Verklagi ekki fylgt er verðmæti hurfu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 10. janúar 2018 06:00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Ernir Verklagsreglum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um haldlagða muni var ekki fylgt og harmar embættið að verðmæti úr húsleitum tengdum Strawberries-rannsókn hafi horfið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá lögreglunni eftir umfjöllun Fréttablaðsins í gær. Þar var greint frá því að rannsókn héraðssaksóknara á tveimur kærum, sem eigandi Strawberries lagði fram gegn lögreglu, hefði verið hætt án niðurstöðu. Lögreglan gerði rassíu á skemmtistaðnum 25. október 2013. „Í framhaldi þeirra aðgerða voru framkvæmdar nokkrar húsleitir aðfaranótt 26. október 2013. Í einni umræddra húsleita voru haldlagðir munir sem síðan hafa ekki fundist. Um er að ræða muni sem merktir voru í munaskrá lögreglu og vísað til með eftirfarandi texta: Ýmsir skartgripir, hringir, Rolex úr, hálskeðjur og bindisnælur. Fannst í svörtu veski í peningaskáp inn í bílskúr,“ segir í yfirlýsingu lögreglu. Rannsókninni var hætt án niðurstöðu og ljóst að enginn þarf að svara fyrir hið dularfulla hvarf munanna. Forsvarsmenn lögreglunnar segja að þegar ljóst var að verðmætin fyndust ekki þrátt fyrir mikla leit hafi ferli málsins verið skoðað með eins nákvæmum hætti og hægt var. „Við þá skoðun, sem meðal annars fólst í samtölum við þá sem komu að húsleitinni og haldlagningu munanna, kom í ljós að ekki hafði verið fylgt nákvæmlega verklagsreglum sem gilda um haldlagða muni í vörslu lögreglu og af þeim sökum var ekki hægt að staðfesta hvað hafi orðið um munina.“ Lögreglan segir að ekkert bendi til að um þjófnað hafi verið að ræða. Þó sé ljóst að ekki sé hægt að fullyrða með hvaða hætti munirnir hurfu. „Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu harmar að svo hafi tekist til sem raun ber vitni og í framhaldi framangreindrar skoðunar hefur verið skerpt á því við starfsmenn að farið sé að verklagsreglum hvað varðar haldlagða muni.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Fyrrverandi eigandi Strawberries íhugar rétt sinn Viðar Már Friðfinnsson, fyrrverandi eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. 2. júní 2017 07:00 Óupplýstur þjófnaður úr hirslu lögreglu Enginn þarf að svara til saka fyrir það hvers vegna haldlagðir munir úr húsleitum tengdum rassíunni á kampavínsklúbbinn Strawberries hurfu úr hirslum lögreglu. Rannsóknir skiluðu ekki árangri. 9. janúar 2018 05:00 Fyrrum eigandi Strawberries dæmdur í árs fangelsi Viðar Már Friðfinnsson, fyrrum eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. Þá var hann dæmdur til greiðslu sektar í ríkissjóð upp á 242 milljónir króna en sýknað var af kröfu ákæruvaldsins um upptöku eigna í eigu félaga hans. 1. júní 2017 21:11 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Sjá meira
Verklagsreglum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um haldlagða muni var ekki fylgt og harmar embættið að verðmæti úr húsleitum tengdum Strawberries-rannsókn hafi horfið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá lögreglunni eftir umfjöllun Fréttablaðsins í gær. Þar var greint frá því að rannsókn héraðssaksóknara á tveimur kærum, sem eigandi Strawberries lagði fram gegn lögreglu, hefði verið hætt án niðurstöðu. Lögreglan gerði rassíu á skemmtistaðnum 25. október 2013. „Í framhaldi þeirra aðgerða voru framkvæmdar nokkrar húsleitir aðfaranótt 26. október 2013. Í einni umræddra húsleita voru haldlagðir munir sem síðan hafa ekki fundist. Um er að ræða muni sem merktir voru í munaskrá lögreglu og vísað til með eftirfarandi texta: Ýmsir skartgripir, hringir, Rolex úr, hálskeðjur og bindisnælur. Fannst í svörtu veski í peningaskáp inn í bílskúr,“ segir í yfirlýsingu lögreglu. Rannsókninni var hætt án niðurstöðu og ljóst að enginn þarf að svara fyrir hið dularfulla hvarf munanna. Forsvarsmenn lögreglunnar segja að þegar ljóst var að verðmætin fyndust ekki þrátt fyrir mikla leit hafi ferli málsins verið skoðað með eins nákvæmum hætti og hægt var. „Við þá skoðun, sem meðal annars fólst í samtölum við þá sem komu að húsleitinni og haldlagningu munanna, kom í ljós að ekki hafði verið fylgt nákvæmlega verklagsreglum sem gilda um haldlagða muni í vörslu lögreglu og af þeim sökum var ekki hægt að staðfesta hvað hafi orðið um munina.“ Lögreglan segir að ekkert bendi til að um þjófnað hafi verið að ræða. Þó sé ljóst að ekki sé hægt að fullyrða með hvaða hætti munirnir hurfu. „Embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu harmar að svo hafi tekist til sem raun ber vitni og í framhaldi framangreindrar skoðunar hefur verið skerpt á því við starfsmenn að farið sé að verklagsreglum hvað varðar haldlagða muni.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Fyrrverandi eigandi Strawberries íhugar rétt sinn Viðar Már Friðfinnsson, fyrrverandi eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. 2. júní 2017 07:00 Óupplýstur þjófnaður úr hirslu lögreglu Enginn þarf að svara til saka fyrir það hvers vegna haldlagðir munir úr húsleitum tengdum rassíunni á kampavínsklúbbinn Strawberries hurfu úr hirslum lögreglu. Rannsóknir skiluðu ekki árangri. 9. janúar 2018 05:00 Fyrrum eigandi Strawberries dæmdur í árs fangelsi Viðar Már Friðfinnsson, fyrrum eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. Þá var hann dæmdur til greiðslu sektar í ríkissjóð upp á 242 milljónir króna en sýknað var af kröfu ákæruvaldsins um upptöku eigna í eigu félaga hans. 1. júní 2017 21:11 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Innlent Fleiri fréttir Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Sjá meira
Fyrrverandi eigandi Strawberries íhugar rétt sinn Viðar Már Friðfinnsson, fyrrverandi eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. 2. júní 2017 07:00
Óupplýstur þjófnaður úr hirslu lögreglu Enginn þarf að svara til saka fyrir það hvers vegna haldlagðir munir úr húsleitum tengdum rassíunni á kampavínsklúbbinn Strawberries hurfu úr hirslum lögreglu. Rannsóknir skiluðu ekki árangri. 9. janúar 2018 05:00
Fyrrum eigandi Strawberries dæmdur í árs fangelsi Viðar Már Friðfinnsson, fyrrum eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur verið dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir meiriháttar skattalagabrot. Þá var hann dæmdur til greiðslu sektar í ríkissjóð upp á 242 milljónir króna en sýknað var af kröfu ákæruvaldsins um upptöku eigna í eigu félaga hans. 1. júní 2017 21:11