Ráðherra ætlar ekki að áfrýja dóminum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. september 2018 12:40 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ætlar ekki að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Vísir/Eyþór Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ætlar ekki að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem í byrjun vikunnar felldi úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, háls-nef-og eyrnalæknis, um aðild að rammasamningi við sérgreinalækna. Íslenska ríkinu var gert að greiða Ölmu 1,8 milljón krónur í málskostnað. Sjá nánar: Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi Framúrkeyrsla hefur verið á fjárlagalið samningsins og er það ástæðan fyrir því að þrír heilbrigðisráðherrar í röð hafa tekið þá ákvörðun að ekki yrðu teknir fleiri sérfræðilæknar inn á samninginn. Eftir að Svandís hafði gaumgæft niðurstöðu dómsins með ríkislögmanni og metið kosti og galla þess að áfrýja ákvað hún að réttast væri að áfrýja ekki dóminum. Svandís gerði grein fyrir ákvörðun sinni í útvarpsþættinum Vikulokunum á Rás 1. Hún sagði að það væri mikilvægt fyrir alla sem ættu í hlut að fá niðurstöðu í málinu. Það væri ekki málinu til framdráttar að standa í frekari málaferlum. „Dómurinn er vel ígrundaður og niðurstaðan er leiðbeining. Hann undirstrikar mikilvægi þess að þetta fyrirkomulag verði endurskoðað, ekki bara samningurinn eins og hann er heldur líka framkvæmd hans og þá í samræmi við ábendingar sem viðhöfum í raun frá Ríkisendurskoðun um það að ríkið, sem greiðir þjónustuna, hafi frumkvæði að því og skoðun á því hvaða heilbrigðisþjónusta er keypt, í hvaða magni og af hverjum. Niðurstaða dómsins um að faglegt mat fari fram á hverri umsókn fyrir sig er í raun og veru lykilstef sem er mjög mikilvægt að hafa í forgrunni þegar næstu ákvarðanir eru teknar,“ sagði Svandís. Svandís sagði jafnframt að sérfræðilæknar eigi ekki einhliða rétt á samningi og beri að taka afstöðu til þeirra umsókna í samræmi við þær forsendur sem fram komu í dóminum og gera faglegt mat á hverjum og einum. Hún segist hafa horft til þess að fjárheimildir Alþingis séu uppurnar og að það verði að reisa skorður við því að það haldi áfram að fara út úr ríkissjóði umfram ákvörðun Alþingis. Það sama eigi við um ákvarðanir forvera hennar í starfi, Kristjáns Þórs Júlíussonar og Óttars Proppé. Tengdar fréttir Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21 Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 „Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi“ Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu. 18. september 2018 16:25 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ætlar ekki að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem í byrjun vikunnar felldi úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, háls-nef-og eyrnalæknis, um aðild að rammasamningi við sérgreinalækna. Íslenska ríkinu var gert að greiða Ölmu 1,8 milljón krónur í málskostnað. Sjá nánar: Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi Framúrkeyrsla hefur verið á fjárlagalið samningsins og er það ástæðan fyrir því að þrír heilbrigðisráðherrar í röð hafa tekið þá ákvörðun að ekki yrðu teknir fleiri sérfræðilæknar inn á samninginn. Eftir að Svandís hafði gaumgæft niðurstöðu dómsins með ríkislögmanni og metið kosti og galla þess að áfrýja ákvað hún að réttast væri að áfrýja ekki dóminum. Svandís gerði grein fyrir ákvörðun sinni í útvarpsþættinum Vikulokunum á Rás 1. Hún sagði að það væri mikilvægt fyrir alla sem ættu í hlut að fá niðurstöðu í málinu. Það væri ekki málinu til framdráttar að standa í frekari málaferlum. „Dómurinn er vel ígrundaður og niðurstaðan er leiðbeining. Hann undirstrikar mikilvægi þess að þetta fyrirkomulag verði endurskoðað, ekki bara samningurinn eins og hann er heldur líka framkvæmd hans og þá í samræmi við ábendingar sem viðhöfum í raun frá Ríkisendurskoðun um það að ríkið, sem greiðir þjónustuna, hafi frumkvæði að því og skoðun á því hvaða heilbrigðisþjónusta er keypt, í hvaða magni og af hverjum. Niðurstaða dómsins um að faglegt mat fari fram á hverri umsókn fyrir sig er í raun og veru lykilstef sem er mjög mikilvægt að hafa í forgrunni þegar næstu ákvarðanir eru teknar,“ sagði Svandís. Svandís sagði jafnframt að sérfræðilæknar eigi ekki einhliða rétt á samningi og beri að taka afstöðu til þeirra umsókna í samræmi við þær forsendur sem fram komu í dóminum og gera faglegt mat á hverjum og einum. Hún segist hafa horft til þess að fjárheimildir Alþingis séu uppurnar og að það verði að reisa skorður við því að það haldi áfram að fara út úr ríkissjóði umfram ákvörðun Alþingis. Það sama eigi við um ákvarðanir forvera hennar í starfi, Kristjáns Þórs Júlíussonar og Óttars Proppé.
Tengdar fréttir Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21 Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 „Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi“ Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu. 18. september 2018 16:25 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21
Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28
Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13
„Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi“ Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu. 18. september 2018 16:25