Allra augu beinast að Ryan Seacrest á Óskarnum vegna MeToo Birgir Olgeirsson skrifar 4. mars 2018 22:24 Ryan Seacrest á Óskarsverðlaunahátíðinni í fyrra. Vísir/Getty Óskarsverðlaunin verða afhent vestanhafs í nótt en fjölmiðlar ytra hafa velt því upp hvernig vera fjölmiðlamannsins Ryan Seacrest mun leggjast í þá sem sækja hátíðina.Seacrest hefur verið sakaður um að hafa áreitt stílista sinn kynferðislega á árunum 2007 til 2013. Síðastliðinn mánudag fjallaði Variety um ásakanirnar á hendur honum en hann er sagður hafa káfað á henni, slegið hana svo fast á afturendann að hún fékk mar og neytt höfuð hennar í klof sitt á meðan hún batt skóreimar hans. Seacrest starfar fyrir sjónvarpsstöðina E! en þar var framkvæmd innanhúss rannsókn á þessum ásökunum. Niðurstaða hennar var sú að skortur væri á sönnunargögnum til að geta komist að niðurstöðu. Ákvað sjónvarpsstöðin að aðhafast ekki frekar í málinu og því má búast við því að Seacrest muni standa á rauða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles í kvöld og reyna að ná viðtölum við stjörnurnar.Stofnandi MeToo-byltingarinnar segir það slæma ákvörðun af E! að senda Seacrest á Óskarinn.Vísir/GettyÆtla að spyrja stjörnurnar út í Seacrest Á vef Page Six er rætt við framleiðanda hjá sjónvarpsþættinum Access sem verður með umfjöllun á rauða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles. Rob Silverstein segir í samtali við Page Six að þáttastjórnendurnir Scott Evans og Kit Hoover hafi verið búnir undir að spyrja stjörnurnar á rauða dreglinum út í MeToo-byltinguna og hvort þær muni ræða við Ryan Seacrest á rauða dreglinum. Page Six ræðir einnig við kynningarfulltrúa frá New York sem er með nokkrar stjörnur á sínum snærum. Sá segist vonast til að stjörnurnar sem hann vinnur fyrir eigi eftir að hafa vit á því að neita Seacrest um viðtal.Jennifer Lawrence var óviss Óskarsverðlaunahafinn Jennifer Lawrence sagði við útvarpsmanninn Howard Stern í liðinni viku að hún væri ekki viss um hvort hún muni fara í viðtal hjá Seacrest.Á vef Deadline er greint frá því að E! hafi tekið þá ákvörðun að hafa 30 sekúndna seinkun til að geta brugðist við ef eitthvað óvænt kemur upp á varðandi útsendinguna með Seacrest. Talskona E! segir í samtali við Deadline að um hefðbundið vinnulag sé að ræða. Deadline bendir hins vegar á að flestar sjónvarpsstöðvar séu með um fimm sekúndna seinkun á sínum útsendingum. Tarana Burke, sem stofnaði til MeToo-byltingarinnar, segir í samtali við Variety að E! ætti að hætta við að senda Seacrest á Óskarinn MeToo Óskarinn Tengdar fréttir Seacrest neitar sök Seacrest er gert að sök að hafa haft í frammi óviðeigandi hegðun. 28. febrúar 2018 15:11 Allt sem þú þarft að vita um Óskarinn í kvöld Óskarsverðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Los Angeles í Kaliforníu í kvöld. Verðlaunahátíðin er nú haldin í nítugasta skipti, mitt í ólgusjó Time's Up og #MeToo-hreyfinganna. 4. mars 2018 15:00 „Sársaukafullt“ þegar vegið var að starfsheiðrinum með ásökunum um kynferðislega áreitni Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Ryan Seacrest segir það hafa verið afar sársaukafullt að þurfa að sitja undir ásökunum í nóvember síðastliðnum um að hafa áreitt konu kynferðislega. 6. febrúar 2018 22:34 Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Óskarsverðlaunin verða afhent vestanhafs í nótt en fjölmiðlar ytra hafa velt því upp hvernig vera fjölmiðlamannsins Ryan Seacrest mun leggjast í þá sem sækja hátíðina.Seacrest hefur verið sakaður um að hafa áreitt stílista sinn kynferðislega á árunum 2007 til 2013. Síðastliðinn mánudag fjallaði Variety um ásakanirnar á hendur honum en hann er sagður hafa káfað á henni, slegið hana svo fast á afturendann að hún fékk mar og neytt höfuð hennar í klof sitt á meðan hún batt skóreimar hans. Seacrest starfar fyrir sjónvarpsstöðina E! en þar var framkvæmd innanhúss rannsókn á þessum ásökunum. Niðurstaða hennar var sú að skortur væri á sönnunargögnum til að geta komist að niðurstöðu. Ákvað sjónvarpsstöðin að aðhafast ekki frekar í málinu og því má búast við því að Seacrest muni standa á rauða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles í kvöld og reyna að ná viðtölum við stjörnurnar.Stofnandi MeToo-byltingarinnar segir það slæma ákvörðun af E! að senda Seacrest á Óskarinn.Vísir/GettyÆtla að spyrja stjörnurnar út í Seacrest Á vef Page Six er rætt við framleiðanda hjá sjónvarpsþættinum Access sem verður með umfjöllun á rauða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles. Rob Silverstein segir í samtali við Page Six að þáttastjórnendurnir Scott Evans og Kit Hoover hafi verið búnir undir að spyrja stjörnurnar á rauða dreglinum út í MeToo-byltinguna og hvort þær muni ræða við Ryan Seacrest á rauða dreglinum. Page Six ræðir einnig við kynningarfulltrúa frá New York sem er með nokkrar stjörnur á sínum snærum. Sá segist vonast til að stjörnurnar sem hann vinnur fyrir eigi eftir að hafa vit á því að neita Seacrest um viðtal.Jennifer Lawrence var óviss Óskarsverðlaunahafinn Jennifer Lawrence sagði við útvarpsmanninn Howard Stern í liðinni viku að hún væri ekki viss um hvort hún muni fara í viðtal hjá Seacrest.Á vef Deadline er greint frá því að E! hafi tekið þá ákvörðun að hafa 30 sekúndna seinkun til að geta brugðist við ef eitthvað óvænt kemur upp á varðandi útsendinguna með Seacrest. Talskona E! segir í samtali við Deadline að um hefðbundið vinnulag sé að ræða. Deadline bendir hins vegar á að flestar sjónvarpsstöðvar séu með um fimm sekúndna seinkun á sínum útsendingum. Tarana Burke, sem stofnaði til MeToo-byltingarinnar, segir í samtali við Variety að E! ætti að hætta við að senda Seacrest á Óskarinn
MeToo Óskarinn Tengdar fréttir Seacrest neitar sök Seacrest er gert að sök að hafa haft í frammi óviðeigandi hegðun. 28. febrúar 2018 15:11 Allt sem þú þarft að vita um Óskarinn í kvöld Óskarsverðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Los Angeles í Kaliforníu í kvöld. Verðlaunahátíðin er nú haldin í nítugasta skipti, mitt í ólgusjó Time's Up og #MeToo-hreyfinganna. 4. mars 2018 15:00 „Sársaukafullt“ þegar vegið var að starfsheiðrinum með ásökunum um kynferðislega áreitni Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Ryan Seacrest segir það hafa verið afar sársaukafullt að þurfa að sitja undir ásökunum í nóvember síðastliðnum um að hafa áreitt konu kynferðislega. 6. febrúar 2018 22:34 Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
Seacrest neitar sök Seacrest er gert að sök að hafa haft í frammi óviðeigandi hegðun. 28. febrúar 2018 15:11
Allt sem þú þarft að vita um Óskarinn í kvöld Óskarsverðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Los Angeles í Kaliforníu í kvöld. Verðlaunahátíðin er nú haldin í nítugasta skipti, mitt í ólgusjó Time's Up og #MeToo-hreyfinganna. 4. mars 2018 15:00
„Sársaukafullt“ þegar vegið var að starfsheiðrinum með ásökunum um kynferðislega áreitni Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Ryan Seacrest segir það hafa verið afar sársaukafullt að þurfa að sitja undir ásökunum í nóvember síðastliðnum um að hafa áreitt konu kynferðislega. 6. febrúar 2018 22:34