Bíleigendur komi í veg fyrir lögbrot annarra: „Skemmtileg bjartsýni hjá löggjafanum“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. júlí 2018 20:00 Hægt verður að sekta bíleigendur fyrir lögbrot sem aðrir fremja við notkun bílsins verði drög að nýjum umferðarlögum að veruleika. Sérfræðingur telur ýmislegt athugavert við frumvarpið og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir óásættanlegt að setja lög sem miða beinlínis að því að refsa röngum aðilum. Í 93. grein frumvarpsdraganna segir meðal annars að gera megi eiganda eða umráðamanni vélknúins ökutækis sekt ef ökutækið er notað við hraðakstursbrot eða akstur gegn rauðu ljósi, og brotið næst í löggæslumyndavél. Ekki er gerð krafa um neina þátttöku bíleigandans í brotinu.Ákvæðum af þessum toga farið fækkandi „Þetta eru svona ákvæði sem eru algjör undantekning í íslenskri refsilöggjöf og hefur farið fækkandi á síðustu árum, enda hafa nokkur ákvæði raunar ekki verið talin nægilega skýr svo unnt sé að byggja á þeim sem refsiheimild,“ segir Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor í refsirétti við lagadeild Háskóla Íslands. „Við sem hagsmunasamtök getum bara ekki sætt okkur við að löggjafinn sé að setja reglur til að ná inn peningum frá röngum aðila,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um frumvarpsdrögin.Bíleigendur hafi virkt eftirlit með ökutæki sínu Ákvæðið er rökstutt með eins konar skilvirknissjónarmiðum, enda þurfi aðeins að ganga úr skugga um hver sé eigandi eða umráðamaður til að beita sektum. Þá segir einnig að að bíleigendum sé með þessu gert skylt að hafa virkt eftirlit með ökutækinu og gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir lögbrot annarra. Jón Þór segir að þó slík ákvæði standist í sjálfu sér Mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá virðist frumvarpið þarfnast nokkurrar endurskoðunar. „Aukinheldur finnst mér skemmtileg bjartsýni hjá löggjafanum eins og kemur fram í frumvarpsdrögunum að umráðamenn eða eigendur bifreiðar eigi að geta komið í veg fyrir brot annarra með því að lána þeim bifreiðina. Það er í raun ekkert skýrt hvernig það á að vera, er það bara með einföldu tiltali?“ segir Jón Þór.Bílaleigur taka skellinn Jóhannes bendir á að reglurnar bitni sérstaklega á bílaleigum, sem geta ekki einhliða rukkað ferðamenn um sektir – þegar þeir eru farnir úr landi - vegna reglna í kortaviðskiptum. Erfitt sé fyrir slík fyrirtæki að koma í veg fyrir lögbrot viðskiptavina. „Í hverjum einasta bíl hjá flestum bílaleigum, ef ekki öllum, eru upplýsingar um hraðatakmarkanir á Íslandi. Það er öllum ljóst sem tekið hafa ökupróf að þeim skal fylgja, það er ekkert öðruvísi á Íslandi heldur en annars staðar. Þannig að þetta eru skringilegar ástæður,“ segir Jóhannes. Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Hægt verður að sekta bíleigendur fyrir lögbrot sem aðrir fremja við notkun bílsins verði drög að nýjum umferðarlögum að veruleika. Sérfræðingur telur ýmislegt athugavert við frumvarpið og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir óásættanlegt að setja lög sem miða beinlínis að því að refsa röngum aðilum. Í 93. grein frumvarpsdraganna segir meðal annars að gera megi eiganda eða umráðamanni vélknúins ökutækis sekt ef ökutækið er notað við hraðakstursbrot eða akstur gegn rauðu ljósi, og brotið næst í löggæslumyndavél. Ekki er gerð krafa um neina þátttöku bíleigandans í brotinu.Ákvæðum af þessum toga farið fækkandi „Þetta eru svona ákvæði sem eru algjör undantekning í íslenskri refsilöggjöf og hefur farið fækkandi á síðustu árum, enda hafa nokkur ákvæði raunar ekki verið talin nægilega skýr svo unnt sé að byggja á þeim sem refsiheimild,“ segir Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor í refsirétti við lagadeild Háskóla Íslands. „Við sem hagsmunasamtök getum bara ekki sætt okkur við að löggjafinn sé að setja reglur til að ná inn peningum frá röngum aðila,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar um frumvarpsdrögin.Bíleigendur hafi virkt eftirlit með ökutæki sínu Ákvæðið er rökstutt með eins konar skilvirknissjónarmiðum, enda þurfi aðeins að ganga úr skugga um hver sé eigandi eða umráðamaður til að beita sektum. Þá segir einnig að að bíleigendum sé með þessu gert skylt að hafa virkt eftirlit með ökutækinu og gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir lögbrot annarra. Jón Þór segir að þó slík ákvæði standist í sjálfu sér Mannréttindasáttmála Evrópu og stjórnarskrá virðist frumvarpið þarfnast nokkurrar endurskoðunar. „Aukinheldur finnst mér skemmtileg bjartsýni hjá löggjafanum eins og kemur fram í frumvarpsdrögunum að umráðamenn eða eigendur bifreiðar eigi að geta komið í veg fyrir brot annarra með því að lána þeim bifreiðina. Það er í raun ekkert skýrt hvernig það á að vera, er það bara með einföldu tiltali?“ segir Jón Þór.Bílaleigur taka skellinn Jóhannes bendir á að reglurnar bitni sérstaklega á bílaleigum, sem geta ekki einhliða rukkað ferðamenn um sektir – þegar þeir eru farnir úr landi - vegna reglna í kortaviðskiptum. Erfitt sé fyrir slík fyrirtæki að koma í veg fyrir lögbrot viðskiptavina. „Í hverjum einasta bíl hjá flestum bílaleigum, ef ekki öllum, eru upplýsingar um hraðatakmarkanir á Íslandi. Það er öllum ljóst sem tekið hafa ökupróf að þeim skal fylgja, það er ekkert öðruvísi á Íslandi heldur en annars staðar. Þannig að þetta eru skringilegar ástæður,“ segir Jóhannes.
Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira