Ólst upp við skipskaða í Reykjanesvita Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. ágúst 2018 20:00 Reykjanesviti á Bæjarfelli Vísir/Einar Árnason Hundrað og tíu ár eru síðan núverandi Reykjanesviti var tekinn í notkun. Af því tilefni verður afhjúpað svokallað konungsmerki sem tekið var niður eftir að vitinn hafði skemmst í jarðskjálfta. Afkomandi vitavarðar sem ólst upp í Reykjanesvita segir það hafa verið hræðilegt að upplifa alla þá skipsskaða sem urðu við Reykjanestá. Rekjanesviti á sér langa og merkilega sögu þetta vitahús var reist árið 1907 og tekið í notkun árið 1908 í tíð Friðriks VIII, danakonungs. Á um níutíu árum stöfuðu þrettán vitaverðir en rétt fyrir aldamótin var tæknin orðin algjörlega sjálfvirk. Reykjanesviti var löngum talinn aðalviti landsins. Fyrsti vitinn var byggður á Valahnjúk fram við sjávarbrún þar sem bjargið stendur þverhnýpt en hann skemmdist illa í jarðskjálfta fyrir aldamótin 1900. Núverandi viti var reistur á Bæjarfelli, steinsnar frá fyrrum vitastæði. Um næstu helgi verður konungsmerki afhjúpað á vitanum, merki sem var tekið niður eftir að vitinn hafði einnig skemmst illa í jarðskjálfta árið 1926.Hallur Gunnarsson, formaður Hollvinasamtaka ReykjanesvitaVísir/Stöð 2„Við erum að halda sögunni á lofti, þetta er ekki út af neinu öðru sem við erum að þessu,“ segir Hallur Gunnarsson, formaður Hollvinasamtaka Reykjanesvita. Hollvinasamtökin fengu styrk síðastliðið haust úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja að upphæð ein milljón til þess að koma endurgera konungsmerkið. En samtökin hafa hugmyndir um að koma upp safni á svæðinu þar sem saga vitanna og vitavarðanna er sögð. Vitarnir voru reistir á þessum stað á Reykjanestá vegna tíðra sjóslysa. Dóttir vitavarðar ólst upp í Reykjanesvita og í uppvextinum varð hún vitni af þremur mannskæðum skipsköðum. Gréta Súsanna Fjeldsted, dóttir fyrrum vitavarðar í ReykjanesvitaVísir/Stöð 2„Það voru þrjú strönd hérna á á meðan að ég var hér Klambstrandið árið 1951, en þá var ég svo ung. Svo Jón Baldvinsson, ég man nú ekki nákvæmlega tímann en svo var hérna Þorbjörn RE30 sem fórst hérna og einn maður bjargaðist. Þannig að ég ólst upp við þetta. Þetta var alveg hræðileg upplifun, sagði Gréta Súsanna Fjeldsted, dóttir fyrrverandi vitavarðar í Reykjanesvita. Vitaverðir og fjölskyldur þeirra voru oft vitni af og þau fyrstu sem komu til hjálpar og voru vitaverðir oft heiðraðir fyrir sín björgunarstörf. Barnabarnabarn Arnbjörns Ólafssonar fyrsta vitavarðarins í Reykjanesvita arfleiddi slíka viðurkenningu. Arnbjörn Ólafsson, barnabarnabarn og alnafni fyrsta vitavarðarins í ReykjanesvitaVísir/Stöð 2„Hann var hetjan í fjölskyldunni. Hann náði að bjarga þarna áhöfn af gufuskipi sem strandaði við suðurströndina árið 1899. Gufuskip frá Hull og hann hlaut viðurkenningu skipverja fyrir vikið,“ segir barnabarnabarn og alnafni Arnbjörns Ólafssonar fyrsta vitavarðarins í Reykjanesvita. Tengdar fréttir Óskað eftir tillögum að uppbyggingu við Reykjanesvita Stjórn Reykjanes UNESCO Global Geopark hefur auglýst eftir áhugasömum aðilum sem tilbúnir eru að hefja uppbyggingu ferðaþjónustu fyrir Reykjanesvita og nágrenni. 29. janúar 2016 10:01 Launin fóru niður en lífsgæðin upp Hilmar Sigvaldason, vitavörður, sagði upp vinnu sinni í Norðuráli á Grundartanga í lok ársins 2014 og vinnur nú allan ársins hring við það að taka á móti ferðamönnum, og einstaka blaðamanni, við Akranesvita. 30. apríl 2018 09:15 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
Hundrað og tíu ár eru síðan núverandi Reykjanesviti var tekinn í notkun. Af því tilefni verður afhjúpað svokallað konungsmerki sem tekið var niður eftir að vitinn hafði skemmst í jarðskjálfta. Afkomandi vitavarðar sem ólst upp í Reykjanesvita segir það hafa verið hræðilegt að upplifa alla þá skipsskaða sem urðu við Reykjanestá. Rekjanesviti á sér langa og merkilega sögu þetta vitahús var reist árið 1907 og tekið í notkun árið 1908 í tíð Friðriks VIII, danakonungs. Á um níutíu árum stöfuðu þrettán vitaverðir en rétt fyrir aldamótin var tæknin orðin algjörlega sjálfvirk. Reykjanesviti var löngum talinn aðalviti landsins. Fyrsti vitinn var byggður á Valahnjúk fram við sjávarbrún þar sem bjargið stendur þverhnýpt en hann skemmdist illa í jarðskjálfta fyrir aldamótin 1900. Núverandi viti var reistur á Bæjarfelli, steinsnar frá fyrrum vitastæði. Um næstu helgi verður konungsmerki afhjúpað á vitanum, merki sem var tekið niður eftir að vitinn hafði einnig skemmst illa í jarðskjálfta árið 1926.Hallur Gunnarsson, formaður Hollvinasamtaka ReykjanesvitaVísir/Stöð 2„Við erum að halda sögunni á lofti, þetta er ekki út af neinu öðru sem við erum að þessu,“ segir Hallur Gunnarsson, formaður Hollvinasamtaka Reykjanesvita. Hollvinasamtökin fengu styrk síðastliðið haust úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja að upphæð ein milljón til þess að koma endurgera konungsmerkið. En samtökin hafa hugmyndir um að koma upp safni á svæðinu þar sem saga vitanna og vitavarðanna er sögð. Vitarnir voru reistir á þessum stað á Reykjanestá vegna tíðra sjóslysa. Dóttir vitavarðar ólst upp í Reykjanesvita og í uppvextinum varð hún vitni af þremur mannskæðum skipsköðum. Gréta Súsanna Fjeldsted, dóttir fyrrum vitavarðar í ReykjanesvitaVísir/Stöð 2„Það voru þrjú strönd hérna á á meðan að ég var hér Klambstrandið árið 1951, en þá var ég svo ung. Svo Jón Baldvinsson, ég man nú ekki nákvæmlega tímann en svo var hérna Þorbjörn RE30 sem fórst hérna og einn maður bjargaðist. Þannig að ég ólst upp við þetta. Þetta var alveg hræðileg upplifun, sagði Gréta Súsanna Fjeldsted, dóttir fyrrverandi vitavarðar í Reykjanesvita. Vitaverðir og fjölskyldur þeirra voru oft vitni af og þau fyrstu sem komu til hjálpar og voru vitaverðir oft heiðraðir fyrir sín björgunarstörf. Barnabarnabarn Arnbjörns Ólafssonar fyrsta vitavarðarins í Reykjanesvita arfleiddi slíka viðurkenningu. Arnbjörn Ólafsson, barnabarnabarn og alnafni fyrsta vitavarðarins í ReykjanesvitaVísir/Stöð 2„Hann var hetjan í fjölskyldunni. Hann náði að bjarga þarna áhöfn af gufuskipi sem strandaði við suðurströndina árið 1899. Gufuskip frá Hull og hann hlaut viðurkenningu skipverja fyrir vikið,“ segir barnabarnabarn og alnafni Arnbjörns Ólafssonar fyrsta vitavarðarins í Reykjanesvita.
Tengdar fréttir Óskað eftir tillögum að uppbyggingu við Reykjanesvita Stjórn Reykjanes UNESCO Global Geopark hefur auglýst eftir áhugasömum aðilum sem tilbúnir eru að hefja uppbyggingu ferðaþjónustu fyrir Reykjanesvita og nágrenni. 29. janúar 2016 10:01 Launin fóru niður en lífsgæðin upp Hilmar Sigvaldason, vitavörður, sagði upp vinnu sinni í Norðuráli á Grundartanga í lok ársins 2014 og vinnur nú allan ársins hring við það að taka á móti ferðamönnum, og einstaka blaðamanni, við Akranesvita. 30. apríl 2018 09:15 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
Óskað eftir tillögum að uppbyggingu við Reykjanesvita Stjórn Reykjanes UNESCO Global Geopark hefur auglýst eftir áhugasömum aðilum sem tilbúnir eru að hefja uppbyggingu ferðaþjónustu fyrir Reykjanesvita og nágrenni. 29. janúar 2016 10:01
Launin fóru niður en lífsgæðin upp Hilmar Sigvaldason, vitavörður, sagði upp vinnu sinni í Norðuráli á Grundartanga í lok ársins 2014 og vinnur nú allan ársins hring við það að taka á móti ferðamönnum, og einstaka blaðamanni, við Akranesvita. 30. apríl 2018 09:15