„Eldið upp á land, þá verður þetta allt í lagi“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. september 2018 22:00 Leigutaki í Vatnsdalsá segir að ekki leiki vafi á því að lax sem veiddist í ánni á föstudag sé eldisfiskur. Talið er að stangveiðimenn hafi veitt fjóra eldislaxa það sem af er ári, en að sögn líffræðings eru þeir aðeins toppurinn á ísjakanum. Um er að ræða 70 sentímetra hrygnu sem veiddist á flugu í Hnausastreng í Vatnsdalsá í Austur-Húnavatnssýslu, einhverjum frægasta veiðistað landsins. Pétur Pétursson, leigutaki árinnar, segir ekki að fari á milli mála að um eldisfisk sé að ræða. Skemmdir á fisknum séu vísbending um það. Pétur segist nokkuð viss í sinni sök, hann hafi handfjatlað lax í rúmlega 40 ár – bæði sem leigutaki Vatnsdalsár og sem fiskkaupmaður. Niðurstaða hans sé skýr. „Svona skemmdir á villilaxi, þær eru ekki til.“ Pétur ætlar að leita til Hafrannsóknarstofnunar á morgun og senda laxinn í formlega greiningu. Hann óttast að ef grunur hans reynist réttur sé vandamálið ekki aðeins bundið við Vatnsdalsá „Þetta verður um allt land og menn verða að átta sig á því að það verður að stoppa þetta. Við höfum tíma núna til að stoppa þetta, en menn verða bara að taka ákvörðun um það. Eldið upp á land, þá verður þetta allt í lagi.“Laxinn sem veiddist í Vatnsdalsá.Vísir/Egill AðalsteinssonFjórir eldisfiskar Í samtali við fréttastofu segir Leó Alexander Guðmundsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, að átælað sé að fjórir eldisfiskar hafi komið á stangir laxveiðimanna það sem af er ári. Til að mynda hafi eldislax komið á stöng í Staðará í Steingrímsfirði, en hún rennur út í Húnaflóa – rétt eins og Vatnsdalsá. Eldisfiskarnir fjórir gefi þó aðeins takmarkaða mynd af stöðu mála. Eldislaxinn hafi tilhneigingu til að ganga seinna upp í árnar en villti laxinn og því megi ætla að raunverulegur fjöldi eldisfiska í ám landsins komi ekki strax fram jafnvel ekki fyrr en að stangveiðitímabilinu lýkur. Þeir eldisfiskar sem veiðst hafi ánum séu því líklega aðeins toppurinn á ísjakanum. Fiskeldi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Leigutaki í Vatnsdalsá segir að ekki leiki vafi á því að lax sem veiddist í ánni á föstudag sé eldisfiskur. Talið er að stangveiðimenn hafi veitt fjóra eldislaxa það sem af er ári, en að sögn líffræðings eru þeir aðeins toppurinn á ísjakanum. Um er að ræða 70 sentímetra hrygnu sem veiddist á flugu í Hnausastreng í Vatnsdalsá í Austur-Húnavatnssýslu, einhverjum frægasta veiðistað landsins. Pétur Pétursson, leigutaki árinnar, segir ekki að fari á milli mála að um eldisfisk sé að ræða. Skemmdir á fisknum séu vísbending um það. Pétur segist nokkuð viss í sinni sök, hann hafi handfjatlað lax í rúmlega 40 ár – bæði sem leigutaki Vatnsdalsár og sem fiskkaupmaður. Niðurstaða hans sé skýr. „Svona skemmdir á villilaxi, þær eru ekki til.“ Pétur ætlar að leita til Hafrannsóknarstofnunar á morgun og senda laxinn í formlega greiningu. Hann óttast að ef grunur hans reynist réttur sé vandamálið ekki aðeins bundið við Vatnsdalsá „Þetta verður um allt land og menn verða að átta sig á því að það verður að stoppa þetta. Við höfum tíma núna til að stoppa þetta, en menn verða bara að taka ákvörðun um það. Eldið upp á land, þá verður þetta allt í lagi.“Laxinn sem veiddist í Vatnsdalsá.Vísir/Egill AðalsteinssonFjórir eldisfiskar Í samtali við fréttastofu segir Leó Alexander Guðmundsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, að átælað sé að fjórir eldisfiskar hafi komið á stangir laxveiðimanna það sem af er ári. Til að mynda hafi eldislax komið á stöng í Staðará í Steingrímsfirði, en hún rennur út í Húnaflóa – rétt eins og Vatnsdalsá. Eldisfiskarnir fjórir gefi þó aðeins takmarkaða mynd af stöðu mála. Eldislaxinn hafi tilhneigingu til að ganga seinna upp í árnar en villti laxinn og því megi ætla að raunverulegur fjöldi eldisfiska í ám landsins komi ekki strax fram jafnvel ekki fyrr en að stangveiðitímabilinu lýkur. Þeir eldisfiskar sem veiðst hafi ánum séu því líklega aðeins toppurinn á ísjakanum.
Fiskeldi Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira