Segir Íslendinga stunda þjóðarmorð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. mars 2018 11:15 Töluverð umræða hefur átt sér stað í Bandaríkjunum vegna umfjöllunar CBS á síðasta ári. Vísir/Getty „Ísland hlýtur að vera ánægt með að vera svo nálægt því að ná árangri í þjóðarmorðsáætlun sinni,“ skrifar George F. Will, pistlahöfundur hjá bandaríska stórblaðinu Washington Post í skoðanapistli sem birtist á vefsíðu blaðsins í gær. Í pistlinum fjallar Will, sem hlaut Pulitzer-verðlaunin virtu árið 1977, um þá staðreynd að á Íslandi ákveði flestir að eyða fóstri leiði prófun í ljós litningagallann sem veldur Downs-heilkenninu.Eftir umfjöllun bandarísku sjónvarpstöðvarinnar CBS á síðasta ári hefur umræða um þetta mál farið vaxandi í Bandaríkjunum, ekki síst meðal íhaldssamra stjórnmálamanna og fylgismanna þeirra. Bent hefur verið á að umfjöllun CBS kunni að hafa verið villandi en málið hefur sérstaklega verið tekið fyrir á miðlinum Snopes, sem kannar sannleiksgildi frétta og sögusagna. „Áður en við óskum þjóðinni til hamingju með þessa lokalausn við Downs-vandamálinu ættum við að biðja Ísland um að svara spurningu: Hvað er vandamálið?“ skrifar Will í pistli sínum sem ber titilinn Hið raunverulega Downs-vandamál? Samþykki þjóðarmorðs. Greinin hefur vakið töluverða athygli ytra en alls hafa verið skrifuð hátt í 1.700 ummæli við hana frá því að hún birtist í gær.George F. Will er hér til vinstri en hann hlaut Pulitzer-verðlaunin árið 1977.Vísir/GettySetur hann tengil á umfjöllun CBS-sjónvarpstöðvarinnar þar sem rætt var Þórdísi Ingadóttur, sem árið 2009 eignaðist Ágústu, eina af þremur börnum sem fæddust með Downs-heilkenni á Íslandi það ár. Í umfjöllun CBS kom fram að heilkennið væri smám saman að hverfa á Íslandi en í kringum 80 til 85 prósent íslenskra kvenna láta prófa fyrir litningagallanum sem veldur Downs-heilkenni. „En áður en Ísland fer í vörn vegna þessarar lýsingu þá skulum við öll reyna að hugsa um þjóðarmorð á yfirvegaðan hátt, án þess að setjast í dómarasæti. Þjóðarmorð er einfaldlega kerfisbundin leið til þess að útrýma tilteknum hópi af fólki,“ skrifar Will. „Í tilviki Íslands er þessi hópur af fólki fólk með Downs-heilkennið.“ Í greininni fer Will yfir það hvernig lífslíkur einstaklinga með Downs hafi farið vaxandi undanfarna áratugi og rannsóknir sem sýnir að fólk með Downs geti lifað hamingjusömu lífi. Vísar hann aftur í umfjöllun CBS og vekur athygli á því að móðir Ágústu sé ánægð með að hún hafi ekki farið í fóstureyðingu. Þá nefnir hann einnig til sögunnar tölfræði sem bendir til þess að víða um heim sé þróunin svipuð hér á Íslandi, flestir ákveði að eyða fóstri leiði prófun í ljós litningagallann sem veldur heilkenninu. Lýkur hann greininni á að segja að það sé í raun hið raunverulega „Downs-vandamál,“ að samfélagið telji eðlilegra að eyða fóstri með Downs-heilkenni en að eignast barn með heilkennið. Tengdar fréttir Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30 Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38 Suðurríkjapresturinn sendir frá sér heimildarmynd um „bastarðaþjóðina Íslendinga“ Baptistapredikarinn Steve Anderson er mættur aftur og hann er ekki búinn að gleyma femínistahelvítinu Íslandi. 21. nóvember 2017 06:57 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira
