Guðrún fagnar ákæru á hendur boccia þjálfara Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 26. apríl 2018 23:37 Guðrún segir ákæruna ákveðinn áfangasigur. Vísir/aðsent/Pjetur Guðrún Karítas Garðarsdóttir segir í Facebook færslu sem hún birti á síðu sinni í dag að ákveðinn áfangasigur hafið náðst þegar að ákæra á hendur Boccia-þjálfara á Akureyri var gefin út. Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. Þjálfarinn er ekki lengur hjá íþróttafélaginu Akri en samkvæmt heimildum Vísis hefur hann stofnað nýtt félag sem ekki er búið að samþykkja af viðeigandi stofnunum. „Hann var látinn fara úr félaginu Akri 2016 og þá fór ég ásamt öðrum í stjórn. Hann var búinn að leggja stjórnina undir sig. Það var í raun bara stjórnarbylting til að koma honum út,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Eins og kom fram á Vísi í gær kærði þjálfarinn Guðrúnu fyrir líflátshótun. Atvikið átti sér stað eftir að Guðrún komst að því að maðurinn hefði sett sig í samband við þroskaskerta dóttur hennar. Í Facebook færslu Guðrúnar segir hún jafnframt að þetta hafi hvílt þungt á Akursfólki. „Ég kom fyrst að þessu máli í janúar 2015 þegar ég gerði athugasemdir við framferði þjálfarans og í framhaldi af því komast ég að því að það var margt óviðeigandi í gangi. Maðurinn var búinn að leggja heilt íþróttafélag undir sig, hann hafði verið ávíttur af réttindagæslumanni fatlaðra fyrir atvik gagnvart iðkanda sem átti sér stað á Íslandsmóti haustið 2014 og réttindagæslumaðurinn hafði svo nokkrum mánuðum seinna verðlaunað hann og gert hann að talsmanni sama einstaklings. Vorið 2016 tek ég þátt í því ásamt fleirum að koma honum frá Íþróttafélaginu Akri og hef frá þeim tíma setið í stjórn félagsins. Þetta hefur hvílt þungt á Akursfólki og því fögnum við í dag að ákveðnar lyktir séu komnar í málið,“ segir í Facebook færslu Guðrúnar. Hellingur sem foreldrar þurfa að passa uppá Guðrún segir að þó svo að margir fatlaðir einstaklingar lifi sjálfstæðu lífi þá sé hellingur sem að foreldrar þurfi að passa upp á. „Því við viljum að þau lifi bara og séu sjálfstæð og hafi þetta frelsi til að velja. En það eru ákveðin mörk á því, maður þarf að leiðbeina og hjálpa þeim áfram þó svo að maður ætli ekki að taka af þeim völdin. Þó svo að þetta sé fullorðin einstaklingur að það sé samt litið á þetta sem alvarlegt brot því þeirra mörk eru kannski ekki alltaf alveg á hreinu, línan er kannski svolítið bjöguð. Við vitum mörkin kannski aðeins betur,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Guðrún furðar sig á því að um næstu helgi sé opið mót á Akureyri og hið nýja félag þjálfarans muni keppa á því móti. „Honum var meinaður aðgangur að þessu móti í fyrra en þetta nýja félag hans það fær að keppa. Þetta er opið mót og þetta félag hans hefur ekki keppnisrétt á Íslandsmóti þar sem það er ekki búið að samþykkja þetta félag innan íþróttahreyfingarinnar, það er ákveðið ferli sem fer í gang þegar ný félög eru stofnuð. En Hængsmótið er opið mót og þar mega allir keppa. Mér skilst samkvæmt fréttum frá því seinnipartinn í dag að hann verði ekki í húsi,“ segir Guðrún sem vonar að aðstandendur mótsins tryggi að hann verði ekki viðstaddur. Færslu Guðrúnar í heild sinni má sjá hér að neðan. Dómsmál Tengdar fréttir Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Ákæra fyrir kynferðisbrot gefin út á hendur boccia-þjálfara Þjálfarinn er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn iðkenda. 25. apríl 2018 17:57 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Guðrún Karítas Garðarsdóttir segir í Facebook færslu sem hún birti á síðu sinni í dag að ákveðinn áfangasigur hafið náðst þegar að ákæra á hendur Boccia-þjálfara á Akureyri var gefin út. Þjálfarinn var kærður fyrir kynferðisbrot gegn þroskaskertri stúlku. Þjálfarinn er ekki lengur hjá íþróttafélaginu Akri en samkvæmt heimildum Vísis hefur hann stofnað nýtt félag sem ekki er búið að samþykkja af viðeigandi stofnunum. „Hann var látinn fara úr félaginu Akri 2016 og þá fór ég ásamt öðrum í stjórn. Hann var búinn að leggja stjórnina undir sig. Það var í raun bara stjórnarbylting til að koma honum út,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Eins og kom fram á Vísi í gær kærði þjálfarinn Guðrúnu fyrir líflátshótun. Atvikið átti sér stað eftir að Guðrún komst að því að maðurinn hefði sett sig í samband við þroskaskerta dóttur hennar. Í Facebook færslu Guðrúnar segir hún jafnframt að þetta hafi hvílt þungt á Akursfólki. „Ég kom fyrst að þessu máli í janúar 2015 þegar ég gerði athugasemdir við framferði þjálfarans og í framhaldi af því komast ég að því að það var margt óviðeigandi í gangi. Maðurinn var búinn að leggja heilt íþróttafélag undir sig, hann hafði verið ávíttur af réttindagæslumanni fatlaðra fyrir atvik gagnvart iðkanda sem átti sér stað á Íslandsmóti haustið 2014 og réttindagæslumaðurinn hafði svo nokkrum mánuðum seinna verðlaunað hann og gert hann að talsmanni sama einstaklings. Vorið 2016 tek ég þátt í því ásamt fleirum að koma honum frá Íþróttafélaginu Akri og hef frá þeim tíma setið í stjórn félagsins. Þetta hefur hvílt þungt á Akursfólki og því fögnum við í dag að ákveðnar lyktir séu komnar í málið,“ segir í Facebook færslu Guðrúnar. Hellingur sem foreldrar þurfa að passa uppá Guðrún segir að þó svo að margir fatlaðir einstaklingar lifi sjálfstæðu lífi þá sé hellingur sem að foreldrar þurfi að passa upp á. „Því við viljum að þau lifi bara og séu sjálfstæð og hafi þetta frelsi til að velja. En það eru ákveðin mörk á því, maður þarf að leiðbeina og hjálpa þeim áfram þó svo að maður ætli ekki að taka af þeim völdin. Þó svo að þetta sé fullorðin einstaklingur að það sé samt litið á þetta sem alvarlegt brot því þeirra mörk eru kannski ekki alltaf alveg á hreinu, línan er kannski svolítið bjöguð. Við vitum mörkin kannski aðeins betur,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Guðrún furðar sig á því að um næstu helgi sé opið mót á Akureyri og hið nýja félag þjálfarans muni keppa á því móti. „Honum var meinaður aðgangur að þessu móti í fyrra en þetta nýja félag hans það fær að keppa. Þetta er opið mót og þetta félag hans hefur ekki keppnisrétt á Íslandsmóti þar sem það er ekki búið að samþykkja þetta félag innan íþróttahreyfingarinnar, það er ákveðið ferli sem fer í gang þegar ný félög eru stofnuð. En Hængsmótið er opið mót og þar mega allir keppa. Mér skilst samkvæmt fréttum frá því seinnipartinn í dag að hann verði ekki í húsi,“ segir Guðrún sem vonar að aðstandendur mótsins tryggi að hann verði ekki viðstaddur. Færslu Guðrúnar í heild sinni má sjá hér að neðan.
Dómsmál Tengdar fréttir Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00 Ákæra fyrir kynferðisbrot gefin út á hendur boccia-þjálfara Þjálfarinn er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn iðkenda. 25. apríl 2018 17:57 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Ákærð fyrir líflátshótun í garð þjálfara Móðir þroskaskertrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn boccia-þjálfara dóttur sinnar. Þjálfarinn er grunaður um að hafa brotið gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Mál hans er á borði saksóknara eftir tæplega þriggja ára rannsókn hjá lögreglu. 23. mars 2018 06:00
Ákæra fyrir kynferðisbrot gefin út á hendur boccia-þjálfara Þjálfarinn er ákærður fyrir kynferðisbrot gegn iðkenda. 25. apríl 2018 17:57