Ók af vettvangi þar sem þrjár ungar konur slösuðust Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2018 09:45 Svona fór fyrir bílnum en karlmaðurinn er sagður hafa ekið á brott án þess að aðstoða ungu konurnar þrjár. Karlmaður um tvítugt sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Kópavogi síðdegis laugardaginn 24. febrúar. Málið er til meðferðar hjá héraðsdómstól Reykjavíkur. Karlinn er sakaður um að hafa viljandi ekið bíl sínum á annan bíl á Hafnarfjarðarvegi við frárein upp í Hamraborg. Þrjár konur voru í hinum bílnum sem valt og slösuðust þær allar. Ók karlinn af vettvangi og sinnti þannig ekki skyldu sinni við umferðarslys eins og segir í ákærunni sem er tvískipt. Annars vegar er hann sakaður um sérstaklega hættulega líkamsárás fyrir að hafa með ásetningi ekið á hinn bílinn sem skall á vegriði og valt utan vegar. Kona undir tvítugu, sem ók hinum bílnum, hlaut heilahristing, tognaði á hálsi og brjósthrygg auk þess að fá skrámur á hönd og fingri. Farþegarnir, kona undir tvítugu og ólögráða stúlka, slösuðust sömuleiðis. Tognuðu þær á hálsi og brjósthrygg ásamt því að önnur fékk mar á lunga og kviðvegg en hin yfirborðsáverka á mjaðmagrind. Karlinn er hins vegar sakaður um hættubrot og umferðarlagabrot með því að hafa ekið bílnum án ökuréttinda um miðjan dag á fjölfarinni akbraut án nægjanlegrar aðgæslu og varúðar með fyrrnefndum afleiðingum. Í kjölfarið sinnti hann ekki skyldum sínum við umferðarslys heldur ók rakleiðis af vettvangi án þess að gæta að farþegum bifreiðar. Með akstrinum er hann sagður hafa raskað umferðaröryggi á alfaraleið og stofnað á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu kvennanna í hinum bílnum í augljósan háska sem og annarra vegfarenda. Karlmaðurinn á að baki tveggja mánaða fangelsisdóm fyrir líkamsárás. Kópavogur Lögreglumál Samgönguslys Tengdar fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á Hafnarfjarðarvegi Bíl ekið á ljósastaur. 24. febrúar 2018 14:50 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Karlmaður um tvítugt sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Kópavogi síðdegis laugardaginn 24. febrúar. Málið er til meðferðar hjá héraðsdómstól Reykjavíkur. Karlinn er sakaður um að hafa viljandi ekið bíl sínum á annan bíl á Hafnarfjarðarvegi við frárein upp í Hamraborg. Þrjár konur voru í hinum bílnum sem valt og slösuðust þær allar. Ók karlinn af vettvangi og sinnti þannig ekki skyldu sinni við umferðarslys eins og segir í ákærunni sem er tvískipt. Annars vegar er hann sakaður um sérstaklega hættulega líkamsárás fyrir að hafa með ásetningi ekið á hinn bílinn sem skall á vegriði og valt utan vegar. Kona undir tvítugu, sem ók hinum bílnum, hlaut heilahristing, tognaði á hálsi og brjósthrygg auk þess að fá skrámur á hönd og fingri. Farþegarnir, kona undir tvítugu og ólögráða stúlka, slösuðust sömuleiðis. Tognuðu þær á hálsi og brjósthrygg ásamt því að önnur fékk mar á lunga og kviðvegg en hin yfirborðsáverka á mjaðmagrind. Karlinn er hins vegar sakaður um hættubrot og umferðarlagabrot með því að hafa ekið bílnum án ökuréttinda um miðjan dag á fjölfarinni akbraut án nægjanlegrar aðgæslu og varúðar með fyrrnefndum afleiðingum. Í kjölfarið sinnti hann ekki skyldum sínum við umferðarslys heldur ók rakleiðis af vettvangi án þess að gæta að farþegum bifreiðar. Með akstrinum er hann sagður hafa raskað umferðaröryggi á alfaraleið og stofnað á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu kvennanna í hinum bílnum í augljósan háska sem og annarra vegfarenda. Karlmaðurinn á að baki tveggja mánaða fangelsisdóm fyrir líkamsárás.
Kópavogur Lögreglumál Samgönguslys Tengdar fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á Hafnarfjarðarvegi Bíl ekið á ljósastaur. 24. febrúar 2018 14:50 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys á Hafnarfjarðarvegi Bíl ekið á ljósastaur. 24. febrúar 2018 14:50