Guðni á ráðstefnu BUGL: Sífellt bætast við nýjar ógnir Atli Ísleifsson skrifar 13. janúar 2018 17:00 Guðni Th. Jóhannesson forseti flutti opnunarávarp á ráðstefnu BUGL í morgun. Vísir/ernir Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að þrátt fyrir allar framfarir og átaksverkefni virðist geðheilsa barna verri en áður. Hann segir að sífellt bætist við nýjar ógnir, „nú síðast netfíkn, einelti á netinu og snjallsímasýki, eða símaaðskilnaðarkvíði eins og það heitir á fagmáli,“ segir forseti. Þetta sagði Guðni í opnunarávarpi á ráðstefnunni Lengi býr að fyrstu gerð sem Barna- og unglingageðdeild Landspítala Íslands (BUGL), stendur að og hófst í gær. BUGL stendur á hverju ári að stórri ráðstefnu þar sem sérfræðingar fjalla um málefni barna með geðrænan vanda.Átaksverkefni til mikillar fyrirmyndar „Við vitum að í dag reykja ungmenni og drekka minna en áður, mun færri neyta fíkniefna og úti í heimi þykja okkar átaksverkefni í þessum efnum vera til mikillar fyrirmyndar. Við höfum alls kyns leiðir til að mæta börnum sem þurfa aðstoð eða einhvers konar sérúrræði í námi. Við vinnum gegn einelti og við höfum frábært fagfólk sem leitast við að bæta hag allra barna, bæta samfélagið. Um það vitnar þessi ráðstefna,“ sagði forseti. Guðni segir þó að enn sé verk að vinna, heilmikið verk að vinna. „Þrátt fyrir allar okkar framfarir og átaksverkefni virðist geðheilsa barna verri en áður og sífellt bætast við nýjar ógnir, nú síðast netfíkn, einelti á netinu og snjallsímasýki, eða símaaðskilnaðarkvíði eins og það heitir á fagmáli.“Guðni Th. Jóhannsson forseti afhenti í gær menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2017. Sigurður Sigursveinsson, fyrrverandi skólameistari fjölbrautaskólans og núverandi framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands, hlaut verðlaunin að þessu sinni. Með á myndinni er Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Vísir/Magnús HlynurDagskrá Guðna er þétt þessa dagana Mikið er um að vera hjá Guðna þessa dagana en í fyrradag mætti hann í Fjölbrautaskóla Suðurlands og afhenti menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2017. Að þessu sinni var það Sigurður Sigursveinsson, fyrrverandi skólameistari fjölbrautaskólans og núverandi framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands, sem hlaut verðlaunin. Við sama tækifæri voru afhentir tveir styrkir úr Rannsóknar og vísindasjóði Suðurlands.Á leið til Svíþjóðar Guðni og Eliza Reid forsetafrú munu svo halda til Svíþjóðar í opinbera heimsókn í boði Svíakonungs. Með í för verður meðal annars Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Heimsóknin hefst á miðvikudag og stendur fram á föstudag. Forseti Íslands Heilbrigðismál Tengdar fréttir Guðni og Eliza í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í janúar Karl Gústaf Svíakonungur hefur boðið Guðna Th. Jóhannessyni forseti og Elizu Reid forsetafrú í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í næsta mánuði. 22. desember 2017 13:36 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að þrátt fyrir allar framfarir og átaksverkefni virðist geðheilsa barna verri en áður. Hann segir að sífellt bætist við nýjar ógnir, „nú síðast netfíkn, einelti á netinu og snjallsímasýki, eða símaaðskilnaðarkvíði eins og það heitir á fagmáli,“ segir forseti. Þetta sagði Guðni í opnunarávarpi á ráðstefnunni Lengi býr að fyrstu gerð sem Barna- og unglingageðdeild Landspítala Íslands (BUGL), stendur að og hófst í gær. BUGL stendur á hverju ári að stórri ráðstefnu þar sem sérfræðingar fjalla um málefni barna með geðrænan vanda.Átaksverkefni til mikillar fyrirmyndar „Við vitum að í dag reykja ungmenni og drekka minna en áður, mun færri neyta fíkniefna og úti í heimi þykja okkar átaksverkefni í þessum efnum vera til mikillar fyrirmyndar. Við höfum alls kyns leiðir til að mæta börnum sem þurfa aðstoð eða einhvers konar sérúrræði í námi. Við vinnum gegn einelti og við höfum frábært fagfólk sem leitast við að bæta hag allra barna, bæta samfélagið. Um það vitnar þessi ráðstefna,“ sagði forseti. Guðni segir þó að enn sé verk að vinna, heilmikið verk að vinna. „Þrátt fyrir allar okkar framfarir og átaksverkefni virðist geðheilsa barna verri en áður og sífellt bætast við nýjar ógnir, nú síðast netfíkn, einelti á netinu og snjallsímasýki, eða símaaðskilnaðarkvíði eins og það heitir á fagmáli.“Guðni Th. Jóhannsson forseti afhenti í gær menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2017. Sigurður Sigursveinsson, fyrrverandi skólameistari fjölbrautaskólans og núverandi framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands, hlaut verðlaunin að þessu sinni. Með á myndinni er Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Vísir/Magnús HlynurDagskrá Guðna er þétt þessa dagana Mikið er um að vera hjá Guðna þessa dagana en í fyrradag mætti hann í Fjölbrautaskóla Suðurlands og afhenti menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2017. Að þessu sinni var það Sigurður Sigursveinsson, fyrrverandi skólameistari fjölbrautaskólans og núverandi framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands, sem hlaut verðlaunin. Við sama tækifæri voru afhentir tveir styrkir úr Rannsóknar og vísindasjóði Suðurlands.Á leið til Svíþjóðar Guðni og Eliza Reid forsetafrú munu svo halda til Svíþjóðar í opinbera heimsókn í boði Svíakonungs. Með í för verður meðal annars Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Heimsóknin hefst á miðvikudag og stendur fram á föstudag.
Forseti Íslands Heilbrigðismál Tengdar fréttir Guðni og Eliza í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í janúar Karl Gústaf Svíakonungur hefur boðið Guðna Th. Jóhannessyni forseti og Elizu Reid forsetafrú í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í næsta mánuði. 22. desember 2017 13:36 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Guðni og Eliza í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í janúar Karl Gústaf Svíakonungur hefur boðið Guðna Th. Jóhannessyni forseti og Elizu Reid forsetafrú í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í næsta mánuði. 22. desember 2017 13:36