Segir forréttindi að fá að búa í Grímsey Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 10. mars 2018 20:35 Jóhannes Henningsson útgerðarmaður í Grímsey. Mynd/Stöð 2 Raunveruleg hætta er á að íbúabyggð í Grímsey geti lagst af haldi íbúum áfram að fækka og áfram verði skorið niður í aflaheimildum. Íbúar sem búa í eyjunni allt árið um kring vilja blása til sóknar. Mikil fólksfækkun hefur verið í Grímsey á undanförnum árum þó sérstaklega frá aldamótum en þá voru 98 einstaklingar skráðir með lögheimili í eyjunni. Samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofu Íslands voru þeir færri en 70 í loks árs 2016. Þeir eru svo enn færri sem hafa fasta búsetu í eyjunni allt árið um kring. Þrátt fyrir þessa fækkun eru íbúar bjartsýnir á framhaldið hvað varðar búsetu og atvinnuþróun. „Auðvitað eru menn bjartsýnir, það þýðir ekkert annað, menn verða bara að vera það,“ segir Jóhannes Henningsson útgerðarmaður í Grímsey. Hann segir að lífið í þar sé gott. „Ég myndi segja að það séu bara forréttindi að fá að búa hérna.“Miklu meira líf áður fyrr Grímsey er einn átta byggðarkjarna sem flokkast sem „Brothætt byggð“ sem Byggðastofnun hefur haldið þétt utan um vegna þeirra þróunar sem hefur átt sér stað varðandi fólksfækkun og þverrandi atvinnutækifæri. Verkefnið í eyjunni er nefnt Glæðum Grímsey. Grímsey sameinaðist Akureyrarbæ árið 2009 en í áratugi var Bjarni Reykjalín Magnússon, hreppstjóri í eyjunni. „Þetta var miklu meira líf þá heldur en núna. Maður finnur orðið mikið fyrir því, þetta er orðið miklu færra,“ segir Bjarni. Bjarni segir að Grímseyingar hafi verið flestir þegar seinni heimsstyrjöldin byrjaði, þá voru þar kannski í kringum 140 íbúar. „Þetta var ömurlegt þegar það voru kannski þrjár vikur á milli ferða eins og þegar ég var ungur maður.“ Halla Ingólfsdóttir ferðamálafræðingur sem býr í Grímsey segir að nú sem mikil tækifæri til þess að fólk nýtt fólk til Grímseyjar og gamla heima menn til þess að snúa til baka. „Ég vil meina að það sé hægt og það sé allavega þess virði að reyna það.“ Grímsey Tengdar fréttir Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00 Jarðskjálftahrina við Grímsey: Stærstu skjálftarnir eins og keyrt sé á húsið Íbúar í Grímsey taka jarðhræringum í og við eyjuna af æðruleysi og stressa sig ekkert endilega á því þó að talað sé um að stærri skjálfti geti orðið. 22. febrúar 2018 22:00 Óvissustigi aflétt vegna jarðskjálfta í Grímsey Eftir sem áður mun Veðurstofan halda áfram að vakta jarðskjálftavirkni á og við Ísland og upplýsa almannavarnir eftir því sem tilefni er til. 1. mars 2018 15:56 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Raunveruleg hætta er á að íbúabyggð í Grímsey geti lagst af haldi íbúum áfram að fækka og áfram verði skorið niður í aflaheimildum. Íbúar sem búa í eyjunni allt árið um kring vilja blása til sóknar. Mikil fólksfækkun hefur verið í Grímsey á undanförnum árum þó sérstaklega frá aldamótum en þá voru 98 einstaklingar skráðir með lögheimili í eyjunni. Samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofu Íslands voru þeir færri en 70 í loks árs 2016. Þeir eru svo enn færri sem hafa fasta búsetu í eyjunni allt árið um kring. Þrátt fyrir þessa fækkun eru íbúar bjartsýnir á framhaldið hvað varðar búsetu og atvinnuþróun. „Auðvitað eru menn bjartsýnir, það þýðir ekkert annað, menn verða bara að vera það,“ segir Jóhannes Henningsson útgerðarmaður í Grímsey. Hann segir að lífið í þar sé gott. „Ég myndi segja að það séu bara forréttindi að fá að búa hérna.“Miklu meira líf áður fyrr Grímsey er einn átta byggðarkjarna sem flokkast sem „Brothætt byggð“ sem Byggðastofnun hefur haldið þétt utan um vegna þeirra þróunar sem hefur átt sér stað varðandi fólksfækkun og þverrandi atvinnutækifæri. Verkefnið í eyjunni er nefnt Glæðum Grímsey. Grímsey sameinaðist Akureyrarbæ árið 2009 en í áratugi var Bjarni Reykjalín Magnússon, hreppstjóri í eyjunni. „Þetta var miklu meira líf þá heldur en núna. Maður finnur orðið mikið fyrir því, þetta er orðið miklu færra,“ segir Bjarni. Bjarni segir að Grímseyingar hafi verið flestir þegar seinni heimsstyrjöldin byrjaði, þá voru þar kannski í kringum 140 íbúar. „Þetta var ömurlegt þegar það voru kannski þrjár vikur á milli ferða eins og þegar ég var ungur maður.“ Halla Ingólfsdóttir ferðamálafræðingur sem býr í Grímsey segir að nú sem mikil tækifæri til þess að fólk nýtt fólk til Grímseyjar og gamla heima menn til þess að snúa til baka. „Ég vil meina að það sé hægt og það sé allavega þess virði að reyna það.“
Grímsey Tengdar fréttir Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00 Jarðskjálftahrina við Grímsey: Stærstu skjálftarnir eins og keyrt sé á húsið Íbúar í Grímsey taka jarðhræringum í og við eyjuna af æðruleysi og stressa sig ekkert endilega á því þó að talað sé um að stærri skjálfti geti orðið. 22. febrúar 2018 22:00 Óvissustigi aflétt vegna jarðskjálfta í Grímsey Eftir sem áður mun Veðurstofan halda áfram að vakta jarðskjálftavirkni á og við Ísland og upplýsa almannavarnir eftir því sem tilefni er til. 1. mars 2018 15:56 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Góð veiði undanfarið hjá sjómönnum í Grímsey Skerðing fiskkvóta hefur haft mikið að segja um þá fólksfækkun sem hefur orðið í Grímsey. 2. mars 2018 21:00
Jarðskjálftahrina við Grímsey: Stærstu skjálftarnir eins og keyrt sé á húsið Íbúar í Grímsey taka jarðhræringum í og við eyjuna af æðruleysi og stressa sig ekkert endilega á því þó að talað sé um að stærri skjálfti geti orðið. 22. febrúar 2018 22:00
Óvissustigi aflétt vegna jarðskjálfta í Grímsey Eftir sem áður mun Veðurstofan halda áfram að vakta jarðskjálftavirkni á og við Ísland og upplýsa almannavarnir eftir því sem tilefni er til. 1. mars 2018 15:56