Vonbrigði að Færeyingar hafi ekki tekið tilboðinu Hersir Aron Ólafsson skrifar 30. desember 2017 20:30 Færeyskum fiskiskipum verður óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu frá og með næsta mánudegi. Ekki hafa náðst samningar milli ríkjanna um gagnkvæmar veiðiheimildir og ákvað sjávarútvegsráðherra því að fella úr gildi allar heimildir Færeyinga á nýju ári. Ákvörðunin er tekin í kjölfar þess að Færeyingar kröfðust aukinna heimilda til veiða á botnfiski í íslenskri lögsögu ásamt afléttingu takmarkana á manneldisvinnslu á loðnu. Þegar ekki var orðið við þeirri kröfu tilkynntu stjórnvöld í Þórshöfn að íslensk fiskiskip myndu ekki lengur fá aðgang til veiða á kolmunna í færeyskri lögsögu. Sjávarútvegsráðherra segir ákvörðun sína eðlilega í framhaldi af þessu. „Og þá hlýtur það sama að gilda fyrir Færeyinga hér í okkar sjó,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra í samtali við Fréttastofu. Sjávarútvegsráðherrar Íslands og Færeyja funduðu í Þórshöfn 12. og 13. desember og reyndu þar að semja um veiðiheimildir Færeyinga í íslenskri lögsögu og um gagnkvæman aðgang að lögsögum ríkjanna vegna veiða á kolmunna og síld. Kristján segir kröfur Færeyinga um auknar heimildir á íslenskum miðum hins vegar ekki hafa verið ásættanlegar. „Þeir óskuðu eftir breytingum á því samkomulagi sem var í gildi, þær óskir voru að okkar mati óaðgengilegar öðruvísi en að það kæmi eitthvert gjald á móti.“Sjá einnig: Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Samkvæmt samkomulagi þjóðanna veiða Íslendingar hluta kolmunnakvóta síns nú í færeyskri lögsögu og Færeyingar í íslenskri. Til viðbótar segir Kristján Íslendinga hafa látið Færeyinga hafa um 5600 tonn af botnfiski og allt að 30 þúsund tonn af loðnu. Þetta samkomulag hafi verið Færeyingum nokkuð hagfellt. „Ég bauð það upp að við héldum bara óbreyttu fyrirkomulagi þar sem við næðum nýjum samningum og þá hefðu þessir hlutir bara getað gengið þrautalaust fyrir sig. Mér eru það nokkur vonbrigði að því tilboði hafi ekki verið tekið,“ segir Kristján. Hann á þó von á að ríkin setjist senn að samningaborðinu á ný svo unnt verði að leysa úr stöðunni. „Við væntum núna viðbragða Færeyinga við þessari stöðu og sjáum til hvernig úr því spilast.“ Tengdar fréttir Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á næsta ári. 30. desember 2017 12:25 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Sjá meira
Færeyskum fiskiskipum verður óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu frá og með næsta mánudegi. Ekki hafa náðst samningar milli ríkjanna um gagnkvæmar veiðiheimildir og ákvað sjávarútvegsráðherra því að fella úr gildi allar heimildir Færeyinga á nýju ári. Ákvörðunin er tekin í kjölfar þess að Færeyingar kröfðust aukinna heimilda til veiða á botnfiski í íslenskri lögsögu ásamt afléttingu takmarkana á manneldisvinnslu á loðnu. Þegar ekki var orðið við þeirri kröfu tilkynntu stjórnvöld í Þórshöfn að íslensk fiskiskip myndu ekki lengur fá aðgang til veiða á kolmunna í færeyskri lögsögu. Sjávarútvegsráðherra segir ákvörðun sína eðlilega í framhaldi af þessu. „Og þá hlýtur það sama að gilda fyrir Færeyinga hér í okkar sjó,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra í samtali við Fréttastofu. Sjávarútvegsráðherrar Íslands og Færeyja funduðu í Þórshöfn 12. og 13. desember og reyndu þar að semja um veiðiheimildir Færeyinga í íslenskri lögsögu og um gagnkvæman aðgang að lögsögum ríkjanna vegna veiða á kolmunna og síld. Kristján segir kröfur Færeyinga um auknar heimildir á íslenskum miðum hins vegar ekki hafa verið ásættanlegar. „Þeir óskuðu eftir breytingum á því samkomulagi sem var í gildi, þær óskir voru að okkar mati óaðgengilegar öðruvísi en að það kæmi eitthvert gjald á móti.“Sjá einnig: Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Samkvæmt samkomulagi þjóðanna veiða Íslendingar hluta kolmunnakvóta síns nú í færeyskri lögsögu og Færeyingar í íslenskri. Til viðbótar segir Kristján Íslendinga hafa látið Færeyinga hafa um 5600 tonn af botnfiski og allt að 30 þúsund tonn af loðnu. Þetta samkomulag hafi verið Færeyingum nokkuð hagfellt. „Ég bauð það upp að við héldum bara óbreyttu fyrirkomulagi þar sem við næðum nýjum samningum og þá hefðu þessir hlutir bara getað gengið þrautalaust fyrir sig. Mér eru það nokkur vonbrigði að því tilboði hafi ekki verið tekið,“ segir Kristján. Hann á þó von á að ríkin setjist senn að samningaborðinu á ný svo unnt verði að leysa úr stöðunni. „Við væntum núna viðbragða Færeyinga við þessari stöðu og sjáum til hvernig úr því spilast.“
Tengdar fréttir Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á næsta ári. 30. desember 2017 12:25 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Sjá meira
Færeyskum fiskiskipum óheimilt að veiða innan íslenskrar lögsögu Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að fella úr gildi allar heimildir færeyskra fiskiskipa til að stunda veiðar innan íslenskrar lögsögu á næsta ári. 30. desember 2017 12:25