Þorsteinn vill gera Sæbraut og Miklubraut að einstefnugötum Atli Ísleifsson skrifar 22. janúar 2018 10:22 Miðflokkurinn hyggst stofna flokksfélag í Reykjavík í kvöld og stefnir á framboð í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Vísir/Anton/Ernir Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, vill gera Miklubraut og Sæbraut að einstefnugötum til að leysa úr þeim umferðarhnútum sem myndast á götum borgarinnar á morgnana og síðdegis á virkum dögum. Þorsteinn var í viðtali í Bítinu í morgun þar sem hann sagði þessa lausn vera hans eigin skoðun, en ekki eiginleg stefna Miðflokksins. Flokkurinn hyggst stofna flokksfélag í Reykjavík í kvöld og stefnir á framboð í sveitarstjórnarkosningunum í vor. „Ég með lausn á umferðarvandanum austur/vestur í Reykjavík. Hann er mjög einfaldur. En það vill enginn hlusta á þetta, það er allt annað mál. Ég vill gera Miklubraut/Hringbraut að einstefnuakstursgötum frá Njarðargötu til austurs inn að Elliðaám, það er Ártúnsbrekku. Á sama hátt vil ég gera Sæbraut að einstefnuakstursgötu til vesturs,“ segir Þorsteinn.Hugmyndin kviknaði í New York Þorsteinn segir að hugmynd hans hafi kviknað þegar hann var staddur í New York. Manhattan sé að mestu byggð upp á árunum 1910 til 1930 þegar allar götur voru tvístefnuakstursgötur. „Því var svo snúið við. Nú eru einstefnuakstursgötur upp og niður,“ segir þingmaðurinn. Hann segir það jafnframt vera lykilatriði að koma Sundabrautinni á og hætta við uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut og finna honum nýjan stað. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þorsteinn varpar fram hugmyndum sem vekja athygli, en árið 2014 flutti hann til að mynda þingsályktunartillögu um stofnun áburðarverksmiðju. Nefndi hann að verksmiðjan gæti skapað vel launuð störf og þannig vakið „ungum Íslendingum von í brjósti um að stjórnvöld ætli að skapa þeim tækifæri og atvinnuöryggi í framtíðinni“.Moka varla snjó, slá varla gras Þorsteinn segir að Miðflokkurinn vilji allsherjarbót á því ástandi sem nú ríki í höfuðborginni. „Það er eiginlega alveg sama hvert er litið. Fjárhagur borgarinnar versnar ár frá ári. Samgöngurnar eru eins og við vitum allir, ég var tuttugu mínútur á leiðinni vestan úr bæ. Það eru einfaldar aðferðir sem eru ekki framkvæmdar, svona nærþjónusta. Menn moka varla snjó. Slá varla gras á sumrin. Sorphirðan hefur verið í veseni. Heimaþjónusta aldraðra er ekki góð. Við getum haldið svona endalaust áfram.“Þú ert þá að tala um að auka við þjónustu og það kostar pening. Hvar ætlar þú að ná í þessa peninga?„Það er til dæmis hægt að spara í þessu kerfi umtalsvert. Borgarkerfið er búið að þenjast út á undanförnum nokkrum árum.“Það þýðir uppsagnir á fólki væntanlega?„Hugsanlega. Ég man ekki hvað það eru mörg stöðugildi sem hafa orðið til á síðustu fjórum árum án þess að þar á bakvið sé nokkur stefna, samþykkt og svo framvegis. Alls konar gæluverkefni sem hérna vaða uppi. Það eru til dæmis tvö sett af mannréttindaskrifstofum. Það er til einhverjar fjögur, fimm apparat sem halda utan um mismunandi menningarstarfsemi. Með virðingu fyrir þessu starfi þá er ekki endalaust hægt að hrúga fólki inn á eitthvað svona því einhvern vantar vinnu í kringum hann,“ segir Þorsteinn. Samgöngur Skipulag Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, vill gera Miklubraut og Sæbraut að einstefnugötum til að leysa úr þeim umferðarhnútum sem myndast á götum borgarinnar á morgnana og síðdegis á virkum dögum. Þorsteinn var í viðtali í Bítinu í morgun þar sem hann sagði þessa lausn vera hans eigin skoðun, en ekki eiginleg stefna Miðflokksins. Flokkurinn hyggst stofna flokksfélag í Reykjavík í kvöld og stefnir á framboð í sveitarstjórnarkosningunum í vor. „Ég með lausn á umferðarvandanum austur/vestur í Reykjavík. Hann er mjög einfaldur. En það vill enginn hlusta á þetta, það er allt annað mál. Ég vill gera Miklubraut/Hringbraut að einstefnuakstursgötum frá Njarðargötu til austurs inn að Elliðaám, það er Ártúnsbrekku. Á sama hátt vil ég gera Sæbraut að einstefnuakstursgötu til vesturs,“ segir Þorsteinn.Hugmyndin kviknaði í New York Þorsteinn segir að hugmynd hans hafi kviknað þegar hann var staddur í New York. Manhattan sé að mestu byggð upp á árunum 1910 til 1930 þegar allar götur voru tvístefnuakstursgötur. „Því var svo snúið við. Nú eru einstefnuakstursgötur upp og niður,“ segir þingmaðurinn. Hann segir það jafnframt vera lykilatriði að koma Sundabrautinni á og hætta við uppbyggingu nýs Landspítala við Hringbraut og finna honum nýjan stað. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Þorsteinn varpar fram hugmyndum sem vekja athygli, en árið 2014 flutti hann til að mynda þingsályktunartillögu um stofnun áburðarverksmiðju. Nefndi hann að verksmiðjan gæti skapað vel launuð störf og þannig vakið „ungum Íslendingum von í brjósti um að stjórnvöld ætli að skapa þeim tækifæri og atvinnuöryggi í framtíðinni“.Moka varla snjó, slá varla gras Þorsteinn segir að Miðflokkurinn vilji allsherjarbót á því ástandi sem nú ríki í höfuðborginni. „Það er eiginlega alveg sama hvert er litið. Fjárhagur borgarinnar versnar ár frá ári. Samgöngurnar eru eins og við vitum allir, ég var tuttugu mínútur á leiðinni vestan úr bæ. Það eru einfaldar aðferðir sem eru ekki framkvæmdar, svona nærþjónusta. Menn moka varla snjó. Slá varla gras á sumrin. Sorphirðan hefur verið í veseni. Heimaþjónusta aldraðra er ekki góð. Við getum haldið svona endalaust áfram.“Þú ert þá að tala um að auka við þjónustu og það kostar pening. Hvar ætlar þú að ná í þessa peninga?„Það er til dæmis hægt að spara í þessu kerfi umtalsvert. Borgarkerfið er búið að þenjast út á undanförnum nokkrum árum.“Það þýðir uppsagnir á fólki væntanlega?„Hugsanlega. Ég man ekki hvað það eru mörg stöðugildi sem hafa orðið til á síðustu fjórum árum án þess að þar á bakvið sé nokkur stefna, samþykkt og svo framvegis. Alls konar gæluverkefni sem hérna vaða uppi. Það eru til dæmis tvö sett af mannréttindaskrifstofum. Það er til einhverjar fjögur, fimm apparat sem halda utan um mismunandi menningarstarfsemi. Með virðingu fyrir þessu starfi þá er ekki endalaust hægt að hrúga fólki inn á eitthvað svona því einhvern vantar vinnu í kringum hann,“ segir Þorsteinn.
Samgöngur Skipulag Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent