Eldsneytisverð hvergi hærra en hér á landi Sveinn Arnarsson skrifar 9. janúar 2018 08:00 Bensínverð hjá Costco er það lægsta á Íslandi. koma þeirra hefur ekki togað niður verð hinna olíufélaganna mikið niður. vísir/eyþór Íslendingar búa við hæsta eldsneytisverð í heimi. Verð á bensíni er það annað hæsta í heiminum, hálfri krónu lægra en í Hong Kong á sama tíma og verð á dísilolíu er það hæsta, heilum tíu krónum dýrara en hjá frændum okkar Norðmönnum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir skatta og álagningu á eldsneyti hér á landi of háa. Vefsíðan Global petrol prices kannar verð á eldsneyti flestra landa heimsins vikulega. Í byrjun árs búa Íslendingar við næsthæsta bensínverð í heimi og hæsta dísilverðið. Runólfur segir Ísland hafa ætíð verið ofarlega á þessum lista en aldrei verið með hæsta eldsneytisverðið í heiminum. Nú sé hins vegar komið að því að við trónum á toppi heimslistans hvað þetta varðar. „Það er alveg ljóst þegar maður horfir á innkaupsverð og opinberar álögur á eldsneyti að þá er það svo stór hluti af verðinu til neytandans að samkeppni verður alltaf takmörkuð,“ segir Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. „Álögur á olíu og bensín í mínum huga leiða til lakari verðsamkeppni en gæti verið hér á landi. Það segir sig sjálft.“ Runólfur segir þá stöðu ekki fýsilega fyrir Ísland. Verð sé of hátt og segir hann orsakirnar bæði opinberar álögur sem og óhóflega álagningu olíufélaga á Íslandi. „Grundvallaratriðið er það sem oft hefur verið bent á að við höfum verið með fákeppni á markaði ef frá er talin koma Costco. Fákeppnin hefur haldið uppi hárri álagningu, meiri álagningu en í nágrannalöndum okkar,“ segir Runólfur hjá FÍB. „Skattar sem hlutfall af eðlilegu útsöluverði eru nokkuð háir. Meginniðurstaðan er sú að við þurfum að lækka skatta. Einnig hefur komið fram hjá samkeppniseftirlitinu að álagning hér á landi er allt að 20 krónum hærri en í nágrannalöndum okkar.“ Óli Björn segir verðið komið í hæstu hæðir. „Nú er í farvatninu að endurskoða alla álagningu þegar kemur að umferð almennt. Sú endurskoðun er í gangi og menn hljóta að skoða með hvaða hætti opinber gjöld hafa áhrif á samkeppnina á neytendamarkaði. Ég tek undir með Runólfi um að verð sé of hátt.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Samgöngur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Íslendingar búa við hæsta eldsneytisverð í heimi. Verð á bensíni er það annað hæsta í heiminum, hálfri krónu lægra en í Hong Kong á sama tíma og verð á dísilolíu er það hæsta, heilum tíu krónum dýrara en hjá frændum okkar Norðmönnum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir skatta og álagningu á eldsneyti hér á landi of háa. Vefsíðan Global petrol prices kannar verð á eldsneyti flestra landa heimsins vikulega. Í byrjun árs búa Íslendingar við næsthæsta bensínverð í heimi og hæsta dísilverðið. Runólfur segir Ísland hafa ætíð verið ofarlega á þessum lista en aldrei verið með hæsta eldsneytisverðið í heiminum. Nú sé hins vegar komið að því að við trónum á toppi heimslistans hvað þetta varðar. „Það er alveg ljóst þegar maður horfir á innkaupsverð og opinberar álögur á eldsneyti að þá er það svo stór hluti af verðinu til neytandans að samkeppni verður alltaf takmörkuð,“ segir Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. „Álögur á olíu og bensín í mínum huga leiða til lakari verðsamkeppni en gæti verið hér á landi. Það segir sig sjálft.“ Runólfur segir þá stöðu ekki fýsilega fyrir Ísland. Verð sé of hátt og segir hann orsakirnar bæði opinberar álögur sem og óhóflega álagningu olíufélaga á Íslandi. „Grundvallaratriðið er það sem oft hefur verið bent á að við höfum verið með fákeppni á markaði ef frá er talin koma Costco. Fákeppnin hefur haldið uppi hárri álagningu, meiri álagningu en í nágrannalöndum okkar,“ segir Runólfur hjá FÍB. „Skattar sem hlutfall af eðlilegu útsöluverði eru nokkuð háir. Meginniðurstaðan er sú að við þurfum að lækka skatta. Einnig hefur komið fram hjá samkeppniseftirlitinu að álagning hér á landi er allt að 20 krónum hærri en í nágrannalöndum okkar.“ Óli Björn segir verðið komið í hæstu hæðir. „Nú er í farvatninu að endurskoða alla álagningu þegar kemur að umferð almennt. Sú endurskoðun er í gangi og menn hljóta að skoða með hvaða hætti opinber gjöld hafa áhrif á samkeppnina á neytendamarkaði. Ég tek undir með Runólfi um að verð sé of hátt.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Samgöngur Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira