Ólst upp við skipskaða í Reykjanesvita Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. ágúst 2018 20:00 Reykjanesviti á Bæjarfelli Vísir/Einar Árnason Hundrað og tíu ár eru síðan núverandi Reykjanesviti var tekinn í notkun. Af því tilefni verður afhjúpað svokallað konungsmerki sem tekið var niður eftir að vitinn hafði skemmst í jarðskjálfta. Afkomandi vitavarðar sem ólst upp í Reykjanesvita segir það hafa verið hræðilegt að upplifa alla þá skipsskaða sem urðu við Reykjanestá. Rekjanesviti á sér langa og merkilega sögu þetta vitahús var reist árið 1907 og tekið í notkun árið 1908 í tíð Friðriks VIII, danakonungs. Á um níutíu árum stöfuðu þrettán vitaverðir en rétt fyrir aldamótin var tæknin orðin algjörlega sjálfvirk. Reykjanesviti var löngum talinn aðalviti landsins. Fyrsti vitinn var byggður á Valahnjúk fram við sjávarbrún þar sem bjargið stendur þverhnýpt en hann skemmdist illa í jarðskjálfta fyrir aldamótin 1900. Núverandi viti var reistur á Bæjarfelli, steinsnar frá fyrrum vitastæði. Um næstu helgi verður konungsmerki afhjúpað á vitanum, merki sem var tekið niður eftir að vitinn hafði einnig skemmst illa í jarðskjálfta árið 1926.Hallur Gunnarsson, formaður Hollvinasamtaka ReykjanesvitaVísir/Stöð 2„Við erum að halda sögunni á lofti, þetta er ekki út af neinu öðru sem við erum að þessu,“ segir Hallur Gunnarsson, formaður Hollvinasamtaka Reykjanesvita. Hollvinasamtökin fengu styrk síðastliðið haust úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja að upphæð ein milljón til þess að koma endurgera konungsmerkið. En samtökin hafa hugmyndir um að koma upp safni á svæðinu þar sem saga vitanna og vitavarðanna er sögð. Vitarnir voru reistir á þessum stað á Reykjanestá vegna tíðra sjóslysa. Dóttir vitavarðar ólst upp í Reykjanesvita og í uppvextinum varð hún vitni af þremur mannskæðum skipsköðum. Gréta Súsanna Fjeldsted, dóttir fyrrum vitavarðar í ReykjanesvitaVísir/Stöð 2„Það voru þrjú strönd hérna á á meðan að ég var hér Klambstrandið árið 1951, en þá var ég svo ung. Svo Jón Baldvinsson, ég man nú ekki nákvæmlega tímann en svo var hérna Þorbjörn RE30 sem fórst hérna og einn maður bjargaðist. Þannig að ég ólst upp við þetta. Þetta var alveg hræðileg upplifun, sagði Gréta Súsanna Fjeldsted, dóttir fyrrverandi vitavarðar í Reykjanesvita. Vitaverðir og fjölskyldur þeirra voru oft vitni af og þau fyrstu sem komu til hjálpar og voru vitaverðir oft heiðraðir fyrir sín björgunarstörf. Barnabarnabarn Arnbjörns Ólafssonar fyrsta vitavarðarins í Reykjanesvita arfleiddi slíka viðurkenningu. Arnbjörn Ólafsson, barnabarnabarn og alnafni fyrsta vitavarðarins í ReykjanesvitaVísir/Stöð 2„Hann var hetjan í fjölskyldunni. Hann náði að bjarga þarna áhöfn af gufuskipi sem strandaði við suðurströndina árið 1899. Gufuskip frá Hull og hann hlaut viðurkenningu skipverja fyrir vikið,“ segir barnabarnabarn og alnafni Arnbjörns Ólafssonar fyrsta vitavarðarins í Reykjanesvita. Tengdar fréttir Óskað eftir tillögum að uppbyggingu við Reykjanesvita Stjórn Reykjanes UNESCO Global Geopark hefur auglýst eftir áhugasömum aðilum sem tilbúnir eru að hefja uppbyggingu ferðaþjónustu fyrir Reykjanesvita og nágrenni. 29. janúar 2016 10:01 Launin fóru niður en lífsgæðin upp Hilmar Sigvaldason, vitavörður, sagði upp vinnu sinni í Norðuráli á Grundartanga í lok ársins 2014 og vinnur nú allan ársins hring við það að taka á móti ferðamönnum, og einstaka blaðamanni, við Akranesvita. 30. apríl 2018 09:15 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Hundrað og tíu ár eru síðan núverandi Reykjanesviti var tekinn í notkun. Af því tilefni verður afhjúpað svokallað konungsmerki sem tekið var niður eftir að vitinn hafði skemmst í jarðskjálfta. Afkomandi vitavarðar sem ólst upp í Reykjanesvita segir það hafa verið hræðilegt að upplifa alla þá skipsskaða sem urðu við Reykjanestá. Rekjanesviti á sér langa og merkilega sögu þetta vitahús var reist árið 1907 og tekið í notkun árið 1908 í tíð Friðriks VIII, danakonungs. Á um níutíu árum stöfuðu þrettán vitaverðir en rétt fyrir aldamótin var tæknin orðin algjörlega sjálfvirk. Reykjanesviti var löngum talinn aðalviti landsins. Fyrsti vitinn var byggður á Valahnjúk fram við sjávarbrún þar sem bjargið stendur þverhnýpt en hann skemmdist illa í jarðskjálfta fyrir aldamótin 1900. Núverandi viti var reistur á Bæjarfelli, steinsnar frá fyrrum vitastæði. Um næstu helgi verður konungsmerki afhjúpað á vitanum, merki sem var tekið niður eftir að vitinn hafði einnig skemmst illa í jarðskjálfta árið 1926.Hallur Gunnarsson, formaður Hollvinasamtaka ReykjanesvitaVísir/Stöð 2„Við erum að halda sögunni á lofti, þetta er ekki út af neinu öðru sem við erum að þessu,“ segir Hallur Gunnarsson, formaður Hollvinasamtaka Reykjanesvita. Hollvinasamtökin fengu styrk síðastliðið haust úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja að upphæð ein milljón til þess að koma endurgera konungsmerkið. En samtökin hafa hugmyndir um að koma upp safni á svæðinu þar sem saga vitanna og vitavarðanna er sögð. Vitarnir voru reistir á þessum stað á Reykjanestá vegna tíðra sjóslysa. Dóttir vitavarðar ólst upp í Reykjanesvita og í uppvextinum varð hún vitni af þremur mannskæðum skipsköðum. Gréta Súsanna Fjeldsted, dóttir fyrrum vitavarðar í ReykjanesvitaVísir/Stöð 2„Það voru þrjú strönd hérna á á meðan að ég var hér Klambstrandið árið 1951, en þá var ég svo ung. Svo Jón Baldvinsson, ég man nú ekki nákvæmlega tímann en svo var hérna Þorbjörn RE30 sem fórst hérna og einn maður bjargaðist. Þannig að ég ólst upp við þetta. Þetta var alveg hræðileg upplifun, sagði Gréta Súsanna Fjeldsted, dóttir fyrrverandi vitavarðar í Reykjanesvita. Vitaverðir og fjölskyldur þeirra voru oft vitni af og þau fyrstu sem komu til hjálpar og voru vitaverðir oft heiðraðir fyrir sín björgunarstörf. Barnabarnabarn Arnbjörns Ólafssonar fyrsta vitavarðarins í Reykjanesvita arfleiddi slíka viðurkenningu. Arnbjörn Ólafsson, barnabarnabarn og alnafni fyrsta vitavarðarins í ReykjanesvitaVísir/Stöð 2„Hann var hetjan í fjölskyldunni. Hann náði að bjarga þarna áhöfn af gufuskipi sem strandaði við suðurströndina árið 1899. Gufuskip frá Hull og hann hlaut viðurkenningu skipverja fyrir vikið,“ segir barnabarnabarn og alnafni Arnbjörns Ólafssonar fyrsta vitavarðarins í Reykjanesvita.
Tengdar fréttir Óskað eftir tillögum að uppbyggingu við Reykjanesvita Stjórn Reykjanes UNESCO Global Geopark hefur auglýst eftir áhugasömum aðilum sem tilbúnir eru að hefja uppbyggingu ferðaþjónustu fyrir Reykjanesvita og nágrenni. 29. janúar 2016 10:01 Launin fóru niður en lífsgæðin upp Hilmar Sigvaldason, vitavörður, sagði upp vinnu sinni í Norðuráli á Grundartanga í lok ársins 2014 og vinnur nú allan ársins hring við það að taka á móti ferðamönnum, og einstaka blaðamanni, við Akranesvita. 30. apríl 2018 09:15 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Sjá meira
Óskað eftir tillögum að uppbyggingu við Reykjanesvita Stjórn Reykjanes UNESCO Global Geopark hefur auglýst eftir áhugasömum aðilum sem tilbúnir eru að hefja uppbyggingu ferðaþjónustu fyrir Reykjanesvita og nágrenni. 29. janúar 2016 10:01
Launin fóru niður en lífsgæðin upp Hilmar Sigvaldason, vitavörður, sagði upp vinnu sinni í Norðuráli á Grundartanga í lok ársins 2014 og vinnur nú allan ársins hring við það að taka á móti ferðamönnum, og einstaka blaðamanni, við Akranesvita. 30. apríl 2018 09:15