Til skoðunar að fargjöld í strætó verði hluti af skólagjöldum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. nóvember 2018 19:11 Hægt væri að draga verulega úr umferð á álagstímum á höfuðborgarsvæðinu ef aðgangur að almenningssamgöngum yrðu hluti af skólagöldum nemenda. Sérfræðingar segja að gæði almenningssamgangna skipti sköpum í vali almennings á þjónustunni. Gæði almenningssamgangna skipta miklu í ákvörðun notenda um notkun þeirra. Þetta er meðal þess sem kom frá á Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar sem haldin var í Hörpu í dag. Þó nokkur ár séu þar til borgarlína verði að veruleika þurfa yfirvöld þangað til að forgangsraða verkefnum til þess að efla almenningssamgöngur. Umferð á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist gífurlega á síðustu misserum og því er spáð að hún muni aukast um allt að 3% fram að áramótum. Sérfræðingar telja að ef gæði almenningssamgangna myndu aukast væri hægt að sporna við þessari fjölgun verulega. Frá Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar í Hörpu í dagVísir/Einar Samgönguverkfræðingar hjá Eflu verkfræðistofu hafa unnið rannsókn á því hvaða þættir hafa meiri áhrif en aðrir til þess að auka þátttöku fólk að nýta almenningssamgöngur og var þá horft til núverandi kerfis sem hægt væri að betur um bæta. „Aukin tíðni og styttri ferðatími séu þættir sem að skipta miklu máli og þetta talar svo lítið við hugmyndir um borgarlínu þar sem hugmyndin er að hafa strætó í forgangi, sem er markmiðið með því kerfi,“ segir Daði Baldur Ottósson, samgönguverkfræðingur hjá Eflu. Aðrir þættir sem skiptu máli og komu fram í rannsókninni voru ódýrari fargjöld og gæði skiptinga á milli tveggja leiða. Ferðavenjur ökumanna hafa verið sérfræðingum ofarlega í huga og er umferðin um höfuðborgarsvæðið er gríðarlega þung og tímafrek á álagstímum.Daði Baldur Ottósson, samgöngurverkfræðingur hjá EfluVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Ferðatími með strætó er einfaldlega allt að tvöfalt lengri á álagstímum og svo lengi sem ferðatíminn er lengri með strætó þá færðu kannski ekki fólk til þess að breyta ferðavenjum,“ segir Daði. Í dag býður strætó nemendum sem eru 18 ára og eldri afslátt af fargjöldum í gegnum svo kölluð nema- eða árskort. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur það verið til skoðunar hjá yfirvöldum að aðgangur að almenningssamgöngum verði jafnvel hluti af skólagjöldum. Með því væri hægt að draga úr umferð á álagstímum verulega, eins og sjá má þegar skólar á framhaldskóla- og háskólastigi eru í fríi. Svanhildur Jónsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá VSÓVísir/Jóhann K. Jóhannsson Er hægt að breyhta hugarfari Íslendinga? „Það hefur allavega gert í öðrum borgum en þrátt fyrir veðurfar að þá sýna dæmin það að þegar gæðin eru til staðar og valkosturinn er í boði þá hefur það gerst þannig að ég hef fulla trú á því,“ segir Svanhildur Jónsson, samgönguverkfræðingur hjá VSÓ. Samgöngur Strætó Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Hægt væri að draga verulega úr umferð á álagstímum á höfuðborgarsvæðinu ef aðgangur að almenningssamgöngum yrðu hluti af skólagöldum nemenda. Sérfræðingar segja að gæði almenningssamgangna skipti sköpum í vali almennings á þjónustunni. Gæði almenningssamgangna skipta miklu í ákvörðun notenda um notkun þeirra. Þetta er meðal þess sem kom frá á Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar sem haldin var í Hörpu í dag. Þó nokkur ár séu þar til borgarlína verði að veruleika þurfa yfirvöld þangað til að forgangsraða verkefnum til þess að efla almenningssamgöngur. Umferð á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist gífurlega á síðustu misserum og því er spáð að hún muni aukast um allt að 3% fram að áramótum. Sérfræðingar telja að ef gæði almenningssamgangna myndu aukast væri hægt að sporna við þessari fjölgun verulega. Frá Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar í Hörpu í dagVísir/Einar Samgönguverkfræðingar hjá Eflu verkfræðistofu hafa unnið rannsókn á því hvaða þættir hafa meiri áhrif en aðrir til þess að auka þátttöku fólk að nýta almenningssamgöngur og var þá horft til núverandi kerfis sem hægt væri að betur um bæta. „Aukin tíðni og styttri ferðatími séu þættir sem að skipta miklu máli og þetta talar svo lítið við hugmyndir um borgarlínu þar sem hugmyndin er að hafa strætó í forgangi, sem er markmiðið með því kerfi,“ segir Daði Baldur Ottósson, samgönguverkfræðingur hjá Eflu. Aðrir þættir sem skiptu máli og komu fram í rannsókninni voru ódýrari fargjöld og gæði skiptinga á milli tveggja leiða. Ferðavenjur ökumanna hafa verið sérfræðingum ofarlega í huga og er umferðin um höfuðborgarsvæðið er gríðarlega þung og tímafrek á álagstímum.Daði Baldur Ottósson, samgöngurverkfræðingur hjá EfluVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Ferðatími með strætó er einfaldlega allt að tvöfalt lengri á álagstímum og svo lengi sem ferðatíminn er lengri með strætó þá færðu kannski ekki fólk til þess að breyta ferðavenjum,“ segir Daði. Í dag býður strætó nemendum sem eru 18 ára og eldri afslátt af fargjöldum í gegnum svo kölluð nema- eða árskort. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur það verið til skoðunar hjá yfirvöldum að aðgangur að almenningssamgöngum verði jafnvel hluti af skólagjöldum. Með því væri hægt að draga úr umferð á álagstímum verulega, eins og sjá má þegar skólar á framhaldskóla- og háskólastigi eru í fríi. Svanhildur Jónsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá VSÓVísir/Jóhann K. Jóhannsson Er hægt að breyhta hugarfari Íslendinga? „Það hefur allavega gert í öðrum borgum en þrátt fyrir veðurfar að þá sýna dæmin það að þegar gæðin eru til staðar og valkosturinn er í boði þá hefur það gerst þannig að ég hef fulla trú á því,“ segir Svanhildur Jónsson, samgönguverkfræðingur hjá VSÓ.
Samgöngur Strætó Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Erlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira