Vonbrigði að Færeyingar hafi ekki tekið tilboðinu Hersir Aron Ólafsson skrifar 30. desember 2017 20:30 Færeyskum fiskiskipum verður óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu frá og með næsta mánudegi. Ekki hafa náðst samningar milli ríkjanna um gagnkvæmar veiðiheimildir og ákvað sjávarútvegsráðherra því að fella úr gildi allar heimildir Færeyinga á nýju ári. Ákvörðunin er tekin í kjölfar þess að Færeyingar kröfðust aukinna heimilda til veiða á botnfiski í íslenskri lögsögu ásamt afléttingu takmarkana á manneldisvinnslu á loðnu. Þegar ekki var orðið við þeirri kröfu tilkynntu stjórnvöld í Þórshöfn að íslensk fiskiskip myndu ekki lengur fá aðgang til veiða á kolmunna í færeyskri lögsögu. Sjávarútvegsráðherra segir ákvörðun sína eðlilega í framhaldi af þessu. „Og þá hlýtur það sama að gilda fyrir Færeyinga hér í okkar sjó,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra í samtali við Fréttastofu. Sjávarútvegsráðherrar Íslands og Færeyja funduðu í Þórshöfn 12. og 13. desember og reyndu þar að semja um veiðiheimildir Færeyinga í íslenskri lögsögu og um gagnkvæman aðgang að lögsögum ríkjanna vegna veiða á kolmunna og síld. Kristján segir kröfur Færeyinga um auknar heimildir á íslenskum miðum hins vegar ekki hafa verið ásættanlegar. „Þeir óskuðu eftir breytingum á því samkomulagi sem var í gildi, þær óskir voru að okkar mati óaðgengilegar öðruvísi en að það kæmi eitthvert gjald á móti.“Sjá einnig: Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Samkvæmt samkomulagi þjóðanna veiða Íslendingar hluta kolmunnakvóta síns nú í færeyskri lögsögu og Færeyingar í íslenskri. Til viðbótar segir Kristján Íslendinga hafa látið Færeyinga hafa um 5600 tonn af botnfiski og allt að 30 þúsund tonn af loðnu. Þetta samkomulag hafi verið Færeyingum nokkuð hagfellt. „Ég bauð það upp að við héldum bara óbreyttu fyrirkomulagi þar sem við næðum nýjum samningum og þá hefðu þessir hlutir bara getað gengið þrautalaust fyrir sig. Mér eru það nokkur vonbrigði að því tilboði hafi ekki verið tekið,“ segir Kristján. Hann á þó von á að ríkin setjist senn að samningaborðinu á ný svo unnt verði að leysa úr stöðunni. „Við væntum núna viðbragða Færeyinga við þessari stöðu og sjáum til hvernig úr því spilast.“ Tengdar fréttir Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á næsta ári. 30. desember 2017 12:25 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Færeyskum fiskiskipum verður óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu frá og með næsta mánudegi. Ekki hafa náðst samningar milli ríkjanna um gagnkvæmar veiðiheimildir og ákvað sjávarútvegsráðherra því að fella úr gildi allar heimildir Færeyinga á nýju ári. Ákvörðunin er tekin í kjölfar þess að Færeyingar kröfðust aukinna heimilda til veiða á botnfiski í íslenskri lögsögu ásamt afléttingu takmarkana á manneldisvinnslu á loðnu. Þegar ekki var orðið við þeirri kröfu tilkynntu stjórnvöld í Þórshöfn að íslensk fiskiskip myndu ekki lengur fá aðgang til veiða á kolmunna í færeyskri lögsögu. Sjávarútvegsráðherra segir ákvörðun sína eðlilega í framhaldi af þessu. „Og þá hlýtur það sama að gilda fyrir Færeyinga hér í okkar sjó,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra í samtali við Fréttastofu. Sjávarútvegsráðherrar Íslands og Færeyja funduðu í Þórshöfn 12. og 13. desember og reyndu þar að semja um veiðiheimildir Færeyinga í íslenskri lögsögu og um gagnkvæman aðgang að lögsögum ríkjanna vegna veiða á kolmunna og síld. Kristján segir kröfur Færeyinga um auknar heimildir á íslenskum miðum hins vegar ekki hafa verið ásættanlegar. „Þeir óskuðu eftir breytingum á því samkomulagi sem var í gildi, þær óskir voru að okkar mati óaðgengilegar öðruvísi en að það kæmi eitthvert gjald á móti.“Sjá einnig: Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Samkvæmt samkomulagi þjóðanna veiða Íslendingar hluta kolmunnakvóta síns nú í færeyskri lögsögu og Færeyingar í íslenskri. Til viðbótar segir Kristján Íslendinga hafa látið Færeyinga hafa um 5600 tonn af botnfiski og allt að 30 þúsund tonn af loðnu. Þetta samkomulag hafi verið Færeyingum nokkuð hagfellt. „Ég bauð það upp að við héldum bara óbreyttu fyrirkomulagi þar sem við næðum nýjum samningum og þá hefðu þessir hlutir bara getað gengið þrautalaust fyrir sig. Mér eru það nokkur vonbrigði að því tilboði hafi ekki verið tekið,“ segir Kristján. Hann á þó von á að ríkin setjist senn að samningaborðinu á ný svo unnt verði að leysa úr stöðunni. „Við væntum núna viðbragða Færeyinga við þessari stöðu og sjáum til hvernig úr því spilast.“
Tengdar fréttir Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á næsta ári. 30. desember 2017 12:25 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á næsta ári. 30. desember 2017 12:25