Ráðherra ætlar ekki að áfrýja dóminum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. september 2018 12:40 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ætlar ekki að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Vísir/Eyþór Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ætlar ekki að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem í byrjun vikunnar felldi úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, háls-nef-og eyrnalæknis, um aðild að rammasamningi við sérgreinalækna. Íslenska ríkinu var gert að greiða Ölmu 1,8 milljón krónur í málskostnað. Sjá nánar: Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi Framúrkeyrsla hefur verið á fjárlagalið samningsins og er það ástæðan fyrir því að þrír heilbrigðisráðherrar í röð hafa tekið þá ákvörðun að ekki yrðu teknir fleiri sérfræðilæknar inn á samninginn. Eftir að Svandís hafði gaumgæft niðurstöðu dómsins með ríkislögmanni og metið kosti og galla þess að áfrýja ákvað hún að réttast væri að áfrýja ekki dóminum. Svandís gerði grein fyrir ákvörðun sinni í útvarpsþættinum Vikulokunum á Rás 1. Hún sagði að það væri mikilvægt fyrir alla sem ættu í hlut að fá niðurstöðu í málinu. Það væri ekki málinu til framdráttar að standa í frekari málaferlum. „Dómurinn er vel ígrundaður og niðurstaðan er leiðbeining. Hann undirstrikar mikilvægi þess að þetta fyrirkomulag verði endurskoðað, ekki bara samningurinn eins og hann er heldur líka framkvæmd hans og þá í samræmi við ábendingar sem viðhöfum í raun frá Ríkisendurskoðun um það að ríkið, sem greiðir þjónustuna, hafi frumkvæði að því og skoðun á því hvaða heilbrigðisþjónusta er keypt, í hvaða magni og af hverjum. Niðurstaða dómsins um að faglegt mat fari fram á hverri umsókn fyrir sig er í raun og veru lykilstef sem er mjög mikilvægt að hafa í forgrunni þegar næstu ákvarðanir eru teknar,“ sagði Svandís. Svandís sagði jafnframt að sérfræðilæknar eigi ekki einhliða rétt á samningi og beri að taka afstöðu til þeirra umsókna í samræmi við þær forsendur sem fram komu í dóminum og gera faglegt mat á hverjum og einum. Hún segist hafa horft til þess að fjárheimildir Alþingis séu uppurnar og að það verði að reisa skorður við því að það haldi áfram að fara út úr ríkissjóði umfram ákvörðun Alþingis. Það sama eigi við um ákvarðanir forvera hennar í starfi, Kristjáns Þórs Júlíussonar og Óttars Proppé. Tengdar fréttir Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21 Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 „Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi“ Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu. 18. september 2018 16:25 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, ætlar ekki að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem í byrjun vikunnar felldi úr gildi ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, háls-nef-og eyrnalæknis, um aðild að rammasamningi við sérgreinalækna. Íslenska ríkinu var gert að greiða Ölmu 1,8 milljón krónur í málskostnað. Sjá nánar: Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi Framúrkeyrsla hefur verið á fjárlagalið samningsins og er það ástæðan fyrir því að þrír heilbrigðisráðherrar í röð hafa tekið þá ákvörðun að ekki yrðu teknir fleiri sérfræðilæknar inn á samninginn. Eftir að Svandís hafði gaumgæft niðurstöðu dómsins með ríkislögmanni og metið kosti og galla þess að áfrýja ákvað hún að réttast væri að áfrýja ekki dóminum. Svandís gerði grein fyrir ákvörðun sinni í útvarpsþættinum Vikulokunum á Rás 1. Hún sagði að það væri mikilvægt fyrir alla sem ættu í hlut að fá niðurstöðu í málinu. Það væri ekki málinu til framdráttar að standa í frekari málaferlum. „Dómurinn er vel ígrundaður og niðurstaðan er leiðbeining. Hann undirstrikar mikilvægi þess að þetta fyrirkomulag verði endurskoðað, ekki bara samningurinn eins og hann er heldur líka framkvæmd hans og þá í samræmi við ábendingar sem viðhöfum í raun frá Ríkisendurskoðun um það að ríkið, sem greiðir þjónustuna, hafi frumkvæði að því og skoðun á því hvaða heilbrigðisþjónusta er keypt, í hvaða magni og af hverjum. Niðurstaða dómsins um að faglegt mat fari fram á hverri umsókn fyrir sig er í raun og veru lykilstef sem er mjög mikilvægt að hafa í forgrunni þegar næstu ákvarðanir eru teknar,“ sagði Svandís. Svandís sagði jafnframt að sérfræðilæknar eigi ekki einhliða rétt á samningi og beri að taka afstöðu til þeirra umsókna í samræmi við þær forsendur sem fram komu í dóminum og gera faglegt mat á hverjum og einum. Hún segist hafa horft til þess að fjárheimildir Alþingis séu uppurnar og að það verði að reisa skorður við því að það haldi áfram að fara út úr ríkissjóði umfram ákvörðun Alþingis. Það sama eigi við um ákvarðanir forvera hennar í starfi, Kristjáns Þórs Júlíussonar og Óttars Proppé.
Tengdar fréttir Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21 Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 „Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi“ Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu. 18. september 2018 16:25 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Rigning í kortunum Veður Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Erlent Fleiri fréttir Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Sjá meira
Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21
Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28
Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13
„Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi“ Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu. 18. september 2018 16:25