„Við myndum kalla þetta smá golu í Breiðholtinu“ Kristinn Páll Teitsson skrifar 1. mars 2018 06:45 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir í baráttunni við Pernille Harder í leiknum í gær. Vísir/EPA Fótbolti Ísland og Danmörk skildu jöfn 0-0 í fyrsta leik liðanna í Algarve-mótinu í knattspyrnu í gær en leikurinn var fyrsti leikur Íslands á þessu sterkasta æfingarmóti heims. Nokkra lykilleikmenn vantaði í íslenska liðið en stelpurnar stóðu vel í silfurliði síðasta Evrópumóts.Spilaðist upp í okkar hendur Íslenska liðið lék með vindinum í fyrri hálfleik og fékk þó nokkur góð færi þó að Danir hafi verið meira með boltann. Í seinni hálfleik lék danska liðið með vindinn í bakið og komust næst því að skora mark þegar Sandra Sigurðardóttir varði skot í slána í upphafi seinni hálfleiks. Danska liðið stýrði leiknum áfram og fékk betri færi í seinni hálfleik en fann ekki leið framhjá Söndru í marki íslenska liðsins og lauk leiknum því með markalausu jafntefli. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins, fann heilmargt jákvætt við leikinn þegar Fréttablaðið heyrði í honum stuttu eftir leik. „Leikurinn spilaðist bara mjög vel og alveg eins og við lögðum upp með, þetta var kaflaskipt en við vorum að takast á við eitt besta lið heims og náðum að loka mjög vel á þær. Í seinni hálfleik fengum inn nokkra óreynda leikmenn sem leystu verkefni sín mjög vel og ég verð að hrósa öllu liðinu í heild sinni,“ sagði Freyr sem var ánægður með einbeitinguna í varnarleiknum í seinni hálfleik þegar liðið lék í mótvindi. „Við vorum að spila hápressu mjög vel og skiptum vel á milli, færslurnar í varnarleiknum voru algjörlega frábærlegar. Það klikkaði á köflum í fyrri hálfleik en þetta var allt annað í seinni. Upplagið okkar í þessum leik var að halda hreinu, fá nokkur færi og þegar þau kæmu að reyna að nýta að minnsta kosti eitt þeirra,“ en Freyr vildi ekki meina að það hefði verið rok þegar veðrið var borið undir hann: „Við myndum kalla þetta smá golu í Breiðholtinu.“ Íslenska liðið hélt sig við 3-5-2 kerfið og þótt það hafi vantað lykilleikmenn í gærkvöldi komu allir inn af krafti.Glódís Perla Viggósdóttir í baráttunni við Pernille Harder.Kljást við stærstu stjörnur heims „Það er kostur kerfisins að það er auðvelt að koma inn í það og breyta því á meðan á leik stendur og það getur hentað okkur vel. Við erum að reyna að bæta liðið og leikmannahópinn fyrir komandi undankeppni og í dag fengu sumir óreyndir leikmenn að kljást við bestu leikmenn heims og gerðu það vel. Nú er það þeirra að halda dampi, það þarf halda einbeitingu því það eru fleiri gríðarlega erfiðir leikir fram undan.“ Næsti leikur liðsins er gegn Japan á föstudaginn, annar erfiður mótherji og stutt hvíld á milli. Freyr sagðist ekki ætla að taka neina áhættu. „Ég geri tíu breytingar, ég ætla ekki að taka neina áhættu með leikmenn þegar það er svona stutt á milli. Það verður erfiður leikur en við þurfum að vera fljót að hefja undirbúninginn því þetta verður annar erfiður leikur. Japanska liðið er öðruvísi, þær eru kvikari og með meiri tækni,“ sagði Freyr en hann sagði úrslit dagsins ekki hafa hjálpað þegar Japan tapaði 6-2 gegn Hollandi. „Það er ekki að hjálpa að þær fengu risa skell gegn besta sóknarliði heims í Hollandi í gær, þær eiga eftir að vilja svara fyrir það gegn okkur en við þurfum bara að vera tilbúin.“ HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Sjá meira
Fótbolti Ísland og Danmörk skildu jöfn 0-0 í fyrsta leik liðanna í Algarve-mótinu í knattspyrnu í gær en leikurinn var fyrsti leikur Íslands á þessu sterkasta æfingarmóti heims. Nokkra lykilleikmenn vantaði í íslenska liðið en stelpurnar stóðu vel í silfurliði síðasta Evrópumóts.Spilaðist upp í okkar hendur Íslenska liðið lék með vindinum í fyrri hálfleik og fékk þó nokkur góð færi þó að Danir hafi verið meira með boltann. Í seinni hálfleik lék danska liðið með vindinn í bakið og komust næst því að skora mark þegar Sandra Sigurðardóttir varði skot í slána í upphafi seinni hálfleiks. Danska liðið stýrði leiknum áfram og fékk betri færi í seinni hálfleik en fann ekki leið framhjá Söndru í marki íslenska liðsins og lauk leiknum því með markalausu jafntefli. Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska landsliðsins, fann heilmargt jákvætt við leikinn þegar Fréttablaðið heyrði í honum stuttu eftir leik. „Leikurinn spilaðist bara mjög vel og alveg eins og við lögðum upp með, þetta var kaflaskipt en við vorum að takast á við eitt besta lið heims og náðum að loka mjög vel á þær. Í seinni hálfleik fengum inn nokkra óreynda leikmenn sem leystu verkefni sín mjög vel og ég verð að hrósa öllu liðinu í heild sinni,“ sagði Freyr sem var ánægður með einbeitinguna í varnarleiknum í seinni hálfleik þegar liðið lék í mótvindi. „Við vorum að spila hápressu mjög vel og skiptum vel á milli, færslurnar í varnarleiknum voru algjörlega frábærlegar. Það klikkaði á köflum í fyrri hálfleik en þetta var allt annað í seinni. Upplagið okkar í þessum leik var að halda hreinu, fá nokkur færi og þegar þau kæmu að reyna að nýta að minnsta kosti eitt þeirra,“ en Freyr vildi ekki meina að það hefði verið rok þegar veðrið var borið undir hann: „Við myndum kalla þetta smá golu í Breiðholtinu.“ Íslenska liðið hélt sig við 3-5-2 kerfið og þótt það hafi vantað lykilleikmenn í gærkvöldi komu allir inn af krafti.Glódís Perla Viggósdóttir í baráttunni við Pernille Harder.Kljást við stærstu stjörnur heims „Það er kostur kerfisins að það er auðvelt að koma inn í það og breyta því á meðan á leik stendur og það getur hentað okkur vel. Við erum að reyna að bæta liðið og leikmannahópinn fyrir komandi undankeppni og í dag fengu sumir óreyndir leikmenn að kljást við bestu leikmenn heims og gerðu það vel. Nú er það þeirra að halda dampi, það þarf halda einbeitingu því það eru fleiri gríðarlega erfiðir leikir fram undan.“ Næsti leikur liðsins er gegn Japan á föstudaginn, annar erfiður mótherji og stutt hvíld á milli. Freyr sagðist ekki ætla að taka neina áhættu. „Ég geri tíu breytingar, ég ætla ekki að taka neina áhættu með leikmenn þegar það er svona stutt á milli. Það verður erfiður leikur en við þurfum að vera fljót að hefja undirbúninginn því þetta verður annar erfiður leikur. Japanska liðið er öðruvísi, þær eru kvikari og með meiri tækni,“ sagði Freyr en hann sagði úrslit dagsins ekki hafa hjálpað þegar Japan tapaði 6-2 gegn Hollandi. „Það er ekki að hjálpa að þær fengu risa skell gegn besta sóknarliði heims í Hollandi í gær, þær eiga eftir að vilja svara fyrir það gegn okkur en við þurfum bara að vera tilbúin.“
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Sjá meira