Snúningspunkturinn í Sviss Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2018 09:30 Íslendingar fögnuðu ógurlega eftir að Jóhann Berg Guðmundsson jafnaði metin í 4-4 í uppbótartíma gegn Sviss í undankeppni HM 2014. Vísir/Valli Ein stærsta varðan á leið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á toppinn er 4-4 jafnteflið við Sviss í undankeppni HM 2014. Útlitið var ansi dökkt þegar leikmenn íslenska landsliðsins gengu til búningsherbergja á Stade de Suisse í Bern 6. september 2013. Ísland var 3-1 undir á móti sterku liði Sviss í E-riðli undankeppni HM 2014. Í hálfleik gerði þjálfarateymið breytingu, setti Eið Smára Guðjohnsen inn á og færði Gylfa Þór Sigurðsson niður á miðjuna. Þarna fannst loksins rétta blandan í íslenska liðinu. Sviss skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks og komst í 4-1 en Ísland kom til baka með eftirminnilegum hætti. Jóhann Berg Guðmundsson stal sviðsljósinu með þremur glæsilegum mörkum. Það síðasta kom í uppbótartíma þegar hann jafnaði í 4-4. Íslendingar fögnuðu eins og þeir hefðu unnið leikinn og skiljanlega. Sigur V-Þýskalands á Ungverjalandi í úrslitaleik HM 1954 er oft kallaður „Kraftaverkið í Bern“. Jafnteflið 2013 var okkar kraftaverk í Bern. Frammistaðan í seinni hálfleik var, og er enn, ein sú besta sem íslenska landsliðið hefur sýnt á jafn sterkum útivelli. Og hún var fyrirboði um það sem koma skyldi. Þessi úrslit, eða öllu heldur frammistaðan í seinni hálfleik, gaf íslenska liðinu trú og sjálfstraust og það hefur í raun ekki litið til baka síðan þá. Eftir að hafa tapað fyrstu fjórum vináttulandsleikjunum undir stjórn Lars Lagerbäck vann Ísland Noreg, 2-0, í fyrsta leiknum í undankeppni HM 2014. Íslenska liðið tapaði svo fyrir því kýpverska, 1-0, í öðrum leiknum í undankeppninni. Í næsta landsleikjaglugga vann Ísland sigur á Albaníu, 1-2, en tapaði fyrir Sviss á Laugardalsvellinum, 0-2. Tvö stórglæsileg mörk Gylfa Þórs Sigurðssonar tryggðu Íslendingum sigur á Slóvenum, 1-2, í mars 2013. Slóvenska liðið svaraði hins vegar fyrir sig með 2-4 sigri á Laugardalsvellinum í júní. Staðan var 2-2 í hálfleik en eftir að Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli í upphafi seinni hálfleiks hrundi leikur Íslands.Sviss-Ísland undankeppni HM 2014 Landsleikur knattspyrna fótbolti Ísland - SvissFyrir seinni leikinn gegn Sviss voru Íslendingar í 2.-3. sæti riðilsins með níu stig, fimm stigum á eftir Svisslendingum sem voru á toppnum. Baráttan um 2. sætið var hörð en hún stóð á milli Íslands, Slóveníu, Albaníu og Noregs. Íslenska liðið fékk draumabyrjun þegar Jóhann Berg kom því yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik. En svo fór að halla undan fæti og eftir hálftíma var staðan orðin 3-1, Sviss í vil. Íslenska vörnin míglak og það stefndi í stórtap. Helgi Valur Daníelsson fór af velli í hálfleik og í hans stað kom Eiður Smári. Gylfi var svo færður á miðjuna við hlið Arons Einars Gunnarssonar. Fram að þessum leik hafði verið nokkur hausverkur að finna Gylfa pláss í leikkerfinu 4-4-2. Hann var notaður úti á kanti og í framlínunni en í seinni hálfleiknum í Bern sást að hann gat leyst stöðu miðjumanns með miklum glans. Seinni hálfleikurinn byrjaði illa fyrir Ísland því Blerim Dzemaili kom Sviss í 4-1 með marki úr vítaspyrnu á 54. mínútu. Tveimur mínútum síðar minnkaði Kolbeinn Sigþórsson muninn með laglegu marki og íslenska liðið öðlaðist aftur trú á sjálfu sér. Jóhann Berg skoraði sitt annað mark og þriðja mark Íslands á 68. mínútu og Íslendingar héldu áfram að pressa. Jöfnunarmarkið kom svo þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Jóhann Berg fékk þá boltann á hægri kantinum, lagði hann fyrir sig og sneri honum svo í fjærhornið. Magnað mark og mögnuð þrenna hjá Jóhanni Berg. „Það var auðvitað frábær tilfinning að skora þrjú mörk í svona mikilvægum leik,“ sagði hetjan í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. „Það er vissulega magnað að koma svona til baka og ná í þetta mikilvæga stig. Maður vonar bara núna að ég hangi inni í byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Albönum.“ Jóhann Berg hékk inni í byrjunarliðinu gegn Albaníu og hefur ekki farið úr því síðan. Hann, ásamt 22 leikmönnum Íslands, er á leið á HM í Rússlandi. Íslendingar eru búnir að festa sig í sessi sem alvöru lið og eitt stærsta skrefið í þroskaferli þess var tekið í Bern fyrir fimm árum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira
Ein stærsta varðan á leið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á toppinn er 4-4 jafnteflið við Sviss í undankeppni HM 2014. Útlitið var ansi dökkt þegar leikmenn íslenska landsliðsins gengu til búningsherbergja á Stade de Suisse í Bern 6. september 2013. Ísland var 3-1 undir á móti sterku liði Sviss í E-riðli undankeppni HM 2014. Í hálfleik gerði þjálfarateymið breytingu, setti Eið Smára Guðjohnsen inn á og færði Gylfa Þór Sigurðsson niður á miðjuna. Þarna fannst loksins rétta blandan í íslenska liðinu. Sviss skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks og komst í 4-1 en Ísland kom til baka með eftirminnilegum hætti. Jóhann Berg Guðmundsson stal sviðsljósinu með þremur glæsilegum mörkum. Það síðasta kom í uppbótartíma þegar hann jafnaði í 4-4. Íslendingar fögnuðu eins og þeir hefðu unnið leikinn og skiljanlega. Sigur V-Þýskalands á Ungverjalandi í úrslitaleik HM 1954 er oft kallaður „Kraftaverkið í Bern“. Jafnteflið 2013 var okkar kraftaverk í Bern. Frammistaðan í seinni hálfleik var, og er enn, ein sú besta sem íslenska landsliðið hefur sýnt á jafn sterkum útivelli. Og hún var fyrirboði um það sem koma skyldi. Þessi úrslit, eða öllu heldur frammistaðan í seinni hálfleik, gaf íslenska liðinu trú og sjálfstraust og það hefur í raun ekki litið til baka síðan þá. Eftir að hafa tapað fyrstu fjórum vináttulandsleikjunum undir stjórn Lars Lagerbäck vann Ísland Noreg, 2-0, í fyrsta leiknum í undankeppni HM 2014. Íslenska liðið tapaði svo fyrir því kýpverska, 1-0, í öðrum leiknum í undankeppninni. Í næsta landsleikjaglugga vann Ísland sigur á Albaníu, 1-2, en tapaði fyrir Sviss á Laugardalsvellinum, 0-2. Tvö stórglæsileg mörk Gylfa Þórs Sigurðssonar tryggðu Íslendingum sigur á Slóvenum, 1-2, í mars 2013. Slóvenska liðið svaraði hins vegar fyrir sig með 2-4 sigri á Laugardalsvellinum í júní. Staðan var 2-2 í hálfleik en eftir að Aron Einar Gunnarsson fór meiddur af velli í upphafi seinni hálfleiks hrundi leikur Íslands.Sviss-Ísland undankeppni HM 2014 Landsleikur knattspyrna fótbolti Ísland - SvissFyrir seinni leikinn gegn Sviss voru Íslendingar í 2.-3. sæti riðilsins með níu stig, fimm stigum á eftir Svisslendingum sem voru á toppnum. Baráttan um 2. sætið var hörð en hún stóð á milli Íslands, Slóveníu, Albaníu og Noregs. Íslenska liðið fékk draumabyrjun þegar Jóhann Berg kom því yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik. En svo fór að halla undan fæti og eftir hálftíma var staðan orðin 3-1, Sviss í vil. Íslenska vörnin míglak og það stefndi í stórtap. Helgi Valur Daníelsson fór af velli í hálfleik og í hans stað kom Eiður Smári. Gylfi var svo færður á miðjuna við hlið Arons Einars Gunnarssonar. Fram að þessum leik hafði verið nokkur hausverkur að finna Gylfa pláss í leikkerfinu 4-4-2. Hann var notaður úti á kanti og í framlínunni en í seinni hálfleiknum í Bern sást að hann gat leyst stöðu miðjumanns með miklum glans. Seinni hálfleikurinn byrjaði illa fyrir Ísland því Blerim Dzemaili kom Sviss í 4-1 með marki úr vítaspyrnu á 54. mínútu. Tveimur mínútum síðar minnkaði Kolbeinn Sigþórsson muninn með laglegu marki og íslenska liðið öðlaðist aftur trú á sjálfu sér. Jóhann Berg skoraði sitt annað mark og þriðja mark Íslands á 68. mínútu og Íslendingar héldu áfram að pressa. Jöfnunarmarkið kom svo þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma. Jóhann Berg fékk þá boltann á hægri kantinum, lagði hann fyrir sig og sneri honum svo í fjærhornið. Magnað mark og mögnuð þrenna hjá Jóhanni Berg. „Það var auðvitað frábær tilfinning að skora þrjú mörk í svona mikilvægum leik,“ sagði hetjan í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn. „Það er vissulega magnað að koma svona til baka og ná í þetta mikilvæga stig. Maður vonar bara núna að ég hangi inni í byrjunarliðinu fyrir leikinn gegn Albönum.“ Jóhann Berg hékk inni í byrjunarliðinu gegn Albaníu og hefur ekki farið úr því síðan. Hann, ásamt 22 leikmönnum Íslands, er á leið á HM í Rússlandi. Íslendingar eru búnir að festa sig í sessi sem alvöru lið og eitt stærsta skrefið í þroskaferli þess var tekið í Bern fyrir fimm árum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Sjá meira