Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur kært tyrkneska félagið Besiktas þar sem köttur komst út á völlinn í leik liðsins í Meistaradeildinni í gær.
Það var á 49. mínútu leiksins sem Michael Oliver dómari stöðvaði leik liðsins gegn Bayern af því það var köttur mættur inn á völlinn. Köttur!! Við höfum séð íkorna meðal annars lauma sér inn á völlinn en köttur sést ekki á hverjum degi í Meistaradeildinni.
Besiktas er kært fyrir slaka umgjörð en ekki er talið ólíklegt að það hafi einhver áhorfandi hreinlega mætt með köttinn með sér á völlinn. Allt mjög eðlilegt við það.
Umgjörðin klikkaði víða hjá Besiktas því áhorfendur gerðust sekir um að kasta hlutum inn á völlinn og svo stóðu þeir í vegi fyrir útgönguleiðum sem er stórhættulegt.
Bayern vann leikinn 3-1 og rimmunni 8-1 samtals. Það var þó kötturinn sem stal senunni.
Kötturinn sem stöðvaði leik í Meistaradeildinni

Tengdar fréttir

Vandræðalaust fyrir Bayern | Sjáðu mörkin
Bayern München er auðveldlega komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Þeir unnu einvígið gegn Besiktas samanlagt 8-1, en síðari leiknum lauk með 3-1 sigri Bæjara.