Ekki grunur um neitt saknæmt í eldsvoðunum í nótt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. janúar 2018 14:34 Íbúðin þar sem eldurinn kom upp. Vísir/Ernir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn á eldsvoðunum tveimur sem kviknuðu í nótt, annars vegar í Bláhömrum 2 í Grafarvogi og hins vegar á Reykjabraut í Mosfellsbæ. Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir að tæknideild lögreglunnar sé búin að fara bæði á vettvang í Grafarvogi og Mosfellsbæ til rannsóknar en ótímabært sé að gefa eitthvað út um eldsupptök þar sem rannsóknum lögreglu sé ekki lokið. Á þessari stundu sé þó ekkert sem bendi til þess að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað, hvorki í Grafarvogi né í Mosfellsbæ. Í Grafarvogi kom upp eldur í íbúð á næstefstu hæð hússins. Íbúinn sem býr í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp var fluttur í lífshættu á Landspítalann og er enn á gjörgæslu. Eldsins varð vart um klukkan hálf þrjú og logaði mikill eldur í íbúðinni, þegar slökkvilið kom á vettvang. Reykkafarar fundu húsráðandann meðvitundarlausan og var hann fluttur í skyndingu á sjúkrahús. Sex aðrir íbúar hússins voru fluttir á slysadeild til rannsókna vegna gruns um reykeitrun, en engan þeirra mun hafa sakað alvarlega. Í Mosfellsbæ kviknaði í litlu timburhúsi. Fimm manna fjölskylda komst með naumindum út um glugga á húsinu en þau urðu eldsins vör vegna reykskynjara. Voru þau flutt á slysadeild með reykeitrun og minniháttar meiðsl. Tengdar fréttir Grafarvogsbúi í lífshættu eftir bruna í fjölbýlishúsi Maður liggur í lífshættu á Landspítalanum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í sex hæða fjölbýlishúsi við Bláhamra í Grafarvogi. 9. janúar 2018 06:29 Enn á gjörgæslu eftir eldsvoða í Grafarvogi Tólf fluttir á Landspítalann eftir tvo eldsvoða í nótt en stór hluti þeirra hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 11:12 Reyndi að vekja nágranna sína Maðurinn, sem liggur í lífshættu á Landspítalnum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í Grafarvogi í nótt, reyndi að vekja nágranna sína áður en hann féll í yfirlið á gangi fjölbýlishússins. 9. janúar 2018 07:48 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fer með rannsókn á eldsvoðunum tveimur sem kviknuðu í nótt, annars vegar í Bláhömrum 2 í Grafarvogi og hins vegar á Reykjabraut í Mosfellsbæ. Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir að tæknideild lögreglunnar sé búin að fara bæði á vettvang í Grafarvogi og Mosfellsbæ til rannsóknar en ótímabært sé að gefa eitthvað út um eldsupptök þar sem rannsóknum lögreglu sé ekki lokið. Á þessari stundu sé þó ekkert sem bendi til þess að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað, hvorki í Grafarvogi né í Mosfellsbæ. Í Grafarvogi kom upp eldur í íbúð á næstefstu hæð hússins. Íbúinn sem býr í íbúðinni þar sem eldurinn kom upp var fluttur í lífshættu á Landspítalann og er enn á gjörgæslu. Eldsins varð vart um klukkan hálf þrjú og logaði mikill eldur í íbúðinni, þegar slökkvilið kom á vettvang. Reykkafarar fundu húsráðandann meðvitundarlausan og var hann fluttur í skyndingu á sjúkrahús. Sex aðrir íbúar hússins voru fluttir á slysadeild til rannsókna vegna gruns um reykeitrun, en engan þeirra mun hafa sakað alvarlega. Í Mosfellsbæ kviknaði í litlu timburhúsi. Fimm manna fjölskylda komst með naumindum út um glugga á húsinu en þau urðu eldsins vör vegna reykskynjara. Voru þau flutt á slysadeild með reykeitrun og minniháttar meiðsl.
Tengdar fréttir Grafarvogsbúi í lífshættu eftir bruna í fjölbýlishúsi Maður liggur í lífshættu á Landspítalanum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í sex hæða fjölbýlishúsi við Bláhamra í Grafarvogi. 9. janúar 2018 06:29 Enn á gjörgæslu eftir eldsvoða í Grafarvogi Tólf fluttir á Landspítalann eftir tvo eldsvoða í nótt en stór hluti þeirra hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 11:12 Reyndi að vekja nágranna sína Maðurinn, sem liggur í lífshættu á Landspítalnum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í Grafarvogi í nótt, reyndi að vekja nágranna sína áður en hann féll í yfirlið á gangi fjölbýlishússins. 9. janúar 2018 07:48 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Sjá meira
Grafarvogsbúi í lífshættu eftir bruna í fjölbýlishúsi Maður liggur í lífshættu á Landspítalanum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í sex hæða fjölbýlishúsi við Bláhamra í Grafarvogi. 9. janúar 2018 06:29
Enn á gjörgæslu eftir eldsvoða í Grafarvogi Tólf fluttir á Landspítalann eftir tvo eldsvoða í nótt en stór hluti þeirra hefur verið útskrifaður. 9. janúar 2018 11:12
Reyndi að vekja nágranna sína Maðurinn, sem liggur í lífshættu á Landspítalnum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í Grafarvogi í nótt, reyndi að vekja nágranna sína áður en hann féll í yfirlið á gangi fjölbýlishússins. 9. janúar 2018 07:48