„Borgarar, ekki glæpamenn“: Pútín segir Rússa hafa borið kennsl á mennina sakaða um Skripal-eitrunina Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2018 07:32 Vladimir Pútín, forseti Rússlands. Vísir/AP Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. Forsetinn segir mennina ekki vera glæpamenn og þess í stað séu þeir almennir borgarar. „Ég vonast til þess að þeir stígi fram og segi sína sögu. Það yrði best fyrir alla. Það er ekkert sérstakt hér, ekkert glæpsamlegt, ég fullyrði það. Við sjáum til í náinni framtíð,“ sagði Pútín í morgun samkvæmt BBC.Lögreglan í Bretlandi segir mennina tvo hafa flogið til London frá Moskvu tveimur dögum fyrir árásina og þeir hafi notast við nöfnin Alexander Petrov og Ruslan Boshirov. Nöfnin eru þó talin vera dulnefni. Degi fyrir árásina tóku þeir lest til Salisbury og náðust myndir af þeim nálægt heimili Skripal. Þann 4. mars fóru þeir sama ferðalag til Salisbury og náðust aftur myndir af þeim nálægt heimili Skripal. Lögreglan telur að þá hafi þeir sprautað taugaeitrinu Novichok á útidyr Skripal.Vísir/APSkömmu seinna fóru þeir aftur til London og beint á Heathrow flugvöllinn og þaðan flugu þeir til Moskvu. Þar að auki segir lögreglan að leifar af Novichok hafi fundist á hótelherbergi þeirra.Sjá einnig: Rússar reiðir yfir ásökunum BretaTheresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þingmönnum að yfirvöld Bretlands telji mennina tvo vera útsendara GRU, leyniþjónustu herafla Rússlands, og að ljóst sé að ákvörðun um árásina hafi verið tekin á hæstu stigum stjórnvalda Rússlands. Það er, að ákvörðunin hafi verið tekin af Vladimir Pútín. Rússar hafa ávallt neitað ásökununum og gefið fjölmargar útskýringar fyrir því hvernig taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna, hafi verið beitt gegn fyrrverandi rússneskum njósnara í Bretlandi. Meðal annars hafa þeir sagt Breta hafa sviðsett árásina og sömuleiðis hafa þeir sagt árásina hafa verið gerða en að Bretar hafi sjálfir framkvæmt hana til að draga athygli frá úrsögn landsins úr Evrópusambandinu. Þá hafa þeir í senn sagt að taugaeitrið hafi komið frá Tékklandi, Slóvaíku, Svíþjóð, Bandaríkjunum eða að árásin hafi verið framin af duldum einkaaðila til að stofna til stríðs. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34 Nafngreina Rússa sem grunaðir eru um Skripal-eitrunina Þeir Alexander Petrov og Ruslan Boshirov hafa meðal annars verið sakaðir um tilraun til morða og fyrir notkun taugaeitursins Novichok. 5. september 2018 10:24 Pútín jók trúnað um njósnara rétt fyrir ásakanir um taugaeitursárásina Bresk stjórnvöld greindu frá nöfnum tveggja Rússa sem þau telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars. 5. september 2018 23:17 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir að búið sé að bera kennsl á mennina sem Bretar hafa sakað um að eitra fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu í mars. Forsetinn segir mennina ekki vera glæpamenn og þess í stað séu þeir almennir borgarar. „Ég vonast til þess að þeir stígi fram og segi sína sögu. Það yrði best fyrir alla. Það er ekkert sérstakt hér, ekkert glæpsamlegt, ég fullyrði það. Við sjáum til í náinni framtíð,“ sagði Pútín í morgun samkvæmt BBC.Lögreglan í Bretlandi segir mennina tvo hafa flogið til London frá Moskvu tveimur dögum fyrir árásina og þeir hafi notast við nöfnin Alexander Petrov og Ruslan Boshirov. Nöfnin eru þó talin vera dulnefni. Degi fyrir árásina tóku þeir lest til Salisbury og náðust myndir af þeim nálægt heimili Skripal. Þann 4. mars fóru þeir sama ferðalag til Salisbury og náðust aftur myndir af þeim nálægt heimili Skripal. Lögreglan telur að þá hafi þeir sprautað taugaeitrinu Novichok á útidyr Skripal.Vísir/APSkömmu seinna fóru þeir aftur til London og beint á Heathrow flugvöllinn og þaðan flugu þeir til Moskvu. Þar að auki segir lögreglan að leifar af Novichok hafi fundist á hótelherbergi þeirra.Sjá einnig: Rússar reiðir yfir ásökunum BretaTheresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagði þingmönnum að yfirvöld Bretlands telji mennina tvo vera útsendara GRU, leyniþjónustu herafla Rússlands, og að ljóst sé að ákvörðun um árásina hafi verið tekin á hæstu stigum stjórnvalda Rússlands. Það er, að ákvörðunin hafi verið tekin af Vladimir Pútín. Rússar hafa ávallt neitað ásökununum og gefið fjölmargar útskýringar fyrir því hvernig taugaeitrinu Novichok, sem þróað var í Rússlandi á tímum Sovétríkjanna, hafi verið beitt gegn fyrrverandi rússneskum njósnara í Bretlandi. Meðal annars hafa þeir sagt Breta hafa sviðsett árásina og sömuleiðis hafa þeir sagt árásina hafa verið gerða en að Bretar hafi sjálfir framkvæmt hana til að draga athygli frá úrsögn landsins úr Evrópusambandinu. Þá hafa þeir í senn sagt að taugaeitrið hafi komið frá Tékklandi, Slóvaíku, Svíþjóð, Bandaríkjunum eða að árásin hafi verið framin af duldum einkaaðila til að stofna til stríðs.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34 Nafngreina Rússa sem grunaðir eru um Skripal-eitrunina Þeir Alexander Petrov og Ruslan Boshirov hafa meðal annars verið sakaðir um tilraun til morða og fyrir notkun taugaeitursins Novichok. 5. september 2018 10:24 Pútín jók trúnað um njósnara rétt fyrir ásakanir um taugaeitursárásina Bresk stjórnvöld greindu frá nöfnum tveggja Rússa sem þau telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars. 5. september 2018 23:17 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Segir Rússana vera útsendara GRU Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir tvo rússneska aðila sem sakaðir eru um að hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Júlíu með taugaeitrinu Novichok í mars vera starfsmenn leyniþjónustu herafla Rússlands, 5. september 2018 12:34
Nafngreina Rússa sem grunaðir eru um Skripal-eitrunina Þeir Alexander Petrov og Ruslan Boshirov hafa meðal annars verið sakaðir um tilraun til morða og fyrir notkun taugaeitursins Novichok. 5. september 2018 10:24
Pútín jók trúnað um njósnara rétt fyrir ásakanir um taugaeitursárásina Bresk stjórnvöld greindu frá nöfnum tveggja Rússa sem þau telja hafa reynt að myrða rússneskan fyrrverandi njósnara í mars. 5. september 2018 23:17