Frásagnir þolenda í fjölmiðlum hvetja aðra til að segja frá Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. janúar 2018 16:23 Bryndís Björk Ásgeirsdóttir var önnur þeirrar sem flutti erindið í dag Vísir/Anton Fjölmiðlaumfjöllun þar sem þolendur kynferðisofbeldis stíga fram og segja sögu sína getur haft hvetjandi áhrif á aðra þolendur til að segja frá ofbeldi sem þeir hafa orðið fyrir. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Bryndísar Bjarkar Ásgeirsdóttur dósents og Rannveigar S. Sigurvinsdóttur nýdoktors við sálfræðisviðs HR á ráðstefnu um nauðgun í Háskólanum í Reykjavík. Ráðstefnan er á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík í samstarfi við Rannsóknamiðstöð gegn ofbeldi við HA, lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu og Aflið - Samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Erindi Bryndísar og Rannveigar kallaðist „Ég ætlaði ekki að segja neinum frá.“ Hindranir og hvatar til að segja frá. Þar kom meðal annars fram að frásögn af kynferðisofbeldi er sjaldan heildstæð í fyrsta sinn sem hún kemur fram heldur komi hún með tímanum skýrar í ljós. „Það sýnir að einstaklingurinn greinir fyrst frá hluta þess sem gerðist og veitir því svo athygli hvort viðbrögðin eru styðjandi eða ekki. Ef þau eru styðjandi er líklegra að fleiri atriði atburðarásarinnar komi fram,“ sagði Bryndís Björk.Fólk geti speglað sig í frásögnum annarra „Frásögn er í eðli sínu mjög mikilvæg í þessu málaferli því hún getur stöðvað ofbeldi í lífi einstaklingsins, fyrirbyggt mögulegt ofbeldi gagnvart öðrum og verið upphafið að bataferli eða komið í veg fyrir neikvæðar langtímaafleiðingar.“ Þær segja að fjölmiðlaumfjöllun þar sem þekkt fólk segir sögu sína af kynferðisofbeldi geti hvatt fólk til frásagnar. Það normalíseru atburðinn, gefi þau skilaboð að allir geti lent í slíku og að þolendur séu ekki settir út á jaðar samfélagsins. Fólk geti jafnframt speglað frásögnina við eigin reynslu og það skilgreini jafnframt á ákveðinn hátt hvaða sögur séu samfélagslega samþykktar. „Meiri breidd í birtingarmyndum í umfjöllun er af hinu góða. Fjölbreytileikinn gefur fleiri og ólíkari dæmi.“Rannveig S. Sigurvinsdóttir flutti erindið ásamt Bryndísi Björk.Mikilvægt að bregðast rétt við þolendum Rannveig og Bryndís söfnuðu saman færslum af Facebook þar sem fólk sagði frá kynferðisofbeldi á árunum 2015 til 2017. Alls eru færslurnar 400 talsins. Þær segja að mjög greinilegir þrír toppar birtist á því tímabili. „Langflestir segja frá á bilinu maí til júlí 2015 og það er það sem hefur verið kallað beautytips byltingin og Druslugangan það ár. Nokkra mánuði á eftir gerist mjög litið, það eru ekki sterkir samfélagslegir hvatar. Minni hvati til að segja sögu sína. Svo í nóvember 2015 þá fer annað af stað. Þá eru mótmæli fyrir utan stöðina hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og mikil umfjöllun tengd því,“ segir Rannveig. Þær segja mikilvægt að fólki sé rétt tekið þegar það ákveður að segja frá kynferðisofbeldi. Mikilvægt sé að gera ekki lítið úr ofbeldinu, að trúa þolanda. Forðast skal að kenna þolanda um ofbeldið, bæði óbeint og beint. Spuringar um áfengi klæðaburð og annað sem gefa í skyn að þolandi hefði getað komið í veg fyrir ofbeldið sjálfur séu til dæmis óæskilegar. Tengdar fréttir Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Í dag fer fram ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 5. janúar 2018 12:30 „Það á aldrei neinn að þjást í þögninni“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að tíminn sé versti óvinur réttvísinnar í kynferðisbrotum. 5. janúar 2018 13:50 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Fjölmiðlaumfjöllun þar sem þolendur kynferðisofbeldis stíga fram og segja sögu sína getur haft hvetjandi áhrif á aðra þolendur til að segja frá ofbeldi sem þeir hafa orðið fyrir. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Bryndísar Bjarkar Ásgeirsdóttur dósents og Rannveigar S. Sigurvinsdóttur nýdoktors við sálfræðisviðs HR á ráðstefnu um nauðgun í Háskólanum í Reykjavík. Ráðstefnan er á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík í samstarfi við Rannsóknamiðstöð gegn ofbeldi við HA, lögreglustjórann í Vestmannaeyjum, lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu og Aflið - Samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Erindi Bryndísar og Rannveigar kallaðist „Ég ætlaði ekki að segja neinum frá.“ Hindranir og hvatar til að segja frá. Þar kom meðal annars fram að frásögn af kynferðisofbeldi er sjaldan heildstæð í fyrsta sinn sem hún kemur fram heldur komi hún með tímanum skýrar í ljós. „Það sýnir að einstaklingurinn greinir fyrst frá hluta þess sem gerðist og veitir því svo athygli hvort viðbrögðin eru styðjandi eða ekki. Ef þau eru styðjandi er líklegra að fleiri atriði atburðarásarinnar komi fram,“ sagði Bryndís Björk.Fólk geti speglað sig í frásögnum annarra „Frásögn er í eðli sínu mjög mikilvæg í þessu málaferli því hún getur stöðvað ofbeldi í lífi einstaklingsins, fyrirbyggt mögulegt ofbeldi gagnvart öðrum og verið upphafið að bataferli eða komið í veg fyrir neikvæðar langtímaafleiðingar.“ Þær segja að fjölmiðlaumfjöllun þar sem þekkt fólk segir sögu sína af kynferðisofbeldi geti hvatt fólk til frásagnar. Það normalíseru atburðinn, gefi þau skilaboð að allir geti lent í slíku og að þolendur séu ekki settir út á jaðar samfélagsins. Fólk geti jafnframt speglað frásögnina við eigin reynslu og það skilgreini jafnframt á ákveðinn hátt hvaða sögur séu samfélagslega samþykktar. „Meiri breidd í birtingarmyndum í umfjöllun er af hinu góða. Fjölbreytileikinn gefur fleiri og ólíkari dæmi.“Rannveig S. Sigurvinsdóttir flutti erindið ásamt Bryndísi Björk.Mikilvægt að bregðast rétt við þolendum Rannveig og Bryndís söfnuðu saman færslum af Facebook þar sem fólk sagði frá kynferðisofbeldi á árunum 2015 til 2017. Alls eru færslurnar 400 talsins. Þær segja að mjög greinilegir þrír toppar birtist á því tímabili. „Langflestir segja frá á bilinu maí til júlí 2015 og það er það sem hefur verið kallað beautytips byltingin og Druslugangan það ár. Nokkra mánuði á eftir gerist mjög litið, það eru ekki sterkir samfélagslegir hvatar. Minni hvati til að segja sögu sína. Svo í nóvember 2015 þá fer annað af stað. Þá eru mótmæli fyrir utan stöðina hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og mikil umfjöllun tengd því,“ segir Rannveig. Þær segja mikilvægt að fólki sé rétt tekið þegar það ákveður að segja frá kynferðisofbeldi. Mikilvægt sé að gera ekki lítið úr ofbeldinu, að trúa þolanda. Forðast skal að kenna þolanda um ofbeldið, bæði óbeint og beint. Spuringar um áfengi klæðaburð og annað sem gefa í skyn að þolandi hefði getað komið í veg fyrir ofbeldið sjálfur séu til dæmis óæskilegar.
Tengdar fréttir Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Í dag fer fram ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 5. janúar 2018 12:30 „Það á aldrei neinn að þjást í þögninni“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að tíminn sé versti óvinur réttvísinnar í kynferðisbrotum. 5. janúar 2018 13:50 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Bein útsending: Þögnin, skömmin og kerfið Í dag fer fram ráðstefna um nauðgun á vegum lagadeildar og sálfræðisviðs Háskólans í Reykjavík. 5. janúar 2018 12:30
„Það á aldrei neinn að þjást í þögninni“ Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að tíminn sé versti óvinur réttvísinnar í kynferðisbrotum. 5. janúar 2018 13:50
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent