. Ég held að hin færin tvö hafi verið betri. Ég hefði verið algjör skúrkur ef ég hefði klúðrað vítinu líka,“ sagði Baldur. Þetta er fyrsti bikartitill Stjörnunnar frá upphafi og segir Baldur að Garðbæingar séu að læra að vera í fremstu röð á Íslandi. „Þetta er ástæðan fyrir því að ég kom í Stjörnuna. Þegar ég talaði við Rúnar (Pál) og stjórnarmenn þá fannst mér svolítið að við værum að læra að vera toppklúbbur. Við erum kannski 30 árum á eftir KR og 10 árum á eftir FH,“ sagði Baldur. Sjáðu allt viðtalið við Baldur í spilaranum hér fyrir neðan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Haraldur: Gleymdi að skoða vítaspyrnurnar þeirra Haraldur Björnsson markmaður Stjörnunnar var eins og við mátti búast ánægður eftir sigur gegn Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld. Haraldur varði eina spyrnu Blika í vítaspyrnukeppninni. 15. september 2018 22:52 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan 4-1 Breiðablik | Stjarnan bikarmeistari eftir vítaspyrnukeppni Stjarnan úr Garðabæ er Mjólkurbikarmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á Breiðablik í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta er fyrsti bikartitill Stjörnunnar í karlaflokki. 15. september 2018 23:30 Stjarnan Mjólkurbikarmeistari | Sjáðu vítaspyrnukeppnina Stjarnan vann Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn var fínasta skemmtun og úrslit réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni. 15. september 2018 23:13 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Sjá meira
Haraldur: Gleymdi að skoða vítaspyrnurnar þeirra Haraldur Björnsson markmaður Stjörnunnar var eins og við mátti búast ánægður eftir sigur gegn Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í kvöld. Haraldur varði eina spyrnu Blika í vítaspyrnukeppninni. 15. september 2018 22:52
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan 4-1 Breiðablik | Stjarnan bikarmeistari eftir vítaspyrnukeppni Stjarnan úr Garðabæ er Mjólkurbikarmeistari karla í knattspyrnu eftir sigur á Breiðablik í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik á Laugardalsvelli í kvöld. Þetta er fyrsti bikartitill Stjörnunnar í karlaflokki. 15. september 2018 23:30
Stjarnan Mjólkurbikarmeistari | Sjáðu vítaspyrnukeppnina Stjarnan vann Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn var fínasta skemmtun og úrslit réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni. 15. september 2018 23:13