Starfshópur leggur til að klukkan verði leiðrétt Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 21:18 Starfshópurinn mælir gegn því að hafa sumar- og vetrartíma og vísar til þess að rannsóknir bendi til þess að slíkar breytingar hafi neikvæð áhrif á heilsu fólks. Vísir/Getty Starfshópur sem falið var að kanna mögulegan ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna til samræmis við sólarganginn hefur nú skilað heilbrigðisráðherra greinargerð með tillögu þess efnis. Í henni kemur fram að sólarupprás og sólsetur eru að meðaltali einum klukkutíma seinna hér á landi en ef miðað er við rétt tímabili. Það misræmi hafi verið lögfest árið 1968 með svokölluðum miðtíma. Var hann ákveðinn með efnahags- og viðskiptahagsmuni fyrst og fremst að leiðarljósi. Bendir starfshópurinn á að seinni ár hafi rannsóknir leitt í ljós neikvæð áhrif miðtíma á heilsufar fólks. Skýrist það af því að líkamsklukkan sem samhæfir starfsemi líkamans, þarf birtuboð til að halda réttum takti og þar ræður sólarupprásin hvað mestu. Seinki líkamsklukkunni er hætta á að svefntíminn skerðist og með því aukast líkur á ýmsum sjúkdómum, svo sem offitu, sykursýki og hjarta- og æðasjúkdómum. Einnig valdi þetta lakari framleiðni og kemur til dæmis niður á námsárangri í skólum auk þess sem sýnt hefur verið fram á samband milli seinkaðrar líkamsklukku og aukinnar depurðar/þunglyndis hjá unglingum og ungu fólki.Klukkuþreyta algeng meðal íslenskra ungmenna Í greinargerðinni kemur fram að svefntími íslenskra unglinga sé skemmri en hjá evrópskum jafnöldrum þeirra og þeir sofi einungis um sex klukkutíma á virkum dögum og að svokölluð „klukkuþreyta“ sé algeng meðal þeirra. Klukkuþreyta felst í því að háttatíma seinkar og er ekki í samræmi við fastákveðinn fótaferðartíma á virkum dögum og því skerðist svefntíminn. Að mati starfshópsins er mögulegt að of lítill svefn hafi áhrif á hátt brottfall nemenda úr framhaldsskólum hér á landi. Tillaga starfshópsins felur í sér að klukkan yrði færð aftur um eina klukkustund sem myndi seinka fótaferð fólks sem því nemur. Með því móti myndi birtustundum á morgnana fjölga um 13% (vestast á landinu) í svartasta skammdeginu (nóvember – janúar) og vetrardögum þar sem bjart er orðið kl. 9.00 myndi fjölga um 64. Birtustundum síðdegis myndi við þessa breytingu fækka um 13% en skerðing þeirra yrði aðallega snemm- og síðsumars, þ.e. í apríl og ágúst. Þá mælir hópurinn gegn því að hafa sumar- og vetrartíma og vísar til þess að rannsóknir bendi til að slíkar breytingar hafi einnig neikvæð áhrif á heilsu fólks. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að nú hafi verið dregin helstu niðurstöður í málinu og að hún muni kynna þær ríkisstjórn. Ákvörðun um að breyta klukkunni hafi áhrif á marga þætti í samfélaginu. „Slík ákvörðun þarf að byggjast á þroskaðri umræðu. Því er mikilvægt að fólk sé reiðubúið að ræða þetta mál af skynsemi og velta fyrir sér rökum með og á móti áður en það myndar sér afstöðu, því þetta skiptir sannarlega máli“ segir heilbrigðisráðherra. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Starfshópur sem falið var að kanna mögulegan ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna til samræmis við sólarganginn hefur nú skilað heilbrigðisráðherra greinargerð með tillögu þess efnis. Í henni kemur fram að sólarupprás og sólsetur eru að meðaltali einum klukkutíma seinna hér á landi en ef miðað er við rétt tímabili. Það misræmi hafi verið lögfest árið 1968 með svokölluðum miðtíma. Var hann ákveðinn með efnahags- og viðskiptahagsmuni fyrst og fremst að leiðarljósi. Bendir starfshópurinn á að seinni ár hafi rannsóknir leitt í ljós neikvæð áhrif miðtíma á heilsufar fólks. Skýrist það af því að líkamsklukkan sem samhæfir starfsemi líkamans, þarf birtuboð til að halda réttum takti og þar ræður sólarupprásin hvað mestu. Seinki líkamsklukkunni er hætta á að svefntíminn skerðist og með því aukast líkur á ýmsum sjúkdómum, svo sem offitu, sykursýki og hjarta- og æðasjúkdómum. Einnig valdi þetta lakari framleiðni og kemur til dæmis niður á námsárangri í skólum auk þess sem sýnt hefur verið fram á samband milli seinkaðrar líkamsklukku og aukinnar depurðar/þunglyndis hjá unglingum og ungu fólki.Klukkuþreyta algeng meðal íslenskra ungmenna Í greinargerðinni kemur fram að svefntími íslenskra unglinga sé skemmri en hjá evrópskum jafnöldrum þeirra og þeir sofi einungis um sex klukkutíma á virkum dögum og að svokölluð „klukkuþreyta“ sé algeng meðal þeirra. Klukkuþreyta felst í því að háttatíma seinkar og er ekki í samræmi við fastákveðinn fótaferðartíma á virkum dögum og því skerðist svefntíminn. Að mati starfshópsins er mögulegt að of lítill svefn hafi áhrif á hátt brottfall nemenda úr framhaldsskólum hér á landi. Tillaga starfshópsins felur í sér að klukkan yrði færð aftur um eina klukkustund sem myndi seinka fótaferð fólks sem því nemur. Með því móti myndi birtustundum á morgnana fjölga um 13% (vestast á landinu) í svartasta skammdeginu (nóvember – janúar) og vetrardögum þar sem bjart er orðið kl. 9.00 myndi fjölga um 64. Birtustundum síðdegis myndi við þessa breytingu fækka um 13% en skerðing þeirra yrði aðallega snemm- og síðsumars, þ.e. í apríl og ágúst. Þá mælir hópurinn gegn því að hafa sumar- og vetrartíma og vísar til þess að rannsóknir bendi til að slíkar breytingar hafi einnig neikvæð áhrif á heilsu fólks. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að nú hafi verið dregin helstu niðurstöður í málinu og að hún muni kynna þær ríkisstjórn. Ákvörðun um að breyta klukkunni hafi áhrif á marga þætti í samfélaginu. „Slík ákvörðun þarf að byggjast á þroskaðri umræðu. Því er mikilvægt að fólk sé reiðubúið að ræða þetta mál af skynsemi og velta fyrir sér rökum með og á móti áður en það myndar sér afstöðu, því þetta skiptir sannarlega máli“ segir heilbrigðisráðherra.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira