Guðni á ráðstefnu BUGL: Sífellt bætast við nýjar ógnir Atli Ísleifsson skrifar 13. janúar 2018 17:00 Guðni Th. Jóhannesson forseti flutti opnunarávarp á ráðstefnu BUGL í morgun. Vísir/ernir Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að þrátt fyrir allar framfarir og átaksverkefni virðist geðheilsa barna verri en áður. Hann segir að sífellt bætist við nýjar ógnir, „nú síðast netfíkn, einelti á netinu og snjallsímasýki, eða símaaðskilnaðarkvíði eins og það heitir á fagmáli,“ segir forseti. Þetta sagði Guðni í opnunarávarpi á ráðstefnunni Lengi býr að fyrstu gerð sem Barna- og unglingageðdeild Landspítala Íslands (BUGL), stendur að og hófst í gær. BUGL stendur á hverju ári að stórri ráðstefnu þar sem sérfræðingar fjalla um málefni barna með geðrænan vanda.Átaksverkefni til mikillar fyrirmyndar „Við vitum að í dag reykja ungmenni og drekka minna en áður, mun færri neyta fíkniefna og úti í heimi þykja okkar átaksverkefni í þessum efnum vera til mikillar fyrirmyndar. Við höfum alls kyns leiðir til að mæta börnum sem þurfa aðstoð eða einhvers konar sérúrræði í námi. Við vinnum gegn einelti og við höfum frábært fagfólk sem leitast við að bæta hag allra barna, bæta samfélagið. Um það vitnar þessi ráðstefna,“ sagði forseti. Guðni segir þó að enn sé verk að vinna, heilmikið verk að vinna. „Þrátt fyrir allar okkar framfarir og átaksverkefni virðist geðheilsa barna verri en áður og sífellt bætast við nýjar ógnir, nú síðast netfíkn, einelti á netinu og snjallsímasýki, eða símaaðskilnaðarkvíði eins og það heitir á fagmáli.“Guðni Th. Jóhannsson forseti afhenti í gær menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2017. Sigurður Sigursveinsson, fyrrverandi skólameistari fjölbrautaskólans og núverandi framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands, hlaut verðlaunin að þessu sinni. Með á myndinni er Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Vísir/Magnús HlynurDagskrá Guðna er þétt þessa dagana Mikið er um að vera hjá Guðna þessa dagana en í fyrradag mætti hann í Fjölbrautaskóla Suðurlands og afhenti menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2017. Að þessu sinni var það Sigurður Sigursveinsson, fyrrverandi skólameistari fjölbrautaskólans og núverandi framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands, sem hlaut verðlaunin. Við sama tækifæri voru afhentir tveir styrkir úr Rannsóknar og vísindasjóði Suðurlands.Á leið til Svíþjóðar Guðni og Eliza Reid forsetafrú munu svo halda til Svíþjóðar í opinbera heimsókn í boði Svíakonungs. Með í för verður meðal annars Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Heimsóknin hefst á miðvikudag og stendur fram á föstudag. Forseti Íslands Heilbrigðismál Tengdar fréttir Guðni og Eliza í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í janúar Karl Gústaf Svíakonungur hefur boðið Guðna Th. Jóhannessyni forseti og Elizu Reid forsetafrú í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í næsta mánuði. 22. desember 2017 13:36 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti segir að þrátt fyrir allar framfarir og átaksverkefni virðist geðheilsa barna verri en áður. Hann segir að sífellt bætist við nýjar ógnir, „nú síðast netfíkn, einelti á netinu og snjallsímasýki, eða símaaðskilnaðarkvíði eins og það heitir á fagmáli,“ segir forseti. Þetta sagði Guðni í opnunarávarpi á ráðstefnunni Lengi býr að fyrstu gerð sem Barna- og unglingageðdeild Landspítala Íslands (BUGL), stendur að og hófst í gær. BUGL stendur á hverju ári að stórri ráðstefnu þar sem sérfræðingar fjalla um málefni barna með geðrænan vanda.Átaksverkefni til mikillar fyrirmyndar „Við vitum að í dag reykja ungmenni og drekka minna en áður, mun færri neyta fíkniefna og úti í heimi þykja okkar átaksverkefni í þessum efnum vera til mikillar fyrirmyndar. Við höfum alls kyns leiðir til að mæta börnum sem þurfa aðstoð eða einhvers konar sérúrræði í námi. Við vinnum gegn einelti og við höfum frábært fagfólk sem leitast við að bæta hag allra barna, bæta samfélagið. Um það vitnar þessi ráðstefna,“ sagði forseti. Guðni segir þó að enn sé verk að vinna, heilmikið verk að vinna. „Þrátt fyrir allar okkar framfarir og átaksverkefni virðist geðheilsa barna verri en áður og sífellt bætast við nýjar ógnir, nú síðast netfíkn, einelti á netinu og snjallsímasýki, eða símaaðskilnaðarkvíði eins og það heitir á fagmáli.“Guðni Th. Jóhannsson forseti afhenti í gær menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2017. Sigurður Sigursveinsson, fyrrverandi skólameistari fjölbrautaskólans og núverandi framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands, hlaut verðlaunin að þessu sinni. Með á myndinni er Gunnar Þorgeirsson, formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Vísir/Magnús HlynurDagskrá Guðna er þétt þessa dagana Mikið er um að vera hjá Guðna þessa dagana en í fyrradag mætti hann í Fjölbrautaskóla Suðurlands og afhenti menntaverðlaun Suðurlands fyrir árið 2017. Að þessu sinni var það Sigurður Sigursveinsson, fyrrverandi skólameistari fjölbrautaskólans og núverandi framkvæmdastjóri Háskólafélags Suðurlands, sem hlaut verðlaunin. Við sama tækifæri voru afhentir tveir styrkir úr Rannsóknar og vísindasjóði Suðurlands.Á leið til Svíþjóðar Guðni og Eliza Reid forsetafrú munu svo halda til Svíþjóðar í opinbera heimsókn í boði Svíakonungs. Með í för verður meðal annars Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Heimsóknin hefst á miðvikudag og stendur fram á föstudag.
Forseti Íslands Heilbrigðismál Tengdar fréttir Guðni og Eliza í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í janúar Karl Gústaf Svíakonungur hefur boðið Guðna Th. Jóhannessyni forseti og Elizu Reid forsetafrú í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í næsta mánuði. 22. desember 2017 13:36 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Guðni og Eliza í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í janúar Karl Gústaf Svíakonungur hefur boðið Guðna Th. Jóhannessyni forseti og Elizu Reid forsetafrú í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í næsta mánuði. 22. desember 2017 13:36