Bilunin í dælustöðinni alvarlegri en í fyrstu var talið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. febrúar 2018 12:24 Dælu- og hreinstöðin í Hraunavík í Hafnarfirði. Mynd/Hafnarfjarðarbær Bilunin sem kom upp fyrir helgi í frárennslis dælum í dælu- og hreinsistöð Hafnarfjarðarbæjar í Hraunavík er alvarlegri en virtist við fyrstu skoðun. Panta þarf varahluti erlendis frá og mun viðgerð standa lengur yfir en í fyrstu var talið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnafjarðarbæ en greint var frá biluninni á þriðjudaginn í síðustu viku. Var þá reiknað með að viðgerð myndi taka tvo sólarhringa. „Hluti skólps frá stöðinni mun því áfram renna fram hjá kerfinu og í gegnum frárennslisrör sem nær tvo kílómetra út í sjó. Heilbrigðiseftirlit bæjarins hefur verið látið vita og fylgist með framvindu viðgerðarinnar en henni ætti að ljúka um miðja næstu viku,“ segir í tilkynningunni. Þá segir einnig að bæjarbúar geti búist við því að fuglar safnist saman við útrennslið á meðan ástandið varir. Einnig kemur fram hluti skólpsins muni aðeins renna framhjá kerfinu á ákveðnun álagstímum og því sé ekki um það mikið magn skólps að ræða að ástæða sé til þess að hafa áhyggjur. Dælu- og hreinsistöðin í Hraunavík var tekin í notkun árið 2997 en í henni err allt skólp frá Hafnarfjarðarbæ hreinsað með svokallaðri 1. þreps hreinsun. Í því felst að öll föst efni stærri en 3 millimetrar í þvermál eru síuð frá skólpinu í tveimur grófsíum. Að auki eru fita og sandur skilin frá skólpinu. Öllu hrati og sandi er safnað í sérstakan gám, sem tæmdur er reglulega á sérstökum urðunarstað. Fitunni er safnað í sérstakt hólf í stöðinni og fitunni síðan dælt þaðan í sérstaka tankbíla, er losa síðan fituna á sérstökum urðunarstað. Eftir þessa hreinsun er skólpinu síðan dælt út í sjó um 2 kílómetra langa útræsislögn niður á um 23 metra dýpi. Þar tekur sjórinn við og eyðir eða þynnir skólpvatnið út nokkuð fljótt, þannig að styrkur mengandi efna frá útræsinu eru vel innan umhverfismarka við strandlengjuna, að því er segir í tilkynningu frá Hafnafjarðarbæ. Umhverfismál Tengdar fréttir Bilun í skólphreinsistöð í Hraunavík Hluti skólps frá stöðinni mun renna beint út í sjó í allt að tvo sólarhringa á meðan viðgerð stendur yfir. 30. janúar 2018 17:47 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Bilunin sem kom upp fyrir helgi í frárennslis dælum í dælu- og hreinsistöð Hafnarfjarðarbæjar í Hraunavík er alvarlegri en virtist við fyrstu skoðun. Panta þarf varahluti erlendis frá og mun viðgerð standa lengur yfir en í fyrstu var talið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafnafjarðarbæ en greint var frá biluninni á þriðjudaginn í síðustu viku. Var þá reiknað með að viðgerð myndi taka tvo sólarhringa. „Hluti skólps frá stöðinni mun því áfram renna fram hjá kerfinu og í gegnum frárennslisrör sem nær tvo kílómetra út í sjó. Heilbrigðiseftirlit bæjarins hefur verið látið vita og fylgist með framvindu viðgerðarinnar en henni ætti að ljúka um miðja næstu viku,“ segir í tilkynningunni. Þá segir einnig að bæjarbúar geti búist við því að fuglar safnist saman við útrennslið á meðan ástandið varir. Einnig kemur fram hluti skólpsins muni aðeins renna framhjá kerfinu á ákveðnun álagstímum og því sé ekki um það mikið magn skólps að ræða að ástæða sé til þess að hafa áhyggjur. Dælu- og hreinsistöðin í Hraunavík var tekin í notkun árið 2997 en í henni err allt skólp frá Hafnarfjarðarbæ hreinsað með svokallaðri 1. þreps hreinsun. Í því felst að öll föst efni stærri en 3 millimetrar í þvermál eru síuð frá skólpinu í tveimur grófsíum. Að auki eru fita og sandur skilin frá skólpinu. Öllu hrati og sandi er safnað í sérstakan gám, sem tæmdur er reglulega á sérstökum urðunarstað. Fitunni er safnað í sérstakt hólf í stöðinni og fitunni síðan dælt þaðan í sérstaka tankbíla, er losa síðan fituna á sérstökum urðunarstað. Eftir þessa hreinsun er skólpinu síðan dælt út í sjó um 2 kílómetra langa útræsislögn niður á um 23 metra dýpi. Þar tekur sjórinn við og eyðir eða þynnir skólpvatnið út nokkuð fljótt, þannig að styrkur mengandi efna frá útræsinu eru vel innan umhverfismarka við strandlengjuna, að því er segir í tilkynningu frá Hafnafjarðarbæ.
Umhverfismál Tengdar fréttir Bilun í skólphreinsistöð í Hraunavík Hluti skólps frá stöðinni mun renna beint út í sjó í allt að tvo sólarhringa á meðan viðgerð stendur yfir. 30. janúar 2018 17:47 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Bilun í skólphreinsistöð í Hraunavík Hluti skólps frá stöðinni mun renna beint út í sjó í allt að tvo sólarhringa á meðan viðgerð stendur yfir. 30. janúar 2018 17:47