„Ísland hlýtur að vera ánægt með að vera svo nálægt því að ná árangri í þjóðarmorðsáætlun sinni,“ skrifar George F. Will, pistlahöfundur hjá bandaríska stórblaðinu Washington Post í skoðanapistli sem birtist á vefsíðu blaðsins í gær. Í pistlinum fjallar Will, sem hlaut Pulitzer-verðlaunin virtu árið 1977, um þá staðreynd að á Íslandi ákveði flestir að eyða fóstri leiði prófun í ljós litningagallann sem veldur Downs-heilkenninu.Eftir umfjöllun bandarísku sjónvarpstöðvarinnar CBS á síðasta ári hefur umræða um þetta mál farið vaxandi í Bandaríkjunum, ekki síst meðal íhaldssamra stjórnmálamanna og fylgismanna þeirra. Bent hefur verið á að umfjöllun CBS kunni að hafa verið villandi en málið hefur sérstaklega verið tekið fyrir á miðlinum Snopes, sem kannar sannleiksgildi frétta og sögusagna. „Áður en við óskum þjóðinni til hamingju með þessa lokalausn við Downs-vandamálinu ættum við að biðja Ísland um að svara spurningu: Hvað er vandamálið?“ skrifar Will í pistli sínum sem ber titilinn Hið raunverulega Downs-vandamál? Samþykki þjóðarmorðs. Greinin hefur vakið töluverða athygli ytra en alls hafa verið skrifuð hátt í 1.700 ummæli við hana frá því að hún birtist í gær.George F. Will er hér til vinstri en hann hlaut Pulitzer-verðlaunin árið 1977.Vísir/GettySetur hann tengil á umfjöllun CBS-sjónvarpstöðvarinnar þar sem rætt var Þórdísi Ingadóttur, sem árið 2009 eignaðist Ágústu, eina af þremur börnum sem fæddust með Downs-heilkenni á Íslandi það ár. Í umfjöllun CBS kom fram að heilkennið væri smám saman að hverfa á Íslandi en í kringum 80 til 85 prósent íslenskra kvenna láta prófa fyrir litningagallanum sem veldur Downs-heilkenni. „En áður en Ísland fer í vörn vegna þessarar lýsingu þá skulum við öll reyna að hugsa um þjóðarmorð á yfirvegaðan hátt, án þess að setjast í dómarasæti. Þjóðarmorð er einfaldlega kerfisbundin leið til þess að útrýma tilteknum hópi af fólki,“ skrifar Will. „Í tilviki Íslands er þessi hópur af fólki fólk með Downs-heilkennið.“ Í greininni fer Will yfir það hvernig lífslíkur einstaklinga með Downs hafi farið vaxandi undanfarna áratugi og rannsóknir sem sýnir að fólk með Downs geti lifað hamingjusömu lífi. Vísar hann aftur í umfjöllun CBS og vekur athygli á því að móðir Ágústu sé ánægð með að hún hafi ekki farið í fóstureyðingu. Þá nefnir hann einnig til sögunnar tölfræði sem bendir til þess að víða um heim sé þróunin svipuð hér á Íslandi, flestir ákveði að eyða fóstri leiði prófun í ljós litningagallann sem veldur heilkenninu. Lýkur hann greininni á að segja að það sé í raun hið raunverulega „Downs-vandamál,“ að samfélagið telji eðlilegra að eyða fóstri með Downs-heilkenni en að eignast barn með heilkennið.
Tengdar fréttir Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30 Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38 Suðurríkjapresturinn sendir frá sér heimildarmynd um „bastarðaþjóðina Íslendinga“ Baptistapredikarinn Steve Anderson er mættur aftur og hann er ekki búinn að gleyma femínistahelvítinu Íslandi. 21. nóvember 2017 06:57 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira
Downs-heilkennið á Íslandi: Segir ekki verið að eyða heilkenninu heldur drepa börn Ted Cruz, þingmaður Repúblikanaflokksins, og bandaríska leikkonan Patricia Heaton gagnrýndu stöðu Downs-heilkennisins á Íslandi harðlega í dag. 15. ágúst 2017 20:30
Sarah Palin líkir Íslandi við Þýskaland nasismans „Þetta umburðarleysi gagnavart fólki sem er öðruvísi er rangt og illska.“ 16. ágúst 2017 06:38
Suðurríkjapresturinn sendir frá sér heimildarmynd um „bastarðaþjóðina Íslendinga“ Baptistapredikarinn Steve Anderson er mættur aftur og hann er ekki búinn að gleyma femínistahelvítinu Íslandi. 21. nóvember 2017 06:57