Erlent

Hefur áhrif á meðgöngu

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Rannsóknin náði til 112 þúsund mæðra í Noregi.
Rannsóknin náði til 112 þúsund mæðra í Noregi. Vísir/stefán
Börn þeirra mæðra, sem notuðu parasetamól á meðgöngu í lengri tíma (meira en 29 daga), eru meira en tvisvar sinnum líklegri til að greinast með ADHD en aðrar mæður. Þetta sýnir nýleg rannsókn í Noregi sem náði til 112 þúsund mæðra.

Greint er frá rannsókninni á vef Landlæknis. Hófleg notkun parasetamóls á meðgöngu hefur ekki áhrif.

„Á Íslandi er sala á hreinu parasetamóli (Panodil, Paratabs, Pinex, Paracet, Dolorin og fleiri) minni en á hinum Norðurlöndunum og litlar pakkningar þessara lyfja eru seldar án lyfseðils,“ segir í greininni. Hins vegar eru ávísanir parasetamóls í blöndum með t.d. kódeini mun fleiri hér á landi Árið 2017 fengu 24 þúsund karlar og 33 þúsund konur ávísað Parkódíni og/eða Parkódín forte og því er ljóst að notkun lyfjanna er mjög almenn hér á landi,“ segir á vef Landlæknis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×