Rummenigge: Hundrað prósent öruggt að Lewandowski spilar með Bayern á næsta tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2018 10:15 Robert Lewandowski. Vísir/Getty Robert Lewandowski er ekki á leiðinni til Real Madrid í sumar. Það héldu margir en nú hefur framkvæmdastjóri Bayern München útilokað það að pólski framherjinn sé á förum frá þýska félaginu. Lewandowski er með samning við Bayern München til 30. júní 2021 og á því þrjú tímabil eftir af þessum samningi. Það er því engin pressa á Bæjurum að selja leikmanninn. Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern München, lítur svo á að Pólverjinn sé of mikilvægur fyrir liðið til að láta hann fara. „Hann er ótrúlega mikilvægur fyrir okkar lið og kannski besta nían í Evrópu,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge í viðtali við Kicker.Rummenigge bekräftigt: Lewandowski unverkäuflich - Bayerns Vorstandsboss erinnert an den Fall Ribery 2008 #BLhttps://t.co/KgCgYylj9L — kicker | Bundesliga (@kicker_bl_li) March 26, 2018 Robert Lewandowski hefur spilað með Bayern frá 2014 og hefur skorað 142 mörk í 184 leikjum fyrir félagið. Lewandowski ermeð 32 mörk í 37 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili og skoraði yfir 40 mörk á tveimur tímabilum þar á undan. „Það er hundrað prósent öruggt að Robert Lewandowski spilar með Bayern München á næsta tímabili. Það getur ekkert félag keypt leikmann Bayern München ef félagið vill ekki selja,“ sagði Rummenigge og nefnir dæmi um það þegar Bayern seldi ekki Franck Ribery til Chelsea árið 2008 þrátt fyrir risatilboð. „Það tilboð var algjört brjálæði,“ sagði Rummenigge en félagið seldi ekki franska leikmanninn sem er ennþá í herbúðum félagsins. „Okkar hugarfar hefur ekkert breyst á þessum tíu árum,“ sagði Rummenigge. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Robert Lewandowski er ekki á leiðinni til Real Madrid í sumar. Það héldu margir en nú hefur framkvæmdastjóri Bayern München útilokað það að pólski framherjinn sé á förum frá þýska félaginu. Lewandowski er með samning við Bayern München til 30. júní 2021 og á því þrjú tímabil eftir af þessum samningi. Það er því engin pressa á Bæjurum að selja leikmanninn. Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern München, lítur svo á að Pólverjinn sé of mikilvægur fyrir liðið til að láta hann fara. „Hann er ótrúlega mikilvægur fyrir okkar lið og kannski besta nían í Evrópu,“ sagði Karl-Heinz Rummenigge í viðtali við Kicker.Rummenigge bekräftigt: Lewandowski unverkäuflich - Bayerns Vorstandsboss erinnert an den Fall Ribery 2008 #BLhttps://t.co/KgCgYylj9L — kicker | Bundesliga (@kicker_bl_li) March 26, 2018 Robert Lewandowski hefur spilað með Bayern frá 2014 og hefur skorað 142 mörk í 184 leikjum fyrir félagið. Lewandowski ermeð 32 mörk í 37 leikjum í öllum keppnum á þessu tímabili og skoraði yfir 40 mörk á tveimur tímabilum þar á undan. „Það er hundrað prósent öruggt að Robert Lewandowski spilar með Bayern München á næsta tímabili. Það getur ekkert félag keypt leikmann Bayern München ef félagið vill ekki selja,“ sagði Rummenigge og nefnir dæmi um það þegar Bayern seldi ekki Franck Ribery til Chelsea árið 2008 þrátt fyrir risatilboð. „Það tilboð var algjört brjálæði,“ sagði Rummenigge en félagið seldi ekki franska leikmanninn sem er ennþá í herbúðum félagsins. „Okkar hugarfar hefur ekkert breyst á þessum tíu árum,“ sagði Rummenigge.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira