Eiður Smári: Þegar við komum heim frá Frakklandi var næstum því eins og við hefðum unnið EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. janúar 2018 11:30 Eiður Smári Guðjohnsen á EM 2016. Vísir/Getty Eiður Smári Guðjohnsen er kominn til Indónesíu frá Kína og hann hélt í dag blaðamannafund á vegum Knattspyrnsambands Indónesíu í tilefni af tveimur vináttulandsleikjum Íslands og Indónesíu. Indónesíska knattspyrnusambandið bauð Eiði Smára til landsins í tilefni af leikjunum en hann er líklega þekktasti fótboltamaður Íslands frá upphafi enda varð hann á sínum tíma enskur meistari með Chelsea og vann þrefalt með Barcelona. Eiður Smári var spurður út í ýmislegt á blaðamannfundinum en að sjálfsögðu mest út í íslenska landsliðið og frábæran árangur þess á síðustu árum. Eiður Smári var með liðinu þegar liðið komst í átta liða úrslitin á EM 2016 en fylgdist með úr fjarlægð þegar liðið tryggði sér þátttökurétt á HM í fyrsta sinn. Hér fyrir neðan má sjá tengil á blaðamannafund Eiðs Smára Guðjohnsen í dag.Press Conference: PSSI, Mediapro Asia & Eidur Gudjohnsen https://t.co/dhemfQVxWk — PSSI - FAI (@pssi__fai) January 10, 2018Vísir/GettyEiður Smári var meðal annars spurður út í möguleika Íslands á HM í Rússlands næsta sumar: „Þetta snýst svolítið um hvaða möguleika við erum að tala því við þurfum að horfa raunhæft á stöðuna. Það eru ekki miklar líkur á því að við verðum heimsmeistarar en ég vil svara þessari spurningu á sama hátt og ég gerði þegar við fórum á EM,“ sagði Eiður Smári. „Okkar markmið á að vera það að þegar leikmennirnir koma heim þá á þeim að líða eins og þeir hafi gefið allt sitt í þetta, skilið allt eftir á vellinum. Þeirra markmið er að geta gengið af velli eftir síðasta flautið með höfuðið hátt. Það gerðum við á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi,“ sagði Eiður Smári.Vísir/AFP„Þegar við komum heim til Íslands eftir EM í Fraklandi þá var næstum því eins og við hefðum unnið mótið. Við gáfum fólkinu okkar svo mikla gleði ekki bara þeim sem komu til Frakklands heldur einnig fólkinu heima,“ sagði Eiður Smári. „Okkur finnst við hafa gefið heiminum mjög jákvæða mynd af Íslandi og það ætti líka að vera markmiðið okkar núna,“ sagði Eiður Smári. EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen er kominn til Indónesíu frá Kína og hann hélt í dag blaðamannafund á vegum Knattspyrnsambands Indónesíu í tilefni af tveimur vináttulandsleikjum Íslands og Indónesíu. Indónesíska knattspyrnusambandið bauð Eiði Smára til landsins í tilefni af leikjunum en hann er líklega þekktasti fótboltamaður Íslands frá upphafi enda varð hann á sínum tíma enskur meistari með Chelsea og vann þrefalt með Barcelona. Eiður Smári var spurður út í ýmislegt á blaðamannfundinum en að sjálfsögðu mest út í íslenska landsliðið og frábæran árangur þess á síðustu árum. Eiður Smári var með liðinu þegar liðið komst í átta liða úrslitin á EM 2016 en fylgdist með úr fjarlægð þegar liðið tryggði sér þátttökurétt á HM í fyrsta sinn. Hér fyrir neðan má sjá tengil á blaðamannafund Eiðs Smára Guðjohnsen í dag.Press Conference: PSSI, Mediapro Asia & Eidur Gudjohnsen https://t.co/dhemfQVxWk — PSSI - FAI (@pssi__fai) January 10, 2018Vísir/GettyEiður Smári var meðal annars spurður út í möguleika Íslands á HM í Rússlands næsta sumar: „Þetta snýst svolítið um hvaða möguleika við erum að tala því við þurfum að horfa raunhæft á stöðuna. Það eru ekki miklar líkur á því að við verðum heimsmeistarar en ég vil svara þessari spurningu á sama hátt og ég gerði þegar við fórum á EM,“ sagði Eiður Smári. „Okkar markmið á að vera það að þegar leikmennirnir koma heim þá á þeim að líða eins og þeir hafi gefið allt sitt í þetta, skilið allt eftir á vellinum. Þeirra markmið er að geta gengið af velli eftir síðasta flautið með höfuðið hátt. Það gerðum við á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi,“ sagði Eiður Smári.Vísir/AFP„Þegar við komum heim til Íslands eftir EM í Fraklandi þá var næstum því eins og við hefðum unnið mótið. Við gáfum fólkinu okkar svo mikla gleði ekki bara þeim sem komu til Frakklands heldur einnig fólkinu heima,“ sagði Eiður Smári. „Okkur finnst við hafa gefið heiminum mjög jákvæða mynd af Íslandi og það ætti líka að vera markmiðið okkar núna,“ sagði Eiður Smári.
EM 2016 í Frakklandi HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Sjá meira