Færeyingar telja ákvörðun sjávarútvegsráðherra ólöglega 5. janúar 2018 21:58 Høgni Hoydal sjávarútvegsráðherra Færeyja mótmælir því að fiskveiðisamningur Íslands og Færeyja sé felldur úr gildi. Samsett mynd Færeysk stjórnvöld lýsa mikilli undrun sinni á þeirri stöðu sem komin er upp í samningaviðræðum Færeyja og Íslands og hvernig íslensk stjórnvöld kynna hana. Þetta kemur fram í fréttabréfi frá Høgna Hoydal sjávarútvegsráðherra Færeyja. Í bréfinu er því einnig mótmælt að gildandi fiskveiðisamningur milli Íslands og Færeyja sé felldur úr gildi. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Høgni Hoydal hittust á árlegum fundi sem haldinn var í Þórshöfn dagana 12. og 13. desember sl. og ekki náðist samkomulag á fundinum um veiðiheimildir Færeyinga í íslenskri lögsögu og um gagnkvæman aðgang að lögsögum ríkjanna vegna veiða á kolmunna og norsk-íslenskri síld árið 2018. Þá felldi Kristján Þór úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á árinu. Í bréfinu segir Høgni að í kjölfar fundsins hafi aðeins verið ákveðið að halda áfram samskiptum sínum til þess að gera nýjan samning fyrir árið 2018 en að svo hafi íslensk stjórnvöld tekið óvænt og einhliða skref. „Tilkynning um stöðu viðræðnanna er ekki í samræmi við afstöðu og upplifun Færeyinga af þeim,” segir Høgni í bréfinu.Mótmæla þessari ólöglegu aðgerð Landsstjórn Færeyja undrast framferði íslenskra stjórnvalda og segjast mótmæla þessari ólöglegu aðgerð og hefur Høgni Hoydal ráðfært sig við utanríkismálanefnd færeyska Lögþingsins vegna málsins. Høgni hafnar því einnig að Færeyingar hafi krafist aukinna heimilda til að veiða á botnfiski í íslenskri lögsögu. „Það er ekki rétt. Um var að ræða hefðbundnar samningaviðræður, þar sem báðir aðilar viðruðu óskir sínar, og tekin upp að nýju þau atriði, sem hafa verið óleyst, og atriði sem aðilarnir hafa orðið sammála um og samið um á síðustu árum,“ segir Høgni í bréfinu. Hann segist einnig undrast verulega að Ísland skuli hlaupa frá gerðum samningi milli Færeyja og Íslands og að það skuli vera gert eftir að Ísland hefur nýtt sér þá möguleika sem í samningnum felast. Um níutíu prósent af kolmunnaafla Íslands er veiddur í færeyskri lögsögu. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á næsta ári. 30. desember 2017 12:25 Vonbrigði að Færeyingar hafi ekki tekið tilboðinu Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra á þó von á að ríkin setjist senn að samningaborðinu á ný svo unnt verði að leysa úr stöðunni. 30. desember 2017 20:30 Ísland og Færeyjar deila um kolmunna Samningaviðræður Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan efnahagslögsögu landanna hafa siglt í strand að hluta. 29. desember 2017 06:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Færeysk stjórnvöld lýsa mikilli undrun sinni á þeirri stöðu sem komin er upp í samningaviðræðum Færeyja og Íslands og hvernig íslensk stjórnvöld kynna hana. Þetta kemur fram í fréttabréfi frá Høgna Hoydal sjávarútvegsráðherra Færeyja. Í bréfinu er því einnig mótmælt að gildandi fiskveiðisamningur milli Íslands og Færeyja sé felldur úr gildi. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Høgni Hoydal hittust á árlegum fundi sem haldinn var í Þórshöfn dagana 12. og 13. desember sl. og ekki náðist samkomulag á fundinum um veiðiheimildir Færeyinga í íslenskri lögsögu og um gagnkvæman aðgang að lögsögum ríkjanna vegna veiða á kolmunna og norsk-íslenskri síld árið 2018. Þá felldi Kristján Þór úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á árinu. Í bréfinu segir Høgni að í kjölfar fundsins hafi aðeins verið ákveðið að halda áfram samskiptum sínum til þess að gera nýjan samning fyrir árið 2018 en að svo hafi íslensk stjórnvöld tekið óvænt og einhliða skref. „Tilkynning um stöðu viðræðnanna er ekki í samræmi við afstöðu og upplifun Færeyinga af þeim,” segir Høgni í bréfinu.Mótmæla þessari ólöglegu aðgerð Landsstjórn Færeyja undrast framferði íslenskra stjórnvalda og segjast mótmæla þessari ólöglegu aðgerð og hefur Høgni Hoydal ráðfært sig við utanríkismálanefnd færeyska Lögþingsins vegna málsins. Høgni hafnar því einnig að Færeyingar hafi krafist aukinna heimilda til að veiða á botnfiski í íslenskri lögsögu. „Það er ekki rétt. Um var að ræða hefðbundnar samningaviðræður, þar sem báðir aðilar viðruðu óskir sínar, og tekin upp að nýju þau atriði, sem hafa verið óleyst, og atriði sem aðilarnir hafa orðið sammála um og samið um á síðustu árum,“ segir Høgni í bréfinu. Hann segist einnig undrast verulega að Ísland skuli hlaupa frá gerðum samningi milli Færeyja og Íslands og að það skuli vera gert eftir að Ísland hefur nýtt sér þá möguleika sem í samningnum felast. Um níutíu prósent af kolmunnaafla Íslands er veiddur í færeyskri lögsögu.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á næsta ári. 30. desember 2017 12:25 Vonbrigði að Færeyingar hafi ekki tekið tilboðinu Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra á þó von á að ríkin setjist senn að samningaborðinu á ný svo unnt verði að leysa úr stöðunni. 30. desember 2017 20:30 Ísland og Færeyjar deila um kolmunna Samningaviðræður Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan efnahagslögsögu landanna hafa siglt í strand að hluta. 29. desember 2017 06:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Sjá meira
Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á næsta ári. 30. desember 2017 12:25
Vonbrigði að Færeyingar hafi ekki tekið tilboðinu Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra á þó von á að ríkin setjist senn að samningaborðinu á ný svo unnt verði að leysa úr stöðunni. 30. desember 2017 20:30
Ísland og Færeyjar deila um kolmunna Samningaviðræður Íslands og Færeyja um fiskveiðar innan efnahagslögsögu landanna hafa siglt í strand að hluta. 29. desember 2017 06:00