Einkunnir Íslands: Albert bestur gegn Katar 19. nóvember 2018 20:24 Albert er að setja pressu á Erik Hamrén, landsliðsþjálfara. vísir/getty Ísland og Katar gerðu 2-2 jafntefli er liðin mættust í vináttulandsleik í Eupen í Belgíu en þetta var síðasti leikur Íslands á árinu. Katar komst yfir á þriðju mínútu en Ísland náði að snúa leiknum sér í hag með mörkum frá Ara Frey Skúlasyni og Kolbeini Sigþórssyni. Katar náði að jafna metin er tæpur stundarfrjórðungur var til leiksloka. Lokatölur 2-2. Það var fátt um fína drætti hjá íslenska liðinu í kvöld og að mati Vísis var það Albert Guðmundsson sem stóð sig hvað best í kvöld.Byrjunarlið:Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 4 Rúnar er ekki að gera mikið til þess að slá út Hannes Halldórsson. Spurningarmerki með hann í báðum mörkum sem Katar skoraði í leiknum og hann kom sér einnig í vandræði í fyrri hálfleiknum er hann reyndi að leika á framherja Katar.Rúrik Gíslason, hægri vængbakvörður 5 Átti nokkra góða spretti upp völlinn en lenti af og til í vandræðum maður á móti manni í varnarleiknum. Gefur okkur mikið sóknarlega en gegn sterkari aðilum gæti það verið áhættusamt að hafa Rúrik í hægri vængbakverðinum.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 6 Stóð sína vakt í varnarleiknum og í raun afar lítið hægt að setja út á varnarlínu liðsins í þessum leik. Bæði mörk Katar koma eftir þrumuskot. Hann vildi væntanlega fá betri föst leikatriði því hann náði lítið að gera sig gildandi í þeim og það er eitthvað sem við verðum að nýta betur.Kári Árnason, miðvörður 5 Stóð vaktina vel meðan hann var inn á en fyrirliði kvöldsins þurfti að fara snemma af velli vegna meiðsla. Fór af velli eftir hálftíma leik.Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður 5 Ágætur varnarlega. Eins og sagt í fyrri umsögnum um varnarmenn liðsins reyndi lítið á varnarleikinn en Hörður er áfram í vandræðum sóknarlega með sendingar upp völlinn.Ari Freyr Skúlason, vinstri vængbakvörður 6 Var öflugur í kvöld. Skoraði flott mark beint úr aukaspyrnu og var ógnandi upp völlinn er við sóttum. Kom sér í eitt gott færi en var of lengi að athafna sig. Fínn leikur hjá Ara.Eggert Gunnþór Jónsson, miðjumaður 6 Skilaði því sem hann átti að skila í kvöld eftir langa fjarveru frá landsliðinu. Var fínn á miðjunni varnarlega en var lítið áberandi í sóknarleiknum sem er afar eðlilegt því það er ekki hans hlutverk. Fín frammistaða hjá Eggerti sem getur verið ánægður með endurkomuna.Arnór Sigurðsson, miðjumaður 6 Ungi strákurinn var ekki mikið sýnilegur í kvöld. Skilaði boltanum einfaldlega frá sér þegar hann fékk hann en var lítt áberandi eins og fleiri leikmenn íslenska liðsins í kvöld. Er samt kominn inn og stækkar landsliðshópinn okkar. Gerir klárlega tilkall fyrir næsta verkefni eftir þennan landsliðsglugga.Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 5 Lítið í takt við leikinn. Hljóð og barðist eins og alltaf en var lítið áberandi er við reyndum að byggja upp einhvern sóknarleik. Þarf að gera enn meira í svona leikjum vilji hann halda sér í hópnum og hvað þá byrjunarliðinu.Albert Guðmundsson, sóknarmaður 7 Maður leiksins í nokkuð flöti íslensku liði í kvöld. Drengurinn er með trufluð gæði. Nokkrum sinnum datt hann í gírinn og þá litu varnarmenn Katar ansi illa út. Var sér í lagi öflugur í fyrri hálfleik en týndist aðeins í þeim síðari. Gæti orðið X-faktor í undankeppninni fyrir EM 2020 og rúmlega það.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 7 Komst vel frá leiknum. Var sterkur í föstum leikatriðum auk þess sem hann var góður batti er Ísland spilaði sig upp völlinn. Stór og sterkur. Fín frammistaða. Skoraði af vítapunktinum í síðari hálfeik og það er líklega þungu, þungu fargi af kappanum létt.Varamenn:Hjörtur Hermannsson - (Kom inn á fyrir Kára Árnason á 34. mínútu) 5 Gleymdi sér í einni fyrirgjöf en spilaði annars ágætlega.Andri Rúnar Bjarnason - (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 61. mínútu) 5 Komst lítið í takt við leikinn.Guðlaug Victor Pálsson - (Kom inn á fyrir Eggert Gunnþór Jónsson á 61. mínútu) 5 Komst lítið í takt við leikinn.Samúel Kári Friðjónsson - (Kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 75. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.Birkir Már Sævarsson - (Kom inn á fyrir Rúrik Gíslason á 75. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn. Fótbolti Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Ísland og Katar gerðu 2-2 jafntefli er liðin mættust í vináttulandsleik í Eupen í Belgíu en þetta var síðasti leikur Íslands á árinu. Katar komst yfir á þriðju mínútu en Ísland náði að snúa leiknum sér í hag með mörkum frá Ara Frey Skúlasyni og Kolbeini Sigþórssyni. Katar náði að jafna metin er tæpur stundarfrjórðungur var til leiksloka. Lokatölur 2-2. Það var fátt um fína drætti hjá íslenska liðinu í kvöld og að mati Vísis var það Albert Guðmundsson sem stóð sig hvað best í kvöld.Byrjunarlið:Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 4 Rúnar er ekki að gera mikið til þess að slá út Hannes Halldórsson. Spurningarmerki með hann í báðum mörkum sem Katar skoraði í leiknum og hann kom sér einnig í vandræði í fyrri hálfleiknum er hann reyndi að leika á framherja Katar.Rúrik Gíslason, hægri vængbakvörður 5 Átti nokkra góða spretti upp völlinn en lenti af og til í vandræðum maður á móti manni í varnarleiknum. Gefur okkur mikið sóknarlega en gegn sterkari aðilum gæti það verið áhættusamt að hafa Rúrik í hægri vængbakverðinum.Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 6 Stóð sína vakt í varnarleiknum og í raun afar lítið hægt að setja út á varnarlínu liðsins í þessum leik. Bæði mörk Katar koma eftir þrumuskot. Hann vildi væntanlega fá betri föst leikatriði því hann náði lítið að gera sig gildandi í þeim og það er eitthvað sem við verðum að nýta betur.Kári Árnason, miðvörður 5 Stóð vaktina vel meðan hann var inn á en fyrirliði kvöldsins þurfti að fara snemma af velli vegna meiðsla. Fór af velli eftir hálftíma leik.Hörður Björgvin Magnússon, miðvörður 5 Ágætur varnarlega. Eins og sagt í fyrri umsögnum um varnarmenn liðsins reyndi lítið á varnarleikinn en Hörður er áfram í vandræðum sóknarlega með sendingar upp völlinn.Ari Freyr Skúlason, vinstri vængbakvörður 6 Var öflugur í kvöld. Skoraði flott mark beint úr aukaspyrnu og var ógnandi upp völlinn er við sóttum. Kom sér í eitt gott færi en var of lengi að athafna sig. Fínn leikur hjá Ara.Eggert Gunnþór Jónsson, miðjumaður 6 Skilaði því sem hann átti að skila í kvöld eftir langa fjarveru frá landsliðinu. Var fínn á miðjunni varnarlega en var lítið áberandi í sóknarleiknum sem er afar eðlilegt því það er ekki hans hlutverk. Fín frammistaða hjá Eggerti sem getur verið ánægður með endurkomuna.Arnór Sigurðsson, miðjumaður 6 Ungi strákurinn var ekki mikið sýnilegur í kvöld. Skilaði boltanum einfaldlega frá sér þegar hann fékk hann en var lítt áberandi eins og fleiri leikmenn íslenska liðsins í kvöld. Er samt kominn inn og stækkar landsliðshópinn okkar. Gerir klárlega tilkall fyrir næsta verkefni eftir þennan landsliðsglugga.Arnór Ingvi Traustason, miðjumaður 5 Lítið í takt við leikinn. Hljóð og barðist eins og alltaf en var lítið áberandi er við reyndum að byggja upp einhvern sóknarleik. Þarf að gera enn meira í svona leikjum vilji hann halda sér í hópnum og hvað þá byrjunarliðinu.Albert Guðmundsson, sóknarmaður 7 Maður leiksins í nokkuð flöti íslensku liði í kvöld. Drengurinn er með trufluð gæði. Nokkrum sinnum datt hann í gírinn og þá litu varnarmenn Katar ansi illa út. Var sér í lagi öflugur í fyrri hálfleik en týndist aðeins í þeim síðari. Gæti orðið X-faktor í undankeppninni fyrir EM 2020 og rúmlega það.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 7 Komst vel frá leiknum. Var sterkur í föstum leikatriðum auk þess sem hann var góður batti er Ísland spilaði sig upp völlinn. Stór og sterkur. Fín frammistaða. Skoraði af vítapunktinum í síðari hálfeik og það er líklega þungu, þungu fargi af kappanum létt.Varamenn:Hjörtur Hermannsson - (Kom inn á fyrir Kára Árnason á 34. mínútu) 5 Gleymdi sér í einni fyrirgjöf en spilaði annars ágætlega.Andri Rúnar Bjarnason - (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 61. mínútu) 5 Komst lítið í takt við leikinn.Guðlaug Victor Pálsson - (Kom inn á fyrir Eggert Gunnþór Jónsson á 61. mínútu) 5 Komst lítið í takt við leikinn.Samúel Kári Friðjónsson - (Kom inn á fyrir Arnór Sigurðsson á 75. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.Birkir Már Sævarsson - (Kom inn á fyrir Rúrik Gíslason á 75. mínútu) Spilaði of lítið til að fá einkunn.
Fótbolti Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira