Eiga líka líf utan vinnu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. nóvember 2018 20:30 Um áttatíu prósent sautján ára barna á Íslandi hafa þegar aflað sér reynslu á vinnumarkaði, flest við verslun og þjónustu. Menntaskólanemendur segjast hafa heyrt ljótar sögur af reynslu jafnaldra sinna á vinnumarkaði og telja að auka þurfi fræðslu um réttindi barna á vinnumarkaði. Hagstofa Íslands birti í dag nýja greinagerð um þátttöku barna á íslenskum vinnumarkaði. Börn hefja aðlögun að einhverju marki að íslenskum vinnumarkaði við 13 ára og er atvinnuþátttaka mest yfir sumarmánuðina að því er fram kemur í greinagerðinni. Athygli vekur að hlutfall 17 ára barna á vinnumarkaði er almennt hærra en atvinnuþátttaka ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára yfir sumarmánuðina. Sé hlutfall starfandi barna skoðað eftir atvinnugreinum kemur í ljós að flest börn á aldrinum 13 til 17 ára starfa við heild- og smásöluverslun eða á bilinu 25-40 prósent þeirra sem vinna. Til samanburðar starfa innan við 20% ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára á vinnumarkaði við sambærileg störf.Oft á gráu svæði Atvinnuþátttaka barna var til umræðu á málþingi á vegum Umboðsmanns barna og Vinnueftirlitsins í dag þar sem fulltrúar ráðgjafanefndar Umboðsmanns barna lýstu reynslu sinni og sögum sem þau hafa heyrt af öðrum. „Til dæmis af fólki sem að hefur verið í mjög gráum aðstæðum á vinnumarkaði, mjög „sketsí“ hlutir í gangi. Fólki borgað á svörtu fyrir að tilkynna ekki alvarleg vinnuslys,“ segir Kristján Helgason, 18 ára nemandi við Menntaskólann í Hamrahlíð.En hvað þurfa vinnuveitendur sem hafa börn og unglinga í vinnu að hafa í huga? „Að krakkar eru stundum líka bara krakkar og það þarf að skilja það að krakkar eru krakkar. Þeir eiga líf líka utan vinnu, þeir eru í skóla og þurfa að læra og geta ekki verið alltaf að vinna bara stanslaust,“ segir Vigdís Sóley Vignisdóttir, 16 ára nemi í MH. Aðspurð segjast þau ekki vera hlynnt því að settar verði of strangar reglur eða að lagt verði bann við atvinnuþátttöku barna. Þau telja jákvætt að börn á Íslandi hafi tækifæri til að kynnast vinnumarkaði svo lengi sem vel sé hugað að réttindum þeirra, fræðslu og aðbúnaði. „Mér finnst að krakkar eigi bara að hafa val um hvort þeir treysti sér að vinna eða vinna ekki,“ segir Vigdís og Kristján tekur í sama streng. „Af því að það er svo mikill skortur á fræðslu þá vita börn mjög lítið um þessi tæknilegu atriði sem að fylgja því að vera í vinnu og líka réttindi sín og skyldur. Það þarf bara að sýna því svolítið tillit, að minnsta kosti þangað til að þessi fræðsla er komin í gang og það er hægt að treysta því að þau séu með allt á hreinu.“ Tengdar fréttir Allt að þúsund króna munur á tímakaupi í vinnuskóla sveitarfélaganna Dæmi eru um að nemendur í 8. bekk fái hátt í þúsund krónum lægri laun á tímann fyrir störf sín í vinnuskólanum en jafnaldrar þeirra í öðrum sveitarfélögum. Atvinnuþátttaka barna er hvergi á Vesturlöndum jafn mikil og hér á landi. 7. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Sjá meira
Um áttatíu prósent sautján ára barna á Íslandi hafa þegar aflað sér reynslu á vinnumarkaði, flest við verslun og þjónustu. Menntaskólanemendur segjast hafa heyrt ljótar sögur af reynslu jafnaldra sinna á vinnumarkaði og telja að auka þurfi fræðslu um réttindi barna á vinnumarkaði. Hagstofa Íslands birti í dag nýja greinagerð um þátttöku barna á íslenskum vinnumarkaði. Börn hefja aðlögun að einhverju marki að íslenskum vinnumarkaði við 13 ára og er atvinnuþátttaka mest yfir sumarmánuðina að því er fram kemur í greinagerðinni. Athygli vekur að hlutfall 17 ára barna á vinnumarkaði er almennt hærra en atvinnuþátttaka ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára yfir sumarmánuðina. Sé hlutfall starfandi barna skoðað eftir atvinnugreinum kemur í ljós að flest börn á aldrinum 13 til 17 ára starfa við heild- og smásöluverslun eða á bilinu 25-40 prósent þeirra sem vinna. Til samanburðar starfa innan við 20% ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára á vinnumarkaði við sambærileg störf.Oft á gráu svæði Atvinnuþátttaka barna var til umræðu á málþingi á vegum Umboðsmanns barna og Vinnueftirlitsins í dag þar sem fulltrúar ráðgjafanefndar Umboðsmanns barna lýstu reynslu sinni og sögum sem þau hafa heyrt af öðrum. „Til dæmis af fólki sem að hefur verið í mjög gráum aðstæðum á vinnumarkaði, mjög „sketsí“ hlutir í gangi. Fólki borgað á svörtu fyrir að tilkynna ekki alvarleg vinnuslys,“ segir Kristján Helgason, 18 ára nemandi við Menntaskólann í Hamrahlíð.En hvað þurfa vinnuveitendur sem hafa börn og unglinga í vinnu að hafa í huga? „Að krakkar eru stundum líka bara krakkar og það þarf að skilja það að krakkar eru krakkar. Þeir eiga líf líka utan vinnu, þeir eru í skóla og þurfa að læra og geta ekki verið alltaf að vinna bara stanslaust,“ segir Vigdís Sóley Vignisdóttir, 16 ára nemi í MH. Aðspurð segjast þau ekki vera hlynnt því að settar verði of strangar reglur eða að lagt verði bann við atvinnuþátttöku barna. Þau telja jákvætt að börn á Íslandi hafi tækifæri til að kynnast vinnumarkaði svo lengi sem vel sé hugað að réttindum þeirra, fræðslu og aðbúnaði. „Mér finnst að krakkar eigi bara að hafa val um hvort þeir treysti sér að vinna eða vinna ekki,“ segir Vigdís og Kristján tekur í sama streng. „Af því að það er svo mikill skortur á fræðslu þá vita börn mjög lítið um þessi tæknilegu atriði sem að fylgja því að vera í vinnu og líka réttindi sín og skyldur. Það þarf bara að sýna því svolítið tillit, að minnsta kosti þangað til að þessi fræðsla er komin í gang og það er hægt að treysta því að þau séu með allt á hreinu.“
Tengdar fréttir Allt að þúsund króna munur á tímakaupi í vinnuskóla sveitarfélaganna Dæmi eru um að nemendur í 8. bekk fái hátt í þúsund krónum lægri laun á tímann fyrir störf sín í vinnuskólanum en jafnaldrar þeirra í öðrum sveitarfélögum. Atvinnuþátttaka barna er hvergi á Vesturlöndum jafn mikil og hér á landi. 7. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fleiri fréttir Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Sjá meira
Allt að þúsund króna munur á tímakaupi í vinnuskóla sveitarfélaganna Dæmi eru um að nemendur í 8. bekk fái hátt í þúsund krónum lægri laun á tímann fyrir störf sín í vinnuskólanum en jafnaldrar þeirra í öðrum sveitarfélögum. Atvinnuþátttaka barna er hvergi á Vesturlöndum jafn mikil og hér á landi. 7. nóvember 2018 20:30