Töluverð röskun á millilandaflugi: Lentu á Egilsstöðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 14:32 Ýmist hefur þurft að aflýsa eða seinka flugi í dag. Vísir/Eyþór Millilandaflugi hefur ýmist verið aflýst eða seinkað verulega sökum veðurs. Evrópuflugi Icelandair og WOW air verður seinkað til kvölds og þá hefur Norður-Ameríku flugi verið aflýst. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA segir að allt útlit hafi verið á því að þetta gæti farið með þessum hætti: „Það sem er að hamla er þessi mikli vindur mér skilst að í mestu kviðunum gæti þetta farið upp í 75 hnúta. Viðmiðunarreglan er sú að ef þetta fer yfir 50 hnúta þá er ekki hægt að nota ranana þannig að vindhraðinn er talsverður. Svo bætist ofan á að skyggni er vont sökum élja og fjúks. Þetta vinnur saman í að trufla flugsamgöngur.“Þurftu að lenda á EgilsstöðumEllefu flugvélar sem fóru út í morgun á vegum WOW air koma ekki til baka til landsins á áætlun vegna þess að flugvöllurinn er ónothæfur sem sakir standa. „Skyggni er langt undir mörkum og vindurinn er vel yfir mörkum til að hægt sé að lenda hérna,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air. Vélarnar leggja af stað frá Evrópu til Íslands á milli tíu og ellefu á íslenskum tíma. Flug WOW air frá Tel aviv gat ekki lent á Keflavíkurflugvelli eins og áætlað var og er hún lent á Egilsstöðum í staðinn. Svanhvít segir að flugfélagið sé búið að koma öllum farþegum fyrir á hóteli. Vélin mun fara frá Egilsstöðum til Keflavíkur klukkan ellefu í kvöld. Aflýsa þurfti öllu Norður-Ameríuflugi vegna verður. Til stóð að vélarnar færu núna síðdegis en flogið verður til Chicago síðar í kvöld. Verið er að vinna í því að komast í samband við farþega. Ferþegar eru beðnir um að fylgjast vel með því þeir fá bæði smáskilaboð og tölvupóst með stöðu mála.Flugi ýmist aflýst eða seinkað verulega„Staðan er þannig að þetta veður veldur verulegri röskun á flugi í dag,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Það er töluvert mikil seinkun á flugi sem kemur frá Evrópu núna seinni partinn og flugi sem yfirleitt fer milli fjögur og fimm til Norður-Ameríku hefur verið aflýst. „Þetta veður kemur á versta tíma sólarhringsins þannig að þetta hefur töluvert mikil áhrif,“ segir Guðjón. Á síðu Keflavíkurflugvallar er hægt að fylgjast með gangi mála. Veður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Millilandaflugi hefur ýmist verið aflýst eða seinkað verulega sökum veðurs. Evrópuflugi Icelandair og WOW air verður seinkað til kvölds og þá hefur Norður-Ameríku flugi verið aflýst. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi ISAVIA segir að allt útlit hafi verið á því að þetta gæti farið með þessum hætti: „Það sem er að hamla er þessi mikli vindur mér skilst að í mestu kviðunum gæti þetta farið upp í 75 hnúta. Viðmiðunarreglan er sú að ef þetta fer yfir 50 hnúta þá er ekki hægt að nota ranana þannig að vindhraðinn er talsverður. Svo bætist ofan á að skyggni er vont sökum élja og fjúks. Þetta vinnur saman í að trufla flugsamgöngur.“Þurftu að lenda á EgilsstöðumEllefu flugvélar sem fóru út í morgun á vegum WOW air koma ekki til baka til landsins á áætlun vegna þess að flugvöllurinn er ónothæfur sem sakir standa. „Skyggni er langt undir mörkum og vindurinn er vel yfir mörkum til að hægt sé að lenda hérna,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air. Vélarnar leggja af stað frá Evrópu til Íslands á milli tíu og ellefu á íslenskum tíma. Flug WOW air frá Tel aviv gat ekki lent á Keflavíkurflugvelli eins og áætlað var og er hún lent á Egilsstöðum í staðinn. Svanhvít segir að flugfélagið sé búið að koma öllum farþegum fyrir á hóteli. Vélin mun fara frá Egilsstöðum til Keflavíkur klukkan ellefu í kvöld. Aflýsa þurfti öllu Norður-Ameríuflugi vegna verður. Til stóð að vélarnar færu núna síðdegis en flogið verður til Chicago síðar í kvöld. Verið er að vinna í því að komast í samband við farþega. Ferþegar eru beðnir um að fylgjast vel með því þeir fá bæði smáskilaboð og tölvupóst með stöðu mála.Flugi ýmist aflýst eða seinkað verulega„Staðan er þannig að þetta veður veldur verulegri röskun á flugi í dag,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Það er töluvert mikil seinkun á flugi sem kemur frá Evrópu núna seinni partinn og flugi sem yfirleitt fer milli fjögur og fimm til Norður-Ameríku hefur verið aflýst. „Þetta veður kemur á versta tíma sólarhringsins þannig að þetta hefur töluvert mikil áhrif,“ segir Guðjón. Á síðu Keflavíkurflugvallar er hægt að fylgjast með gangi mála.
Veður Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira