Íhugaði að skilja verðlaunagripinn eftir á hótelherberginu Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. október 2018 13:04 Auður Ava tekur við verðlaununum í óperunni í Osló í gærkvöldi. Johannes Jansson/norden.org Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur segir bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, sem hún hlaut í gærkvöldi í Osló, eina stærstu viðurkenningu sem hún hefur fengið á ferlinum. Auður Ava fagnaði sigrinum fram á nótt í gær en stefnan er nú tekin heim til Íslands að kynna nýja skáldsögu sem kemur út í næstu viku. Íslendingar voru afar sigursælir á þingi Norðurlandaráðs í gær. Auður Ava hlaut bókmenntaverðlaun ráðsins fyrir skáldsögu sína Ör og þá hreppti Kona fer í stríð, kvikmynd Benedikts Erlingssonar, kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs. Auður Ava var stödd á flugvellinum í Osló, að bíða eftir flugi heim, þegar blaðamaður náði tali af henni í dag. Hún er afar ánægð með verðlaunin en segist ekki endilega vön sigurtilfinningunni. „Þetta er mikill heiður og miklu meira gert með þetta á Norðurlöndunum en heima. Þetta er skemmtilegt en að sama skapi erum við rithöfundar ekkert endilega sérstaklega sviðsvænir eða sjónvarpsvænir, og oftast þegar maður er tilnefndur er maður miklu vanari að fá ekki eitthvað og er bara heima í náttfötunum í sófanum.“Skáldkonu boðið að taka þátt í Ungfrú Ísland Auður Ava er á mála hjá Benedikt bókaútgáfu, tiltölulega litlu og nýstofnuðu forlagi Guðrúnar Vilmundardóttur, og vill verðlaunahafinn koma á framfæri þakklæti til smærri forlaga sem taka sénsinn. „Maður er alltaf að reyna að hjálpa þeim sem eru að taka áhættu og gefa mann út, og aðra fagurbókahöfunda sem eru ekki endilega bestsellers. Það er miklu erfiðara en margir halda heima fyrir að komast inn á Norðurlandamarkaðinn, það er miklu meiri áhugi á íslenskum bókmenntum í Mið- og Suður-Evrópu.“Höfundarnir sem tilnefndir voru til bókmenntaverðlaunanna standa hér á sviðinu í óperunni í Osló.Johannes Jansson/norden.orgAuður Ava hlaut verðlaunin fyrir skáldsögu sína Ör sem var gefin út á Íslandi fyrir tveimur árum en er tiltölulega nýkomin út á öðrum Norðurlöndum. Í næstu viku kemur svo út ný skáldsaga Auðar Övu, Ungfrú Ísland, sem gerist árið 1963 og fjallar um unga skáldkonu sem boðið er að taka þátt í fegurðarsamkeppni. Þegar heim er komið tekur því við kynningarferðalag vegna nýju bókarinnar. „Það sem tekur við er að ég er með nýja bók sem er að koma út í næstu viku, og sný mér að henni og mínu venjulega lífi heima. Ég ætla í ferðalag með þremur vinum mínum, rithöfundum, og við erum öll með bækur sem við ætlum að lesa upp úr í Norðvesturkjördæmi.“Verðlaunagripurinn of þungur í handfarangur Auður Ava segir aðspurð að bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs séu stærstu verðlaun sem hún hefur hlotið á ferlinum. Hún segist jafnframt hafa náð að fagna fram á nótt í Osló í gær en nú stefnir íslenski hópurinn heim, hlaðinn verðlaunum. Sjálf hlaut Auður Ava peningaverðlaun, sem telja 350 þúsund danskar krónur eða um 6 milljónir íslenskra króna, og íburðarmikinn verðlaunagrip. „Já, ég ferðast nú alltaf létt, með næstum ekki neitt, þannig að ég lenti í smá vanda. Verðlaunagripurinn er svo þungur, örugglega hátt í tvö kíló, úr gleri og oddhvass, svo ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að skilja hann eftir á hótelherberginu. En ég fékk að stinga honum í töskuna hjá öðrum sem var að fara heim.“ Bókmenntir Menning Tengdar fréttir Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. 30. október 2018 20:05 Kona fer í stríð hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Kvikmyndin hlaut verðlaunin fyrir leiftrandi skemmtilega meðferð á hápólitísku viðfangsefni. 30. október 2018 19:11 Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira
Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur segir bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs, sem hún hlaut í gærkvöldi í Osló, eina stærstu viðurkenningu sem hún hefur fengið á ferlinum. Auður Ava fagnaði sigrinum fram á nótt í gær en stefnan er nú tekin heim til Íslands að kynna nýja skáldsögu sem kemur út í næstu viku. Íslendingar voru afar sigursælir á þingi Norðurlandaráðs í gær. Auður Ava hlaut bókmenntaverðlaun ráðsins fyrir skáldsögu sína Ör og þá hreppti Kona fer í stríð, kvikmynd Benedikts Erlingssonar, kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs. Auður Ava var stödd á flugvellinum í Osló, að bíða eftir flugi heim, þegar blaðamaður náði tali af henni í dag. Hún er afar ánægð með verðlaunin en segist ekki endilega vön sigurtilfinningunni. „Þetta er mikill heiður og miklu meira gert með þetta á Norðurlöndunum en heima. Þetta er skemmtilegt en að sama skapi erum við rithöfundar ekkert endilega sérstaklega sviðsvænir eða sjónvarpsvænir, og oftast þegar maður er tilnefndur er maður miklu vanari að fá ekki eitthvað og er bara heima í náttfötunum í sófanum.“Skáldkonu boðið að taka þátt í Ungfrú Ísland Auður Ava er á mála hjá Benedikt bókaútgáfu, tiltölulega litlu og nýstofnuðu forlagi Guðrúnar Vilmundardóttur, og vill verðlaunahafinn koma á framfæri þakklæti til smærri forlaga sem taka sénsinn. „Maður er alltaf að reyna að hjálpa þeim sem eru að taka áhættu og gefa mann út, og aðra fagurbókahöfunda sem eru ekki endilega bestsellers. Það er miklu erfiðara en margir halda heima fyrir að komast inn á Norðurlandamarkaðinn, það er miklu meiri áhugi á íslenskum bókmenntum í Mið- og Suður-Evrópu.“Höfundarnir sem tilnefndir voru til bókmenntaverðlaunanna standa hér á sviðinu í óperunni í Osló.Johannes Jansson/norden.orgAuður Ava hlaut verðlaunin fyrir skáldsögu sína Ör sem var gefin út á Íslandi fyrir tveimur árum en er tiltölulega nýkomin út á öðrum Norðurlöndum. Í næstu viku kemur svo út ný skáldsaga Auðar Övu, Ungfrú Ísland, sem gerist árið 1963 og fjallar um unga skáldkonu sem boðið er að taka þátt í fegurðarsamkeppni. Þegar heim er komið tekur því við kynningarferðalag vegna nýju bókarinnar. „Það sem tekur við er að ég er með nýja bók sem er að koma út í næstu viku, og sný mér að henni og mínu venjulega lífi heima. Ég ætla í ferðalag með þremur vinum mínum, rithöfundum, og við erum öll með bækur sem við ætlum að lesa upp úr í Norðvesturkjördæmi.“Verðlaunagripurinn of þungur í handfarangur Auður Ava segir aðspurð að bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs séu stærstu verðlaun sem hún hefur hlotið á ferlinum. Hún segist jafnframt hafa náð að fagna fram á nótt í Osló í gær en nú stefnir íslenski hópurinn heim, hlaðinn verðlaunum. Sjálf hlaut Auður Ava peningaverðlaun, sem telja 350 þúsund danskar krónur eða um 6 milljónir íslenskra króna, og íburðarmikinn verðlaunagrip. „Já, ég ferðast nú alltaf létt, með næstum ekki neitt, þannig að ég lenti í smá vanda. Verðlaunagripurinn er svo þungur, örugglega hátt í tvö kíló, úr gleri og oddhvass, svo ég var að velta því fyrir mér hvort ég ætti að skilja hann eftir á hótelherberginu. En ég fékk að stinga honum í töskuna hjá öðrum sem var að fara heim.“
Bókmenntir Menning Tengdar fréttir Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. 30. október 2018 20:05 Kona fer í stríð hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Kvikmyndin hlaut verðlaunin fyrir leiftrandi skemmtilega meðferð á hápólitísku viðfangsefni. 30. október 2018 19:11 Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira
Auður Ava hlýtur Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs Auður Ava hlýtur verðlaunin fyrir verk, sem að mati dómnefndar, einkennist af útsmognum húmor og leiftrandi fjörugu tungumáli en spyr jafnframt spurninga um lífið og dauðann. 30. október 2018 20:05
Kona fer í stríð hlýtur Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs Kvikmyndin hlaut verðlaunin fyrir leiftrandi skemmtilega meðferð á hápólitísku viðfangsefni. 30. október 2018 19:11