Bíleigendur komi í veg fyrir lögbrot annarra: „Skemmtileg bjartsýni hjá löggjafanum“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. júlí 2018 20:00 Hægt verður að sekta bíleigendur fyrir lögbrot sem aðrir fremja við notkun bílsins verði drög að nýjum umferðarlögum að veruleika. Sérfræðingur telur ýmislegt athugavert við frumvarpið og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir óásættanlegt að setja lög sem miða beinlínis að því að refsa röngum aðilum. Í 93. grein frumvarpsdraganna segir meðal annars að gera megi eiganda eða umráðamanni vélknúins ökutækis sekt ef ökutækið er notað við hraðakstursbrot eða akstur gegn rauðu ljósi, og brotið næst í löggæslumyndavél. Ekki er gerð krafa um neina þátttöku bíleigandans í brotinu.Ákvæðum af þessum toga farið fækkandi „Þetta eru svona ákvæði sem eru algjör undantekning í íslenskri refsilöggjöf og hefur farið fækkandi á síðustu árum, enda hafa nokkur ákvæði raunar ekki verið talin nægilega skýr svo unnt sé að byggja á þeim sem refsiheimild,“ segir Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor í refsirétti við lagadeild Háskóla Íslands. „Við sem hagsmunasamtök getum bara ekki sætt okkur við að löggjafinn sé að setja reglur til að ná inn peningum frá röngum aðila,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um frumvarpsdrögin.Bíleigendur hafi virkt eftirlit með ökutæki sínu Ákvæðið er rökstutt með eins konar skilvirknissjónarmiðum, enda þurfi aðeins að ganga úr skugga um hver sé eigandi eða umráðamaður til að beita sektum. Þá segir einnig að að bíleigendum sé með þessu gert skylt að hafa virkt eftirlit með ökutækinu og gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir lögbrot annarra. Jón Þór segir að þó slík ákvæði standist í sjálfu sér Mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá virðist frumvarpið þarfnast nokkurrar endurskoðunar. „Aukinheldur finnst mér skemmtileg bjartsýni hjá löggjafanum eins og kemur fram í frumvarpsdrögunum að umráðamenn eða eigendur bifreiðar eigi að geta komið í veg fyrir brot annarra með því að lána þeim bifreiðina. Það er í raun ekkert skýrt hvernig það á að vera, er það bara með einföldu tiltali?“ segir Jón Þór.Bílaleigur taka skellinn Jóhannes bendir á að reglurnar bitni sérstaklega á bílaleigum, sem geta ekki einhliða rukkað ferðamenn um sektir – þegar þeir eru farnir úr landi - vegna reglna í kortaviðskiptum. Erfitt sé fyrir slík fyrirtæki að koma í veg fyrir lögbrot viðskiptavina. „Í hverjum einasta bíl hjá flestum bílaleigum, ef ekki öllum, eru upplýsingar um hraðatakmarkanir á Íslandi. Það er öllum ljóst sem tekið hafa ökupróf að þeim skal fylgja, það er ekkert öðruvísi á Íslandi heldur en annars staðar. Þannig að þetta eru skringilegar ástæður,“ segir Jóhannes. Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira
Hægt verður að sekta bíleigendur fyrir lögbrot sem aðrir fremja við notkun bílsins verði drög að nýjum umferðarlögum að veruleika. Sérfræðingur telur ýmislegt athugavert við frumvarpið og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir óásættanlegt að setja lög sem miða beinlínis að því að refsa röngum aðilum. Í 93. grein frumvarpsdraganna segir meðal annars að gera megi eiganda eða umráðamanni vélknúins ökutækis sekt ef ökutækið er notað við hraðakstursbrot eða akstur gegn rauðu ljósi, og brotið næst í löggæslumyndavél. Ekki er gerð krafa um neina þátttöku bíleigandans í brotinu.Ákvæðum af þessum toga farið fækkandi „Þetta eru svona ákvæði sem eru algjör undantekning í íslenskri refsilöggjöf og hefur farið fækkandi á síðustu árum, enda hafa nokkur ákvæði raunar ekki verið talin nægilega skýr svo unnt sé að byggja á þeim sem refsiheimild,“ segir Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor í refsirétti við lagadeild Háskóla Íslands. „Við sem hagsmunasamtök getum bara ekki sætt okkur við að löggjafinn sé að setja reglur til að ná inn peningum frá röngum aðila,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um frumvarpsdrögin.Bíleigendur hafi virkt eftirlit með ökutæki sínu Ákvæðið er rökstutt með eins konar skilvirknissjónarmiðum, enda þurfi aðeins að ganga úr skugga um hver sé eigandi eða umráðamaður til að beita sektum. Þá segir einnig að að bíleigendum sé með þessu gert skylt að hafa virkt eftirlit með ökutækinu og gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir lögbrot annarra. Jón Þór segir að þó slík ákvæði standist í sjálfu sér Mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá virðist frumvarpið þarfnast nokkurrar endurskoðunar. „Aukinheldur finnst mér skemmtileg bjartsýni hjá löggjafanum eins og kemur fram í frumvarpsdrögunum að umráðamenn eða eigendur bifreiðar eigi að geta komið í veg fyrir brot annarra með því að lána þeim bifreiðina. Það er í raun ekkert skýrt hvernig það á að vera, er það bara með einföldu tiltali?“ segir Jón Þór.Bílaleigur taka skellinn Jóhannes bendir á að reglurnar bitni sérstaklega á bílaleigum, sem geta ekki einhliða rukkað ferðamenn um sektir – þegar þeir eru farnir úr landi - vegna reglna í kortaviðskiptum. Erfitt sé fyrir slík fyrirtæki að koma í veg fyrir lögbrot viðskiptavina. „Í hverjum einasta bíl hjá flestum bílaleigum, ef ekki öllum, eru upplýsingar um hraðatakmarkanir á Íslandi. Það er öllum ljóst sem tekið hafa ökupróf að þeim skal fylgja, það er ekkert öðruvísi á Íslandi heldur en annars staðar. Þannig að þetta eru skringilegar ástæður,“ segir Jóhannes.
Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira