Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. maí 2018 06:00 Mál mannsins hefur legið eins og mara á mörgum aðstandendun bocciaiðkenda á Akureyri og haft mjög neikvæð áhrif á félagsskapinn. Vísir/Pjetur Sakamál gegn fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa ítrekað nauðgað rúmlega tvítugri, þroskaskertri stúlku sem æfði boccia undir hans handleiðslu. Samkvæmt ákæru er maðurinn talinn hafa nýtt sér yfirburði sína gagnvart konunni, misnotað aðstöðu sína gróflega og ítrekað komið sér í aðstæður þar sem hann gat beitt hana ofbeldi um nokkurra mánaða skeið á árunum 2014 og 2015. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vor mun hann hafa útvegað henni húsnæði til búsetu og tryggt sér þannig aðgang að henni, en hún á sama tíma hafi rofið öll tengsl við fjölskyldu sína. Innan bocciasamfélagsins munu grunsemdir um háttsemi mannsins fyrst hafa vaknað á Íslandsmóti í boccia árið 2014 en framkoma mannsins við stúlkuna þar þótti bæði óeðlileg og óviðeigandi. Brotin voru kærð árið 2015 og rannsókn málsins hefur tekið langan tíma enda um fjölmargar nauðganir að ræða og mikinn fjölda vitna. Þá er brotaþolinn þroskaskert kona sem fyrr segir og rannsóknin því tímafrekari en ella.Sjá einnig: Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Maðurinn er bæði ákærður á grundvelli almenna nauðgunarákvæðisins í 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga um samræði og önnur kynferðismök án samþykkis og á grundvelli 2. mgr. sömu greinar en samkvæmt henni telst það einnig nauðgun „að beita blekkingum eða notfæra sér villu viðkomandi um aðstæður eða að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans“. Maðurinn er eingöngu ákærður fyrir brot gegn einni konu en samkvæmt heimildum blaðsins hefur maðurinn gengið fram með óeðlilegum hætti gagnvart öðrum iðkendum og hefur meint háttsemi hans valdið miklum titringi meðal bocciaiðkenda og fjölskyldna þeirra á Akureyri þar sem iðkendur hafa skipst í fylkingar með og á móti þjálfaranum. Svo fór þó að maðurinn hrökklaðist úr þjálfarastarfi hjá bocciafélaginu Akri og hefur síðan verið viðloðandi nýtt bocciafélag sem stofnað var í kjölfar klofningsins. Fyrr í vor greindi Fréttablaðið frá því að móðir annarrar bocciastúlku á Akureyri hefur verið ákærð fyrir að hóta manninum lífláti en hún hefur gengist við því að hafa haft í hótunum við manninn eftir að hún varð þess áskynja í ágúst síðastliðnum að maðurinn var að reyna að setja sig í samband við dóttur hennar, sem er þroskaskert og æfði um tíma boccia undir handleiðslu hans. Ákæra á hendur henni var birt skömmu eftir áramót, málið hefur þegar verið þingfest og er aðalmeðferð fyrirhuguð í júní. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Verjandi gagnrýninn á áherslur ákæruvaldsins Verjandi konu sem ákærð er fyrir líflátshótun gegn grunuðum kynferðisbrotamanni, segist vera furðu lostinn yfir áherslum ákæruvaldsins. Maðurinn setti sig í samband við þroskaskerta dóttur hennar en mál gegn honum bíða afgreiðslu. 26. mars 2018 07:00 Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á kvartmílubrautinni í Hafnarfirði Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Sakamál gegn fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa ítrekað nauðgað rúmlega tvítugri, þroskaskertri stúlku sem æfði boccia undir hans handleiðslu. Samkvæmt ákæru er maðurinn talinn hafa nýtt sér yfirburði sína gagnvart konunni, misnotað aðstöðu sína gróflega og ítrekað komið sér í aðstæður þar sem hann gat beitt hana ofbeldi um nokkurra mánaða skeið á árunum 2014 og 2015. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vor mun hann hafa útvegað henni húsnæði til búsetu og tryggt sér þannig aðgang að henni, en hún á sama tíma hafi rofið öll tengsl við fjölskyldu sína. Innan bocciasamfélagsins munu grunsemdir um háttsemi mannsins fyrst hafa vaknað á Íslandsmóti í boccia árið 2014 en framkoma mannsins við stúlkuna þar þótti bæði óeðlileg og óviðeigandi. Brotin voru kærð árið 2015 og rannsókn málsins hefur tekið langan tíma enda um fjölmargar nauðganir að ræða og mikinn fjölda vitna. Þá er brotaþolinn þroskaskert kona sem fyrr segir og rannsóknin því tímafrekari en ella.Sjá einnig: Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Maðurinn er bæði ákærður á grundvelli almenna nauðgunarákvæðisins í 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga um samræði og önnur kynferðismök án samþykkis og á grundvelli 2. mgr. sömu greinar en samkvæmt henni telst það einnig nauðgun „að beita blekkingum eða notfæra sér villu viðkomandi um aðstæður eða að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans“. Maðurinn er eingöngu ákærður fyrir brot gegn einni konu en samkvæmt heimildum blaðsins hefur maðurinn gengið fram með óeðlilegum hætti gagnvart öðrum iðkendum og hefur meint háttsemi hans valdið miklum titringi meðal bocciaiðkenda og fjölskyldna þeirra á Akureyri þar sem iðkendur hafa skipst í fylkingar með og á móti þjálfaranum. Svo fór þó að maðurinn hrökklaðist úr þjálfarastarfi hjá bocciafélaginu Akri og hefur síðan verið viðloðandi nýtt bocciafélag sem stofnað var í kjölfar klofningsins. Fyrr í vor greindi Fréttablaðið frá því að móðir annarrar bocciastúlku á Akureyri hefur verið ákærð fyrir að hóta manninum lífláti en hún hefur gengist við því að hafa haft í hótunum við manninn eftir að hún varð þess áskynja í ágúst síðastliðnum að maðurinn var að reyna að setja sig í samband við dóttur hennar, sem er þroskaskert og æfði um tíma boccia undir handleiðslu hans. Ákæra á hendur henni var birt skömmu eftir áramót, málið hefur þegar verið þingfest og er aðalmeðferð fyrirhuguð í júní.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Verjandi gagnrýninn á áherslur ákæruvaldsins Verjandi konu sem ákærð er fyrir líflátshótun gegn grunuðum kynferðisbrotamanni, segist vera furðu lostinn yfir áherslum ákæruvaldsins. Maðurinn setti sig í samband við þroskaskerta dóttur hennar en mál gegn honum bíða afgreiðslu. 26. mars 2018 07:00 Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á kvartmílubrautinni í Hafnarfirði Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Verjandi gagnrýninn á áherslur ákæruvaldsins Verjandi konu sem ákærð er fyrir líflátshótun gegn grunuðum kynferðisbrotamanni, segist vera furðu lostinn yfir áherslum ákæruvaldsins. Maðurinn setti sig í samband við þroskaskerta dóttur hennar en mál gegn honum bíða afgreiðslu. 26. mars 2018 07:00
Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00
Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. 26. apríl 2018 23:37