Slepptu blaðamannafundi og ræddu ekki við fjölmiðla Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar 7. júní 2018 23:08 Hið svokallaða "mixed zone“ undir stúkunni á Laugardalsvelli í kvöld þar sem allajafna skylmingar eru stundaðar og spilað bandý. Vísir/Kolbeinn Tumi Landsliðsmenn Gana gáfu ekki kost á viðtölum eftir 2-2 jafnteflið gegn karlalandsliði Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. Landsliðsþjálfarinn mætti ekki á blaðamannafundinn. Ganverjar virtust engan áhuga hafa á því að ræða við blaðamenn eftir leikinn. Leikmenn fara alla jafna í gegnum svokallað „mixed zone“ undir stúkunni á Laugardalsvelli og gefa kost á viðtölum við blaðamenn. Segja má að það sé almenna útgönguleiðin en svo var ekki í kvöld. Leikmenn Íslands mættu hver á fætur öðrum og ræddu við blaðamenn. Í blaðamannafundaherberginu við hliðina á biðu fjölmiðlamenn eftir landsliðsþjálfurunum eins og hefð er fyrir. Heimir Hallgrímsson mætti galvaskur að vanda og svaraði þeim spurningum sem brunnu á blaðamönnum. Kollegi hans, Kwesi Appiah, mætti ekki. Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, tjáði blaðamönnum að hann myndi ekki mæta.Leikurinn á Laugardalsvelli í kvöld var leikur tveggja hálfleikja. Íslendingar unnu þann fyrri 2-0 en Ganverjar þann síðari með sömu markatölu.Vísir/VilhelmGanverskur fótbolti er í algjörum baklás eftir uppljóstrun BBC þess efnis að mikil spililng tröllríði fótboltanum þar í landi. Bæði hafa dómarar verið sakaðir um að þiggja fé og sömuleiðis forseti knattspyrnusambandsins, Kwesi Nyantaky. Upptökur sem náðust með földum myndavélum sýna Nyantaky þiggja 65 þúsund dollara. Svo virðist sem Nyantaky sé ekki staddur hér á landi með liðinu en forráðamenn KSÍ tjáðu Vísi í dag að þeir hefðu ekki hitt á hann. Ekki væri vitað hvort hans væri að vænta á völlinn í kvöld. Hann hefur enn ekkert tjáð sig um ásakanirnar alvarlegu á hendur sér. Ríkisstjórn Gana leysti Knattspyrnusamband Gana frá völdum í kvöld. Isaac Asiama sagði að ákvörðunin tæki þegar gildi í viðtali við GhanaWeb. Unnið væri að því að koma á fót nýju sambandi. Í yfirlýsingu frá Knattspyrnusambandi Gana segir að sambandið muni aðstoða við hverja þá rannsókn sem fari í gang. Heimildarmyndin When Greed and Corruption Become the Norm var afhent yfirvöldum í Gana fyrir um mánuði og fyrst sýnd í dag að því er fram kemur í frétt BBC. Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Formaður knattspyrnusambands Gana gripinn við að taka á móti mútum Ganamenn spila á Laugardalsvelli í kvöld en það gustar um knattspyrnusamband þjóðarinnar eftir að formaður sambandsins var gripinn í bólinu við að taka á móti mútum. 7. júní 2018 10:00 Ríkisstjórn Gana leysir stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum Ríkisstjórn Gana hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að hún hafi ákveðið að leysa stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum vegna spillingar. 7. júní 2018 19:26 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins Sjá meira
Landsliðsmenn Gana gáfu ekki kost á viðtölum eftir 2-2 jafnteflið gegn karlalandsliði Íslands á Laugardalsvelli í kvöld. Landsliðsþjálfarinn mætti ekki á blaðamannafundinn. Ganverjar virtust engan áhuga hafa á því að ræða við blaðamenn eftir leikinn. Leikmenn fara alla jafna í gegnum svokallað „mixed zone“ undir stúkunni á Laugardalsvelli og gefa kost á viðtölum við blaðamenn. Segja má að það sé almenna útgönguleiðin en svo var ekki í kvöld. Leikmenn Íslands mættu hver á fætur öðrum og ræddu við blaðamenn. Í blaðamannafundaherberginu við hliðina á biðu fjölmiðlamenn eftir landsliðsþjálfurunum eins og hefð er fyrir. Heimir Hallgrímsson mætti galvaskur að vanda og svaraði þeim spurningum sem brunnu á blaðamönnum. Kollegi hans, Kwesi Appiah, mætti ekki. Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, tjáði blaðamönnum að hann myndi ekki mæta.Leikurinn á Laugardalsvelli í kvöld var leikur tveggja hálfleikja. Íslendingar unnu þann fyrri 2-0 en Ganverjar þann síðari með sömu markatölu.Vísir/VilhelmGanverskur fótbolti er í algjörum baklás eftir uppljóstrun BBC þess efnis að mikil spililng tröllríði fótboltanum þar í landi. Bæði hafa dómarar verið sakaðir um að þiggja fé og sömuleiðis forseti knattspyrnusambandsins, Kwesi Nyantaky. Upptökur sem náðust með földum myndavélum sýna Nyantaky þiggja 65 þúsund dollara. Svo virðist sem Nyantaky sé ekki staddur hér á landi með liðinu en forráðamenn KSÍ tjáðu Vísi í dag að þeir hefðu ekki hitt á hann. Ekki væri vitað hvort hans væri að vænta á völlinn í kvöld. Hann hefur enn ekkert tjáð sig um ásakanirnar alvarlegu á hendur sér. Ríkisstjórn Gana leysti Knattspyrnusamband Gana frá völdum í kvöld. Isaac Asiama sagði að ákvörðunin tæki þegar gildi í viðtali við GhanaWeb. Unnið væri að því að koma á fót nýju sambandi. Í yfirlýsingu frá Knattspyrnusambandi Gana segir að sambandið muni aðstoða við hverja þá rannsókn sem fari í gang. Heimildarmyndin When Greed and Corruption Become the Norm var afhent yfirvöldum í Gana fyrir um mánuði og fyrst sýnd í dag að því er fram kemur í frétt BBC.
Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00 Formaður knattspyrnusambands Gana gripinn við að taka á móti mútum Ganamenn spila á Laugardalsvelli í kvöld en það gustar um knattspyrnusamband þjóðarinnar eftir að formaður sambandsins var gripinn í bólinu við að taka á móti mútum. 7. júní 2018 10:00 Ríkisstjórn Gana leysir stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum Ríkisstjórn Gana hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að hún hafi ákveðið að leysa stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum vegna spillingar. 7. júní 2018 19:26 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Gana 2-2 | Köstuðu frá sér sigrinum í kveðjuleiknum Íslenska landsliðið í fótbolta missti 2-0 stöðu niður í jafntefli í kveðjuleiknum fyrir HM 2018. 7. júní 2018 22:00
Formaður knattspyrnusambands Gana gripinn við að taka á móti mútum Ganamenn spila á Laugardalsvelli í kvöld en það gustar um knattspyrnusamband þjóðarinnar eftir að formaður sambandsins var gripinn í bólinu við að taka á móti mútum. 7. júní 2018 10:00
Ríkisstjórn Gana leysir stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum Ríkisstjórn Gana hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að hún hafi ákveðið að leysa stjórn knattspyrnusambands landsins frá völdum vegna spillingar. 7. júní 2018 19:26