Utanríkisráðherra Bretlands líkir HM í Rússlandi við Ólympíuleika Hitlers Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. mars 2018 18:37 Boris Johnson, utanríkisráðherra Breta, kom fyrir utanríkismálanefnd breska þingsins í dag. vísir/getty Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, spáir því að Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, muni stæra sig af heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu karla sem fram fer í Rússlandi í sumar á sama hátt og Adolf Hitler stærði sig af Ólympíuleikunum sem fram fóru í Berlín árið 1936. Þá benti hann á að bresk yfirvöld myndu þurfa að ráðleggja enskum knattspyrnuaðdáendum að ferðast ekki til Rússlands öryggis þeirra vegna. Samskipti breskra og rússneskra yfirvalda eru nú afar stirð vegna árásarinnar á Sergei Skripal en hann er fyrrverandi njósnari Rússa. Var eitrað fyrir honum og dóttur hans í breska bænum Salisbury í byrjun mánaðarins en taugaeitrið sem þeim var byrlað hefur verið rakið til rússneskra yfirvalda. Rússar hafna því algjörlega að hafa eitthvað með eitrunina að gera á meðan Bretar eru sannfærðir um að svo sé. Hugsar til þess með hryllingi hvernig Pútín mun nota HM Bretar hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins og Rússar hafa gripið til sama ráðs og vísað breskum diplómötum úr landi. Þar á meðal er diplómatinn sem átti að sjá um samskipti við Breta sem ferðast munu til Rússlands vegna HM. Johnson kom fyrir utanríkismálanefnd breska þingsins í dag. Þar sagði þingmaður Verkamannaflokksins, Ian Austin, að þrátt fyrir að hann elskaði fótbolta og enska landsliðið þá hugsaði hann til þess með hryllingi hvernig Pútín muni nota HM. „Hugmyndin um að Pútín muni afhenda bikarinn til fyrirliða liðsins sem verður heimsmeistari; hugmyndin um að hann muni nota þetta tækifæri til að breiða yfir hræðilega og spillta stjórnarhætti sem hann ber ábyrgð á, mig hryllir við því,“ sagði Austin.Notaði Ólympíuleikana til að breiða út boðskap nasismans Johnson heyrðist taka undir með Austin á meðan hann hafði orðið og sagði að hann hefði rétt fyrir sér. Utanríkisráðherrann sagði síðan að hann teldi að samanburðurinn við Ólympíuleikana í Berlín 1986 réttan og að Pútín myndi nota HM á sama hátt og Hitler notaði leikana. Hitler hafði verið við völd í Þýskalandi í þrjú ár þegar leikarnir fóru fram. Hann notaði þá til að breiða út boðskap nasismans og þrátt fyrir að ýmsir hafi hótað að sniðganga leikana þá fóru þeir fram. Tengdar fréttir Fullviss um að lögreglan finni þá sem eitruðu fyrir Skripal Neil Basu, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í London sem rannsakar árásina á fyrrverandi rússneska njósnaranna Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í Salisbury í byrjun mánaðarins, kveðst fullviss um það að rannsókn lögreglu muni leiða í ljós hver eða hverjir eitruðu fyrir feðginunum. 20. mars 2018 23:30 Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50 Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, spáir því að Vladimir Pútín, Rússlandsforseti, muni stæra sig af heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu karla sem fram fer í Rússlandi í sumar á sama hátt og Adolf Hitler stærði sig af Ólympíuleikunum sem fram fóru í Berlín árið 1936. Þá benti hann á að bresk yfirvöld myndu þurfa að ráðleggja enskum knattspyrnuaðdáendum að ferðast ekki til Rússlands öryggis þeirra vegna. Samskipti breskra og rússneskra yfirvalda eru nú afar stirð vegna árásarinnar á Sergei Skripal en hann er fyrrverandi njósnari Rússa. Var eitrað fyrir honum og dóttur hans í breska bænum Salisbury í byrjun mánaðarins en taugaeitrið sem þeim var byrlað hefur verið rakið til rússneskra yfirvalda. Rússar hafna því algjörlega að hafa eitthvað með eitrunina að gera á meðan Bretar eru sannfærðir um að svo sé. Hugsar til þess með hryllingi hvernig Pútín mun nota HM Bretar hafa vísað rússneskum erindrekum úr landi vegna málsins og Rússar hafa gripið til sama ráðs og vísað breskum diplómötum úr landi. Þar á meðal er diplómatinn sem átti að sjá um samskipti við Breta sem ferðast munu til Rússlands vegna HM. Johnson kom fyrir utanríkismálanefnd breska þingsins í dag. Þar sagði þingmaður Verkamannaflokksins, Ian Austin, að þrátt fyrir að hann elskaði fótbolta og enska landsliðið þá hugsaði hann til þess með hryllingi hvernig Pútín muni nota HM. „Hugmyndin um að Pútín muni afhenda bikarinn til fyrirliða liðsins sem verður heimsmeistari; hugmyndin um að hann muni nota þetta tækifæri til að breiða yfir hræðilega og spillta stjórnarhætti sem hann ber ábyrgð á, mig hryllir við því,“ sagði Austin.Notaði Ólympíuleikana til að breiða út boðskap nasismans Johnson heyrðist taka undir með Austin á meðan hann hafði orðið og sagði að hann hefði rétt fyrir sér. Utanríkisráðherrann sagði síðan að hann teldi að samanburðurinn við Ólympíuleikana í Berlín 1986 réttan og að Pútín myndi nota HM á sama hátt og Hitler notaði leikana. Hitler hafði verið við völd í Þýskalandi í þrjú ár þegar leikarnir fóru fram. Hann notaði þá til að breiða út boðskap nasismans og þrátt fyrir að ýmsir hafi hótað að sniðganga leikana þá fóru þeir fram.
Tengdar fréttir Fullviss um að lögreglan finni þá sem eitruðu fyrir Skripal Neil Basu, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í London sem rannsakar árásina á fyrrverandi rússneska njósnaranna Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í Salisbury í byrjun mánaðarins, kveðst fullviss um það að rannsókn lögreglu muni leiða í ljós hver eða hverjir eitruðu fyrir feðginunum. 20. mars 2018 23:30 Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50 Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Fullviss um að lögreglan finni þá sem eitruðu fyrir Skripal Neil Basu, yfirmaður hryðjuverkadeildar lögreglunnar í London sem rannsakar árásina á fyrrverandi rússneska njósnaranna Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í Salisbury í byrjun mánaðarins, kveðst fullviss um það að rannsókn lögreglu muni leiða í ljós hver eða hverjir eitruðu fyrir feðginunum. 20. mars 2018 23:30
Trump hunsaði ráðgjafa sína og óskaði Pútín til hamingju Bandaríkjaforseti fordæmdi heldur ekki taugaeitursárás á fyrrverandi njósnara í Bretlandi þrátt fyrir að aðstoðarmenn hans hafi lagt það upp fyrir símtalið við Rússlandsforseta. 20. mars 2018 23:50
Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46