Segir umsagnarferlið til málamynda: „Umsagnir almennings hafa aldrei neitt vægi í svona ferli“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2018 22:07 Framkvæmdir HS Orku í Eldvörpum eru hafnar. Ellert Grétarsson „Þetta er mosagróið hraun sem er fágætt á heimsvísu, sem þeir eru að slétta þarna út,“ segir Ellert Grétarsson sem í mörg ár hefur barist gegn framkvæmdum HS Orku í Eldvörpum. Hann hefur skrifað fjölda pistla um náttúruvernd og nýlega tók hann drónamyndir af framkvæmdunum við gígaröðina. Um er að ræða rannsóknarboranir í Eldvörpum á Reykjanesi. Myndirnar sem sýna fyrsta borstæðið af þeim fimm sem fyrirhugað er að ráðast í, á svæðinu, hafa greinilega hreyft við þeim þúsund manns sem hafa deilt þeim á Facebook, enn sem komið er. Ljóst er að röskunin er mörgum á móti skapi og fjölda fólks stendur ekki á sama um náttúruna. „Við erum að tala um fimm svona borstæði sem eru hvert um sig um fimm þúsund fermetrar. Þetta er nánast ofan í gígaröðinni. Þetta er gígaröð frá þrettándu öld,“ segir Ellert í samtali við Vísi. Hann segir að það hafi reynst virkilega dapurlegt að horfa upp á „eyðilegginguna í Eldvörpum“.Um er að ræða allumfangsmikið óafturkræft rask á grónum og óröskuðum svæðum.Ellert GrétarssonÞað hefur nú verið hreyft við einhverjum mótbárum áður en leyfið var veitt ekki satt? „Jú, þetta fór í gegnum allt umsagnarferlið fyrir tveimur árum. Svona leyfisferli eru alltaf þannig – og ég er búinn að vera nógu lengi í þessari náttúruverndarbaráttu til að vita það – að niðurstaðan er alltaf fyrirfram ákveðin og umsagnir almennings hafa aldrei neitt vægi í svona ferli. Það er gömul saga og ný.“Er þetta bara til að friða almenning?„Já, umsögn Skipulagsstofnunar var mjög neikvæð. Umsagnarferlið er aldrei neitt annað en málamyndagjörningur. Sveitarfélögin og framkvæmdaaðilarnir eru löngu búnir að semja um niðurstöðuna áður en að umsóknarferlinu kemur. Við höfum séð þetta svo víða, við sáum nú hvernig þetta fór í Helguvík til dæmis, hvernig málin fóru þar. Það er hvorki hlustað á almenning né viðvaranir,“ segir Ellert. Samkvæmt Náttúrufræðistofnun Íslands, sem hefur kortlagt gróðursamfélög í nágrenni við gígaröðina og í hrauninu umhverfis jarðhitasvæðið við Eldvörp, einkennist gróðurfarið af samfelldum mosagróðri. Tvær tegundir háplantna, annars vegar naðurtunga og hins vegar gullkollur eru á rannsóknarsvæðinu en þær eru afar sjaldgæfar og hafa takmarkaða útbreiðslu. Í skýrslu Skipulagsstofnunar kemur fram að ljóst sé að; „fyrirhugaðar framkvæmdir muni hafa neikvæð áhrif á gróður. Þó að sjaldgæfum gróðurtegundum verði ekki raskað verður um að ræða all umfangsmikið óafturkræft rask á vel grónum, óröskuðum svæðum, m.a. mosagrónum nútímahraunum sem hafa ákveðna sérstöðu vegna fágætis á heimsvísu. Jafnvel þó að holum verði lokað telur Skipulagsstofnun að ekki sé raunhæft að ætla að mosagróður nái sér á strik fyrr en að áratugum liðnum.“Borstæðið á myndinni er eitt af fimm.Ellert Grétarsson Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
„Þetta er mosagróið hraun sem er fágætt á heimsvísu, sem þeir eru að slétta þarna út,“ segir Ellert Grétarsson sem í mörg ár hefur barist gegn framkvæmdum HS Orku í Eldvörpum. Hann hefur skrifað fjölda pistla um náttúruvernd og nýlega tók hann drónamyndir af framkvæmdunum við gígaröðina. Um er að ræða rannsóknarboranir í Eldvörpum á Reykjanesi. Myndirnar sem sýna fyrsta borstæðið af þeim fimm sem fyrirhugað er að ráðast í, á svæðinu, hafa greinilega hreyft við þeim þúsund manns sem hafa deilt þeim á Facebook, enn sem komið er. Ljóst er að röskunin er mörgum á móti skapi og fjölda fólks stendur ekki á sama um náttúruna. „Við erum að tala um fimm svona borstæði sem eru hvert um sig um fimm þúsund fermetrar. Þetta er nánast ofan í gígaröðinni. Þetta er gígaröð frá þrettándu öld,“ segir Ellert í samtali við Vísi. Hann segir að það hafi reynst virkilega dapurlegt að horfa upp á „eyðilegginguna í Eldvörpum“.Um er að ræða allumfangsmikið óafturkræft rask á grónum og óröskuðum svæðum.Ellert GrétarssonÞað hefur nú verið hreyft við einhverjum mótbárum áður en leyfið var veitt ekki satt? „Jú, þetta fór í gegnum allt umsagnarferlið fyrir tveimur árum. Svona leyfisferli eru alltaf þannig – og ég er búinn að vera nógu lengi í þessari náttúruverndarbaráttu til að vita það – að niðurstaðan er alltaf fyrirfram ákveðin og umsagnir almennings hafa aldrei neitt vægi í svona ferli. Það er gömul saga og ný.“Er þetta bara til að friða almenning?„Já, umsögn Skipulagsstofnunar var mjög neikvæð. Umsagnarferlið er aldrei neitt annað en málamyndagjörningur. Sveitarfélögin og framkvæmdaaðilarnir eru löngu búnir að semja um niðurstöðuna áður en að umsóknarferlinu kemur. Við höfum séð þetta svo víða, við sáum nú hvernig þetta fór í Helguvík til dæmis, hvernig málin fóru þar. Það er hvorki hlustað á almenning né viðvaranir,“ segir Ellert. Samkvæmt Náttúrufræðistofnun Íslands, sem hefur kortlagt gróðursamfélög í nágrenni við gígaröðina og í hrauninu umhverfis jarðhitasvæðið við Eldvörp, einkennist gróðurfarið af samfelldum mosagróðri. Tvær tegundir háplantna, annars vegar naðurtunga og hins vegar gullkollur eru á rannsóknarsvæðinu en þær eru afar sjaldgæfar og hafa takmarkaða útbreiðslu. Í skýrslu Skipulagsstofnunar kemur fram að ljóst sé að; „fyrirhugaðar framkvæmdir muni hafa neikvæð áhrif á gróður. Þó að sjaldgæfum gróðurtegundum verði ekki raskað verður um að ræða all umfangsmikið óafturkræft rask á vel grónum, óröskuðum svæðum, m.a. mosagrónum nútímahraunum sem hafa ákveðna sérstöðu vegna fágætis á heimsvísu. Jafnvel þó að holum verði lokað telur Skipulagsstofnun að ekki sé raunhæft að ætla að mosagróður nái sér á strik fyrr en að áratugum liðnum.“Borstæðið á myndinni er eitt af fimm.Ellert Grétarsson
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira