„Kolvitlaust að gera hjá lögreglu“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2018 07:08 Lögreglan þurft að bregðast við tugum mála í nótt. Vísir/eyþór Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Á 8 klukkustunda tímabili, frá klukkan 19:00 til 03:00, komu alls 70 mál inn á borð lögreglu sem er meira en gengur og gerist á venjulegu sunnudagskvöldi. Meðal mála sem upp komu voru alvarleg líkamsárásarmál, innbrot og skemmdarverk. „Það var allt kolvitlaust að gera hjá lögreglu í gærkvöld og fram á nótt,“ eins og varðstjóri orðar það í skeyti til fjölmiðla í morgun. Til að mynda voru tveir einstaklingar handteknir á Nýbýlavegi á öðrum tímanum í nótt eftir að lögreglumenn höfðu tekið eftir vopni í bifreið þeirra. Hinir handteknu eru sagðir hafa brugðist ókvæða við afskiptum lögreglumannanna og veittust að þeim - þannig að áverka hlutust af. Lögreglan er sögð hafa notað varnarúða, svokallað piparsprey, til að yfirbuga einstaklingana á vettvangi átakanna. Þeir voru síðan fluttir á lögreglustöð og hafa þeir mátt verja nóttinni í fangaklefa. Aðrir tveir einstaklingar voru handteknir á Völlunum i Hafnarfirði í gærkvöldi skömmu eftir miðnætti vegna ránstilraunar. Hinn rændi tók hins vegar ráninu ekki þegjandi og hljóðalaust heldur réðst á ræningjana vopnaður hnífi. Þolandinn er sagður hafa náð að veita ræningjunum stungusár sem þó eru minniháttar. Allir einstaklingarnir þrír voru fluttir í fangageymslu og verða þeir yfirheyrðir með morgninum. Þá var útlendingur handtekinn í Kópavogi sem sagður er hafa verið hér ólöglega í landinu - „og mátti því ekki vera inni á Schengen-svæðinu lengur,“ eins og það er orðað í skeyti lögreglunnar. Ætla má að hann verði sendur úr landi á næstu dögum. Fangageymslur á lögreglustöðinni á Hverfisgötu eru fullar eftir nóttina. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Á 8 klukkustunda tímabili, frá klukkan 19:00 til 03:00, komu alls 70 mál inn á borð lögreglu sem er meira en gengur og gerist á venjulegu sunnudagskvöldi. Meðal mála sem upp komu voru alvarleg líkamsárásarmál, innbrot og skemmdarverk. „Það var allt kolvitlaust að gera hjá lögreglu í gærkvöld og fram á nótt,“ eins og varðstjóri orðar það í skeyti til fjölmiðla í morgun. Til að mynda voru tveir einstaklingar handteknir á Nýbýlavegi á öðrum tímanum í nótt eftir að lögreglumenn höfðu tekið eftir vopni í bifreið þeirra. Hinir handteknu eru sagðir hafa brugðist ókvæða við afskiptum lögreglumannanna og veittust að þeim - þannig að áverka hlutust af. Lögreglan er sögð hafa notað varnarúða, svokallað piparsprey, til að yfirbuga einstaklingana á vettvangi átakanna. Þeir voru síðan fluttir á lögreglustöð og hafa þeir mátt verja nóttinni í fangaklefa. Aðrir tveir einstaklingar voru handteknir á Völlunum i Hafnarfirði í gærkvöldi skömmu eftir miðnætti vegna ránstilraunar. Hinn rændi tók hins vegar ráninu ekki þegjandi og hljóðalaust heldur réðst á ræningjana vopnaður hnífi. Þolandinn er sagður hafa náð að veita ræningjunum stungusár sem þó eru minniháttar. Allir einstaklingarnir þrír voru fluttir í fangageymslu og verða þeir yfirheyrðir með morgninum. Þá var útlendingur handtekinn í Kópavogi sem sagður er hafa verið hér ólöglega í landinu - „og mátti því ekki vera inni á Schengen-svæðinu lengur,“ eins og það er orðað í skeyti lögreglunnar. Ætla má að hann verði sendur úr landi á næstu dögum. Fangageymslur á lögreglustöðinni á Hverfisgötu eru fullar eftir nóttina.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira