Nýtur lífsins á ferðinni Starri Freyr Jónsson skrifar 27. ágúst 2018 08:15 „Það skiptir öllu máli að stunda hreyfingu sem maður hefur gaman af, því að þetta þarf að vera gaman. Með góðri mætingu á æfingar og ástundun kemur bæting á tíma og betri heilsa,“ segir Ragnheiður Sverrisdóttir hönnuður, sem hefur stundað fjölbreytta hreyfingu undanfarin fjögur ár. Fréttablaðið/ernir Undanfarin fjögur ár hefur Ragnheiður Sverrisdóttir hönnuður stundað götuhlaup, sund og hjólreiðar af kappi ásamt svokölluðum hreyfiferðum en þar er blandað saman hefðbundnum skoðunarferðum við ýmiss konar hreyfingu, þá helst hlaup eða hjól. Hún segir það vera algjörlega nýja upplifun að skoða nýjar borgir og fallega náttúru erlendis með slíkum hætti. „Þegar ég hleyp í borg erlendis sem ég hef ekki heimsótt áður þá hleyp ég meira um græn svæði sem ég hefði væntanlega ekki heimsótt og kynnist borginni um leið á annan hátt. Þegar ég skoða nýjar borgir á hjóli kemst ég auðveldlega og hratt á milli staða og sé mikið á stuttum tíma en upplifi um leið borgina betur en ef ég væri á bíl eða í neðanjarðarlest. Svo er líka mjög gaman að fara í slíkar hjólaferðir með leiðsögumanni.“Frábær ákvörðun Þær eru nokkrar hreyfi ferðirnar sem Ragnheiður hefur farið í undanfarin ár. „Ég fór t.d. til Tenerife á Kanaríeyjum í febrúar 2017 og dvaldi þar í viku. Ég var tiltölulega nýbyrjuð að hjóla á þeim tíma en ákvað samt að skella mér með hnút í maganum þar sem ég vissi ekki hvort ég væri í nógu góðu formi.“ Það reyndist frábær ákvörðun, segir hún. „Ég var í mun betra formi en ég átti von á og svo var öll ferðin svo vel heppnuð. Það var eitthvað á dagskrá alla daga og hægt að velja á milli þess að hjóla, hlaupa eða synda. Vikan mín skiptist upp í fimm daga á hjóli og tvo daga þar sem ég hljóp. Hjólaferðirnar voru mjög krefjandi en um leið var alveg stórkostlegt að fara yfir svæðið á hjóli.“ Hlaupadagarnir tveir voru nýttir í hlaup snemma morguns þar sem ströndin og nágrenni hennar var kannað. „Ég fór einnig tvisvar sinnum í sjósund með félögum úr hópnum en þar voru margir reyndir sjósundskappar tilbúnir að aðstoða nýliða eins og mig.“„Þegar ég hleyp í borg erlendis sem ég hef ekki heimsótt áður þá hleyp ég meira um græn svæði sem ég hefði væntanlega ekki heimsótt og kynnist borginni um leið á annan hátt,“ segir Ragnheiður.Fréttablaðið/ernirDásamlegt útsýni Dvölin á Tenerife var afar eftirminnileg að hennar sögn. „Í annarri hjólaferðinni okkar hjóluðum við upp í fjallaþorpið Masca sem er í 650 metra hæð. Ég var með mikla strengi eftir fyrstu hjólaferðina þannig að fyrstu kílómetrarnir voru hrikalega erfiðir. Útsýnið uppi var dásamlegt og svo brunuðum við niður brekkurnar. Þetta er ótrúlega mögnuð tilfinning, að sjá fegurðina, finna hitann og lyktina af náttúrunni. Við fórum einnig í dagsferð til eyjunnar La Gomera og hjóluðum stóran hring. Þar er mikil ósnortin náttúra í fjöllunum og skóginum enda var ógleymanlegt að hjóla þar.“ Sikiley næst á dagskrá Næsta stóra ferðalag verður í október en þá heldur hún til Sikileyjar á Ítalíu ásamt fríðu föruneyti. Þar dvelur hópurinn í tíu daga þar sem m.a. verður hlaupið, hjólað og synt í fallegu umhverfi. „Ég bjó um tíma á Ítalíu og hef því ferðast aðeins um eyjuna. Við munum m.a. taka hjólatúra og skoða bæina Erice, sem er á vesturhluta eyjunnar, til San Vito, sem er á norðvesturhluta eyjunnar og Corleone, sem er m.a. þekktur sem fæðingarstaður þekktra mafíósa úr bíómyndum. Einnig tökum við þátt í maraþonhlaupi í Palermo sem er stærsta borg Sikileyjar. Það verður því svo sannarleg margt að sjá og gera á meðan þessi dvöl stendur yfir.“Hádegismatur borðaður á litlum veitingasað upp á fjalli á La Gomera eyju sem er hluti af Kanaríeyjum.Þakkar syni sínum Ragnheiður Sverrisdóttir segist geta þakkað syni sínum, Sverri Bartolozzi, þá miklu breytingu sem varð á lífsstíl hennar fyrir um fjórum árum. „Ég hef alltaf synt eitthvað í gegnum tíðina. Einn daginn, eftir langa pásu, dreif ég mig í sund og sagði við son minn eftir á að þetta hefði verið dásamleg sundferð. Þá horfði hann á mig og sagði: „Mamma, af hverju stundar þú þetta ekki reglulega?“ Hann hafði auðvitað rétt fyrir sér og ég lofaði sjálfri mér að taka alltaf frá tíma til að stunda íþróttir.“ Upp frá því hóf hún að hlaupa með skokkhópi Álftaness vorið 2014. „Í fyrstu setti ég mér einfaldlega það markmið að mæta. Það gekk eftir og ég mætti þrisvar í viku ásamt því að synda áfram tvisvar sinnum í viku. Árið 2016 fór ég ásamt vinkonu minni á kynningarfund hjá Þríkó, Þríþrautarfélagi Breiðabliks. Við skráðum okkur í félagið og þá bættust hjólin inn í æfingaplanið og sundæfingar með þjálfara.“ Ragnheiður hefur því sannarlega breytt um lífsstíl á undanförnum árum. Hún segist njóta þess að hreyfa sig og stunda fjölbreytta líkamsrækt. „Ég tek æfingu á hverjum degi og stundum tvær á dag, t.d. hlaup og síðan sund eftir á. Það skiptir öllu máli að stunda hreyfingu sem maður hefur gaman af því þetta þarf að vera gaman. Með góðri mætingu á æfingar og ástundun kemur bæting á tíma og betri heilsaHluti af hjólaleiðinni sem hópurinn fór á La Gomera eyju. Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Hjólreiðar Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Undanfarin fjögur ár hefur Ragnheiður Sverrisdóttir hönnuður stundað götuhlaup, sund og hjólreiðar af kappi ásamt svokölluðum hreyfiferðum en þar er blandað saman hefðbundnum skoðunarferðum við ýmiss konar hreyfingu, þá helst hlaup eða hjól. Hún segir það vera algjörlega nýja upplifun að skoða nýjar borgir og fallega náttúru erlendis með slíkum hætti. „Þegar ég hleyp í borg erlendis sem ég hef ekki heimsótt áður þá hleyp ég meira um græn svæði sem ég hefði væntanlega ekki heimsótt og kynnist borginni um leið á annan hátt. Þegar ég skoða nýjar borgir á hjóli kemst ég auðveldlega og hratt á milli staða og sé mikið á stuttum tíma en upplifi um leið borgina betur en ef ég væri á bíl eða í neðanjarðarlest. Svo er líka mjög gaman að fara í slíkar hjólaferðir með leiðsögumanni.“Frábær ákvörðun Þær eru nokkrar hreyfi ferðirnar sem Ragnheiður hefur farið í undanfarin ár. „Ég fór t.d. til Tenerife á Kanaríeyjum í febrúar 2017 og dvaldi þar í viku. Ég var tiltölulega nýbyrjuð að hjóla á þeim tíma en ákvað samt að skella mér með hnút í maganum þar sem ég vissi ekki hvort ég væri í nógu góðu formi.“ Það reyndist frábær ákvörðun, segir hún. „Ég var í mun betra formi en ég átti von á og svo var öll ferðin svo vel heppnuð. Það var eitthvað á dagskrá alla daga og hægt að velja á milli þess að hjóla, hlaupa eða synda. Vikan mín skiptist upp í fimm daga á hjóli og tvo daga þar sem ég hljóp. Hjólaferðirnar voru mjög krefjandi en um leið var alveg stórkostlegt að fara yfir svæðið á hjóli.“ Hlaupadagarnir tveir voru nýttir í hlaup snemma morguns þar sem ströndin og nágrenni hennar var kannað. „Ég fór einnig tvisvar sinnum í sjósund með félögum úr hópnum en þar voru margir reyndir sjósundskappar tilbúnir að aðstoða nýliða eins og mig.“„Þegar ég hleyp í borg erlendis sem ég hef ekki heimsótt áður þá hleyp ég meira um græn svæði sem ég hefði væntanlega ekki heimsótt og kynnist borginni um leið á annan hátt,“ segir Ragnheiður.Fréttablaðið/ernirDásamlegt útsýni Dvölin á Tenerife var afar eftirminnileg að hennar sögn. „Í annarri hjólaferðinni okkar hjóluðum við upp í fjallaþorpið Masca sem er í 650 metra hæð. Ég var með mikla strengi eftir fyrstu hjólaferðina þannig að fyrstu kílómetrarnir voru hrikalega erfiðir. Útsýnið uppi var dásamlegt og svo brunuðum við niður brekkurnar. Þetta er ótrúlega mögnuð tilfinning, að sjá fegurðina, finna hitann og lyktina af náttúrunni. Við fórum einnig í dagsferð til eyjunnar La Gomera og hjóluðum stóran hring. Þar er mikil ósnortin náttúra í fjöllunum og skóginum enda var ógleymanlegt að hjóla þar.“ Sikiley næst á dagskrá Næsta stóra ferðalag verður í október en þá heldur hún til Sikileyjar á Ítalíu ásamt fríðu föruneyti. Þar dvelur hópurinn í tíu daga þar sem m.a. verður hlaupið, hjólað og synt í fallegu umhverfi. „Ég bjó um tíma á Ítalíu og hef því ferðast aðeins um eyjuna. Við munum m.a. taka hjólatúra og skoða bæina Erice, sem er á vesturhluta eyjunnar, til San Vito, sem er á norðvesturhluta eyjunnar og Corleone, sem er m.a. þekktur sem fæðingarstaður þekktra mafíósa úr bíómyndum. Einnig tökum við þátt í maraþonhlaupi í Palermo sem er stærsta borg Sikileyjar. Það verður því svo sannarleg margt að sjá og gera á meðan þessi dvöl stendur yfir.“Hádegismatur borðaður á litlum veitingasað upp á fjalli á La Gomera eyju sem er hluti af Kanaríeyjum.Þakkar syni sínum Ragnheiður Sverrisdóttir segist geta þakkað syni sínum, Sverri Bartolozzi, þá miklu breytingu sem varð á lífsstíl hennar fyrir um fjórum árum. „Ég hef alltaf synt eitthvað í gegnum tíðina. Einn daginn, eftir langa pásu, dreif ég mig í sund og sagði við son minn eftir á að þetta hefði verið dásamleg sundferð. Þá horfði hann á mig og sagði: „Mamma, af hverju stundar þú þetta ekki reglulega?“ Hann hafði auðvitað rétt fyrir sér og ég lofaði sjálfri mér að taka alltaf frá tíma til að stunda íþróttir.“ Upp frá því hóf hún að hlaupa með skokkhópi Álftaness vorið 2014. „Í fyrstu setti ég mér einfaldlega það markmið að mæta. Það gekk eftir og ég mætti þrisvar í viku ásamt því að synda áfram tvisvar sinnum í viku. Árið 2016 fór ég ásamt vinkonu minni á kynningarfund hjá Þríkó, Þríþrautarfélagi Breiðabliks. Við skráðum okkur í félagið og þá bættust hjólin inn í æfingaplanið og sundæfingar með þjálfara.“ Ragnheiður hefur því sannarlega breytt um lífsstíl á undanförnum árum. Hún segist njóta þess að hreyfa sig og stunda fjölbreytta líkamsrækt. „Ég tek æfingu á hverjum degi og stundum tvær á dag, t.d. hlaup og síðan sund eftir á. Það skiptir öllu máli að stunda hreyfingu sem maður hefur gaman af því þetta þarf að vera gaman. Með góðri mætingu á æfingar og ástundun kemur bæting á tíma og betri heilsaHluti af hjólaleiðinni sem hópurinn fór á La Gomera eyju.
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Hjólreiðar Mest lesið Nýju fötin forsetans Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Lífið Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Lífið Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Lífið Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Tónlist Fleiri fréttir Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Diddú gerir himneskt pestó og segist búa í Góða hirðinum „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning