Tæplega hundrað prósent verðmunur á leikföngum milli verslana Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 8. desember 2018 20:00 Allt að 100 prósent verðmunur er á leikföngum og spilum á milli verslana samkvæmt verðkönnun ASÍ. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir verð breytast hratt og að neytendur þurfi að fylgjast vel með, sérstaklega í jólaösinni. Í könnunni kemur fram að 95 prósenta verðmun má til dæmis finna á Lego lögreglustöð en hæsta verðið er í Hagkaup á 19.499 krónur, Heimkaup fylgir þar rétt á eftir með verð upp á 18.490 krónur en lægsta verðið er í Toys´r Us á 9.999. Dæmið snýst síðan við ef við skoðum lítinn Póný hest. Þá kostar hann 1.799 krónur í Toys´r Us en 999 krónur í Hagkaup. Verðlagið er því afskaplega mismunandi á milli verslana. Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, segir að í þessu ljósi sé mikilvægt að vera meðvitaður neytandi og kanna verðin vel. Þannig sé hægt að spara sér margan þúsundkallinn. „Fólk er ekkert oft að kaupa leikföng og spil. Verðtilfinning fyrir þessum vörum er því kannski ekki eins góð og kannski á öðrum vörum. Mögulega eru fyrirtækin að nýta sér þetta. Okkur fannst áhugavert að skoða verð á þessum vörum núna, af því að þetta er örugglega stór hluti af innkaupum hjá fólki,“ bendir hún á. Í könnunni kemur fram að Heimkaup er oftast með hæsta verðið, bæði á spilum og leikföngum. Þegar Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa, er spurðu hvort könnunin hafi komið á óvart svarar hann játandi. „Þetta kom aðeins illa við okkur og sýndi okkur að við getum gert betur og þurfum að gera betur. En þetta er samkeppnin, oft er kostnaðarverð ekki heilög stærð, stundum er farið undir kostnaðarverð og allavega. Lagt áherslur á ákveðnar vörur og auglýsa þær og þá eru verðin keyrð niður. Það er mikið gert til að ná heillin neytenda, sérstaklega núna,“ segir hann. Neytendur Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Allt að 100 prósent verðmunur er á leikföngum og spilum á milli verslana samkvæmt verðkönnun ASÍ. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir verð breytast hratt og að neytendur þurfi að fylgjast vel með, sérstaklega í jólaösinni. Í könnunni kemur fram að 95 prósenta verðmun má til dæmis finna á Lego lögreglustöð en hæsta verðið er í Hagkaup á 19.499 krónur, Heimkaup fylgir þar rétt á eftir með verð upp á 18.490 krónur en lægsta verðið er í Toys´r Us á 9.999. Dæmið snýst síðan við ef við skoðum lítinn Póný hest. Þá kostar hann 1.799 krónur í Toys´r Us en 999 krónur í Hagkaup. Verðlagið er því afskaplega mismunandi á milli verslana. Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, segir að í þessu ljósi sé mikilvægt að vera meðvitaður neytandi og kanna verðin vel. Þannig sé hægt að spara sér margan þúsundkallinn. „Fólk er ekkert oft að kaupa leikföng og spil. Verðtilfinning fyrir þessum vörum er því kannski ekki eins góð og kannski á öðrum vörum. Mögulega eru fyrirtækin að nýta sér þetta. Okkur fannst áhugavert að skoða verð á þessum vörum núna, af því að þetta er örugglega stór hluti af innkaupum hjá fólki,“ bendir hún á. Í könnunni kemur fram að Heimkaup er oftast með hæsta verðið, bæði á spilum og leikföngum. Þegar Guðmundur Magnason, framkvæmdastjóri Heimkaupa, er spurðu hvort könnunin hafi komið á óvart svarar hann játandi. „Þetta kom aðeins illa við okkur og sýndi okkur að við getum gert betur og þurfum að gera betur. En þetta er samkeppnin, oft er kostnaðarverð ekki heilög stærð, stundum er farið undir kostnaðarverð og allavega. Lagt áherslur á ákveðnar vörur og auglýsa þær og þá eru verðin keyrð niður. Það er mikið gert til að ná heillin neytenda, sérstaklega núna,“ segir hann.
Neytendur Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira