Ekki hægt að senda þyrluna á Þingvallavatn vegna lágmarks hvíldartíma áhafnarinnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. maí 2018 18:13 Landhelgisgæslan bindur vonir sínar við að fjármagn fáist á næsta ári svo hægt sé að fjölga um eina þyrluáhöfn. Vísir/Ernir Þyrla Landhelgisgæslunnar var ekki ræst út þegar Neyðarlínan kallaði eftir aðstoð þyrlu vegna ferðamannanna sem féllu í Villingavatn syðst af Þingvallavatni laust eftir hádegi í gær. Þeir voru báðir úrskurðaðir látnir eins og Vísir greindi frá í dag. Sjá frétt Vísis hér: Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir. Í skriflegu svari frá upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar segir að ástæðan fyrir því að þyrlan var ekki ræst út var sú að vakthafandi þyrluáhöfn uppfyllti ekki lágmarks hvíldartíma. Það hafi ekki verið unnt að ræsa hana út af þessum sökum. Landhelgisgæslan reyndi að manna vaktina með því að kalla fólk úr fríi. Það tókst aftur á móti ekki fyrr en klukkan 16.00 síðdegis. Miklar annir hafa verið hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar undanfarna daga. Hún var virkjuð að kvöldi fimmtudags þegar tveggja ferðamanna var leitað á Vatnajökli. Hún fór þó ekki í loftið en var í viðbragðsstöðu. Óskað var eftir aðstoð þyrslusveitarinnar að morgni föstudags þegar eldur kviknaði í báti úti fyrir Tálknafirði. Þyrlan var enn á ný kölluð út á laugardagskvöldið þegar bátur tveggja manna fór á hliðina í Skagafirði. Henni var þó snúið við þegar sveitinni var gert það ljóst að mennirnir væru heilir á húfi.Miklar annir hafa verið hjá Landhelgisgæslunni undanfarna daga.Vísir/MHHÞegar maður féll í Ölfusá aðfararnótt sunnudags var aftur óskað eftir aðstoð þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar og var TF-GNÁ mætt til leitar klukkan 4:25. Þegar þyrlan kom aftur til Reykjavíkur tveimur tímum síðar var þyrlusveitin á mörkum hámarks vakttíma og uppfyllti ekki lengur kröfur um lágmarkshvíld samkvæmt reglugerðum og öryggiskröfum. Landhelgisgæslan hefur bent á að einungis tvær þyrluáhafnir eru til taks rúmlega helming ársins. Málin standi þannig að lítið megi út af bregða við slíkar aðstæður. Landhelgisgæslan vill þó taka fram að oftast takist að manna tvær áhafnir þegar mikið liggur við með því að kalla áhafnir út vaktafríum. Það sé þó ekki sjálfgefið og í gær hafi það ekki tekist fyrr en síðla dags. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að gæslan bindi vonir sínar við að fjármagn fáist á næsta ári svo hægt sé að fjölga um eina þyrluáhöfn, þannig myndi fækka þeim tilfellum þar sem einungis ein þyrluáhöfn sé til taks. Tengdar fréttir Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir Í tilkynningu segir að að endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur. Að ósk aðstandenda verða nöfn fólksins ekki birt. 21. maí 2018 12:56 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar var ekki ræst út þegar Neyðarlínan kallaði eftir aðstoð þyrlu vegna ferðamannanna sem féllu í Villingavatn syðst af Þingvallavatni laust eftir hádegi í gær. Þeir voru báðir úrskurðaðir látnir eins og Vísir greindi frá í dag. Sjá frétt Vísis hér: Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir. Í skriflegu svari frá upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar segir að ástæðan fyrir því að þyrlan var ekki ræst út var sú að vakthafandi þyrluáhöfn uppfyllti ekki lágmarks hvíldartíma. Það hafi ekki verið unnt að ræsa hana út af þessum sökum. Landhelgisgæslan reyndi að manna vaktina með því að kalla fólk úr fríi. Það tókst aftur á móti ekki fyrr en klukkan 16.00 síðdegis. Miklar annir hafa verið hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar undanfarna daga. Hún var virkjuð að kvöldi fimmtudags þegar tveggja ferðamanna var leitað á Vatnajökli. Hún fór þó ekki í loftið en var í viðbragðsstöðu. Óskað var eftir aðstoð þyrslusveitarinnar að morgni föstudags þegar eldur kviknaði í báti úti fyrir Tálknafirði. Þyrlan var enn á ný kölluð út á laugardagskvöldið þegar bátur tveggja manna fór á hliðina í Skagafirði. Henni var þó snúið við þegar sveitinni var gert það ljóst að mennirnir væru heilir á húfi.Miklar annir hafa verið hjá Landhelgisgæslunni undanfarna daga.Vísir/MHHÞegar maður féll í Ölfusá aðfararnótt sunnudags var aftur óskað eftir aðstoð þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar og var TF-GNÁ mætt til leitar klukkan 4:25. Þegar þyrlan kom aftur til Reykjavíkur tveimur tímum síðar var þyrlusveitin á mörkum hámarks vakttíma og uppfyllti ekki lengur kröfur um lágmarkshvíld samkvæmt reglugerðum og öryggiskröfum. Landhelgisgæslan hefur bent á að einungis tvær þyrluáhafnir eru til taks rúmlega helming ársins. Málin standi þannig að lítið megi út af bregða við slíkar aðstæður. Landhelgisgæslan vill þó taka fram að oftast takist að manna tvær áhafnir þegar mikið liggur við með því að kalla áhafnir út vaktafríum. Það sé þó ekki sjálfgefið og í gær hafi það ekki tekist fyrr en síðla dags. Upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að gæslan bindi vonir sínar við að fjármagn fáist á næsta ári svo hægt sé að fjölga um eina þyrluáhöfn, þannig myndi fækka þeim tilfellum þar sem einungis ein þyrluáhöfn sé til taks.
Tengdar fréttir Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir Í tilkynningu segir að að endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur. Að ósk aðstandenda verða nöfn fólksins ekki birt. 21. maí 2018 12:56 Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Sjá meira
Ferðamennirnir úrskurðaðir látnir Í tilkynningu segir að að endurlífgunartilraunir hafi ekki borið árangur. Að ósk aðstandenda verða nöfn fólksins ekki birt. 21. maí 2018 12:56