Til skoðunar að fargjöld í strætó verði hluti af skólagjöldum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. nóvember 2018 19:11 Hægt væri að draga verulega úr umferð á álagstímum á höfuðborgarsvæðinu ef aðgangur að almenningssamgöngum yrðu hluti af skólagöldum nemenda. Sérfræðingar segja að gæði almenningssamgangna skipti sköpum í vali almennings á þjónustunni. Gæði almenningssamgangna skipta miklu í ákvörðun notenda um notkun þeirra. Þetta er meðal þess sem kom frá á Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar sem haldin var í Hörpu í dag. Þó nokkur ár séu þar til borgarlína verði að veruleika þurfa yfirvöld þangað til að forgangsraða verkefnum til þess að efla almenningssamgöngur. Umferð á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist gífurlega á síðustu misserum og því er spáð að hún muni aukast um allt að 3% fram að áramótum. Sérfræðingar telja að ef gæði almenningssamgangna myndu aukast væri hægt að sporna við þessari fjölgun verulega. Frá Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar í Hörpu í dagVísir/Einar Samgönguverkfræðingar hjá Eflu verkfræðistofu hafa unnið rannsókn á því hvaða þættir hafa meiri áhrif en aðrir til þess að auka þátttöku fólk að nýta almenningssamgöngur og var þá horft til núverandi kerfis sem hægt væri að betur um bæta. „Aukin tíðni og styttri ferðatími séu þættir sem að skipta miklu máli og þetta talar svo lítið við hugmyndir um borgarlínu þar sem hugmyndin er að hafa strætó í forgangi, sem er markmiðið með því kerfi,“ segir Daði Baldur Ottósson, samgönguverkfræðingur hjá Eflu. Aðrir þættir sem skiptu máli og komu fram í rannsókninni voru ódýrari fargjöld og gæði skiptinga á milli tveggja leiða. Ferðavenjur ökumanna hafa verið sérfræðingum ofarlega í huga og er umferðin um höfuðborgarsvæðið er gríðarlega þung og tímafrek á álagstímum.Daði Baldur Ottósson, samgöngurverkfræðingur hjá EfluVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Ferðatími með strætó er einfaldlega allt að tvöfalt lengri á álagstímum og svo lengi sem ferðatíminn er lengri með strætó þá færðu kannski ekki fólk til þess að breyta ferðavenjum,“ segir Daði. Í dag býður strætó nemendum sem eru 18 ára og eldri afslátt af fargjöldum í gegnum svo kölluð nema- eða árskort. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur það verið til skoðunar hjá yfirvöldum að aðgangur að almenningssamgöngum verði jafnvel hluti af skólagjöldum. Með því væri hægt að draga úr umferð á álagstímum verulega, eins og sjá má þegar skólar á framhaldskóla- og háskólastigi eru í fríi. Svanhildur Jónsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá VSÓVísir/Jóhann K. Jóhannsson Er hægt að breyhta hugarfari Íslendinga? „Það hefur allavega gert í öðrum borgum en þrátt fyrir veðurfar að þá sýna dæmin það að þegar gæðin eru til staðar og valkosturinn er í boði þá hefur það gerst þannig að ég hef fulla trú á því,“ segir Svanhildur Jónsson, samgönguverkfræðingur hjá VSÓ. Samgöngur Strætó Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Hægt væri að draga verulega úr umferð á álagstímum á höfuðborgarsvæðinu ef aðgangur að almenningssamgöngum yrðu hluti af skólagöldum nemenda. Sérfræðingar segja að gæði almenningssamgangna skipti sköpum í vali almennings á þjónustunni. Gæði almenningssamgangna skipta miklu í ákvörðun notenda um notkun þeirra. Þetta er meðal þess sem kom frá á Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar sem haldin var í Hörpu í dag. Þó nokkur ár séu þar til borgarlína verði að veruleika þurfa yfirvöld þangað til að forgangsraða verkefnum til þess að efla almenningssamgöngur. Umferð á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist gífurlega á síðustu misserum og því er spáð að hún muni aukast um allt að 3% fram að áramótum. Sérfræðingar telja að ef gæði almenningssamgangna myndu aukast væri hægt að sporna við þessari fjölgun verulega. Frá Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar í Hörpu í dagVísir/Einar Samgönguverkfræðingar hjá Eflu verkfræðistofu hafa unnið rannsókn á því hvaða þættir hafa meiri áhrif en aðrir til þess að auka þátttöku fólk að nýta almenningssamgöngur og var þá horft til núverandi kerfis sem hægt væri að betur um bæta. „Aukin tíðni og styttri ferðatími séu þættir sem að skipta miklu máli og þetta talar svo lítið við hugmyndir um borgarlínu þar sem hugmyndin er að hafa strætó í forgangi, sem er markmiðið með því kerfi,“ segir Daði Baldur Ottósson, samgönguverkfræðingur hjá Eflu. Aðrir þættir sem skiptu máli og komu fram í rannsókninni voru ódýrari fargjöld og gæði skiptinga á milli tveggja leiða. Ferðavenjur ökumanna hafa verið sérfræðingum ofarlega í huga og er umferðin um höfuðborgarsvæðið er gríðarlega þung og tímafrek á álagstímum.Daði Baldur Ottósson, samgöngurverkfræðingur hjá EfluVísir/Jóhann K. Jóhannsson„Ferðatími með strætó er einfaldlega allt að tvöfalt lengri á álagstímum og svo lengi sem ferðatíminn er lengri með strætó þá færðu kannski ekki fólk til þess að breyta ferðavenjum,“ segir Daði. Í dag býður strætó nemendum sem eru 18 ára og eldri afslátt af fargjöldum í gegnum svo kölluð nema- eða árskort. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur það verið til skoðunar hjá yfirvöldum að aðgangur að almenningssamgöngum verði jafnvel hluti af skólagjöldum. Með því væri hægt að draga úr umferð á álagstímum verulega, eins og sjá má þegar skólar á framhaldskóla- og háskólastigi eru í fríi. Svanhildur Jónsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá VSÓVísir/Jóhann K. Jóhannsson Er hægt að breyhta hugarfari Íslendinga? „Það hefur allavega gert í öðrum borgum en þrátt fyrir veðurfar að þá sýna dæmin það að þegar gæðin eru til staðar og valkosturinn er í boði þá hefur það gerst þannig að ég hef fulla trú á því,“ segir Svanhildur Jónsson, samgönguverkfræðingur hjá VSÓ.
Samgöngur Strætó Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira