Grunur um að bréfsprengja hafi verið send Soros Kjartan Kjartansson skrifar 23. október 2018 10:34 George Soros er vondi kallinn í augum margra hægriöfgamanna. Vísir/Getty Sprengjusveit eyddi sendingu sem grunur leikur á að hafi verið bréfsprengja sem send var á heimili milljarðamæringsins George Soros í New York í Bandaríkjunum. Soros hefur verið skotspónn hægriöfgamanna sem telja hann að baki flestu þess sem þeim mislíkar. Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar nú sendinguna. Aðstoðarmaður Soros fann bréfið í pósthólfi hans í bænum Bedford í Westchester-sýslu í New York-ríki í gær. Þegar hann opnaði það kom í ljós það sem virtist vera sprengja. Farið var með það í skóglendi í nágrenninu þar sem því var eytt. Soros var ekki heima þegar uppákoman átti sér stað, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Soros hefur stutt ýmis frjálslynd verkefni víða um heim, meðal annars á sviði mannréttinda og lýðræðis. Í Bandaríkjunum hefur hann stutt Demókrataflokkinn og forsetaframbjóðendur þeirra. Fyrir vikið hafa samsæriskenningasmiðir af hægri vængnum rægt Soros og haldið því fram að hann hafi skipulagt alls kyns atburði á bak við tjöldin. Þannig telja þeir að Soros greiði fólki til að mótmæla og standi á einhvern hátt fyrir straumi flóttamanna til Evrópu. Samsæriskenningarnar hafa verið á lofti um að Soros hafi staðið að baki fjölmennri kvennagöngu sem beindist að miklu leyti gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta og skipulagt ofbeldisverk í borginni Charlottesville til þess að koma óorði á hægrimenn. Tengdar fréttir Góðgerðafélag Soros flýr kúgunartilburði í Ungverjalandi Ríkisstjórn Viktors Orban hefur gert George Soros að grýlu sem grafi undan þjóðmenningu landsins með því að hvetja flóttamenn til að koma til Ungverjalands. 15. maí 2018 10:33 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Sjá meira
Sprengjusveit eyddi sendingu sem grunur leikur á að hafi verið bréfsprengja sem send var á heimili milljarðamæringsins George Soros í New York í Bandaríkjunum. Soros hefur verið skotspónn hægriöfgamanna sem telja hann að baki flestu þess sem þeim mislíkar. Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakar nú sendinguna. Aðstoðarmaður Soros fann bréfið í pósthólfi hans í bænum Bedford í Westchester-sýslu í New York-ríki í gær. Þegar hann opnaði það kom í ljós það sem virtist vera sprengja. Farið var með það í skóglendi í nágrenninu þar sem því var eytt. Soros var ekki heima þegar uppákoman átti sér stað, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Soros hefur stutt ýmis frjálslynd verkefni víða um heim, meðal annars á sviði mannréttinda og lýðræðis. Í Bandaríkjunum hefur hann stutt Demókrataflokkinn og forsetaframbjóðendur þeirra. Fyrir vikið hafa samsæriskenningasmiðir af hægri vængnum rægt Soros og haldið því fram að hann hafi skipulagt alls kyns atburði á bak við tjöldin. Þannig telja þeir að Soros greiði fólki til að mótmæla og standi á einhvern hátt fyrir straumi flóttamanna til Evrópu. Samsæriskenningarnar hafa verið á lofti um að Soros hafi staðið að baki fjölmennri kvennagöngu sem beindist að miklu leyti gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta og skipulagt ofbeldisverk í borginni Charlottesville til þess að koma óorði á hægrimenn.
Tengdar fréttir Góðgerðafélag Soros flýr kúgunartilburði í Ungverjalandi Ríkisstjórn Viktors Orban hefur gert George Soros að grýlu sem grafi undan þjóðmenningu landsins með því að hvetja flóttamenn til að koma til Ungverjalands. 15. maí 2018 10:33 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Sjá meira
Góðgerðafélag Soros flýr kúgunartilburði í Ungverjalandi Ríkisstjórn Viktors Orban hefur gert George Soros að grýlu sem grafi undan þjóðmenningu landsins með því að hvetja flóttamenn til að koma til Ungverjalands. 15. maí 2018 10:33