Lægð setur svip á veðrið Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2018 07:26 Rigning og vindur í kortunum, ótrúlegt en satt. VÍSIR/ERNIR Það mun hvessa og rigna í dag ef marka má spákort Veðurstofunnar, enda er 987 mb lægð nú stödd um 700 km suðvestur af Reykjanesi. Hún mun koma til með að stýra veðrinu á landinu í dag og á morgun. Ætla má að það gangi í suðaustan 10 til 15 m/s um landið sunnan- og vestanvert fyrir hádegi. Þar mun jafnframt fara að rigna. Síðdegis og í kvöld hvessir enn frekar með suðurströndinni, einkum undir Eyjafjöllum og á sunnanverðu hálendinu, en Veðurstofan er ennþá með gula viðvörun í gildi fyrir Miðhálendið. Á þessum slóðum mun svo bæta í rigningu og má búast við talsverðri eða jafnvel mikilli rigningu á köflum um tíma í kvöld og nótt. Norðan- og austanlands verður hinsvegar hæg suðlæg átt og léttskýjað í dag, en strekkings austanátt og rigning eða skúrir þar í nótt. Það má svo búast við norðaustanátt á morgun, víða 8 til 13 m/s en þó er útlit fyrir hæga breyilega átt sunnanlands og að það lægi einnig austantil annað kvöld. Jafnframt verður rigning eða skúrir í flestum landshlutum, en úrkomulítið sunnantil annað kvöld. Hitinn verður á bilinu 8 til 13 stig en 2 til 6 stig inn til landsins í nótt.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ þriðjudag:Norðaustan 8-15 m/s norðvestanlands og með norðurströndinni en breytileg átt 3-8 annars staðar. Rigning eða skúrir um landið norðan- og austanvert, en úrkomulítið sunnantil. Hiti 7 til 12 stig að deginum.Á miðvikudag:Norðvestan 8-13 og súld eða rigning norðan- og austanlands en heldur hægari norðlæg átt og bjart með köflum sunnantil. Hægari vindur og léttir til norðvestanlands um kvöldið. Hiti 4 til 13 stig, hlýjast syðst.Á fimmtudag:Gengur í sunnan 10-15 m/s með rigningu eða súld um vestanvert landið, en hægari vindur og úrkomulítið austantil. Hiti 7 til 13 stig.Á föstudag:Sunnanátt og rigning eða súld sunnan- og vestanlands, en bjart með köflum og yfirleitt þurrt norðan- og norðaustantil. Hiti 9 til 14 stig.Á laugardag:Suðvestanátt og skúrir á sunnan- og vestanverðu landinu en léttskýjað annars staðar. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast norðaustanlands.Á sunnudag:Útlit fyrir hæga suðvestanátt og skúrir sunnan- og vestanlands en bjartviðri norðaustantil. Hiti 8 til 13 stig að deginum. Veður Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira
Það mun hvessa og rigna í dag ef marka má spákort Veðurstofunnar, enda er 987 mb lægð nú stödd um 700 km suðvestur af Reykjanesi. Hún mun koma til með að stýra veðrinu á landinu í dag og á morgun. Ætla má að það gangi í suðaustan 10 til 15 m/s um landið sunnan- og vestanvert fyrir hádegi. Þar mun jafnframt fara að rigna. Síðdegis og í kvöld hvessir enn frekar með suðurströndinni, einkum undir Eyjafjöllum og á sunnanverðu hálendinu, en Veðurstofan er ennþá með gula viðvörun í gildi fyrir Miðhálendið. Á þessum slóðum mun svo bæta í rigningu og má búast við talsverðri eða jafnvel mikilli rigningu á köflum um tíma í kvöld og nótt. Norðan- og austanlands verður hinsvegar hæg suðlæg átt og léttskýjað í dag, en strekkings austanátt og rigning eða skúrir þar í nótt. Það má svo búast við norðaustanátt á morgun, víða 8 til 13 m/s en þó er útlit fyrir hæga breyilega átt sunnanlands og að það lægi einnig austantil annað kvöld. Jafnframt verður rigning eða skúrir í flestum landshlutum, en úrkomulítið sunnantil annað kvöld. Hitinn verður á bilinu 8 til 13 stig en 2 til 6 stig inn til landsins í nótt.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ þriðjudag:Norðaustan 8-15 m/s norðvestanlands og með norðurströndinni en breytileg átt 3-8 annars staðar. Rigning eða skúrir um landið norðan- og austanvert, en úrkomulítið sunnantil. Hiti 7 til 12 stig að deginum.Á miðvikudag:Norðvestan 8-13 og súld eða rigning norðan- og austanlands en heldur hægari norðlæg átt og bjart með köflum sunnantil. Hægari vindur og léttir til norðvestanlands um kvöldið. Hiti 4 til 13 stig, hlýjast syðst.Á fimmtudag:Gengur í sunnan 10-15 m/s með rigningu eða súld um vestanvert landið, en hægari vindur og úrkomulítið austantil. Hiti 7 til 13 stig.Á föstudag:Sunnanátt og rigning eða súld sunnan- og vestanlands, en bjart með köflum og yfirleitt þurrt norðan- og norðaustantil. Hiti 9 til 14 stig.Á laugardag:Suðvestanátt og skúrir á sunnan- og vestanverðu landinu en léttskýjað annars staðar. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast norðaustanlands.Á sunnudag:Útlit fyrir hæga suðvestanátt og skúrir sunnan- og vestanlands en bjartviðri norðaustantil. Hiti 8 til 13 stig að deginum.
Veður Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Sjá meira